Strandapósturinn - 01.06.1996, Page 110
minnisstæðari. Sagði yngri bróðir minn oft að Sölva hefði þótt
mikið til sumra sálmanna koma og þar á meðal sálmsins: I fornöld
á jörðu var frækorni sáð. Þennan sálm lagði hann ríka áherslu á
að þau kynnu vel og þótti víst bróður mínum nóg um allan
sálmasönginn á tímabili. En Sölva gekk gott eitt til enda trúmaður
og upp alinn í guðsótta og góðum siðum í foreldrahúsum. Betúel,
faðir hans var lreldur enginn flysjungur á því sviði fremur en
öðrurn, viðhorf hans öll í föstu formi og næstunr því of föstu að
sumum fannst. En kannski var þetta fasta form aflvaki þess að
fámenn og afskekkt sveitarfélög héldu reisn sinni og menningar-
legu svipmóti gegnum tíðina.
Ég held að nágrönnum Sölva hafi öllum þótt vænt um hann og
saknað hans þegar hann flutti alfarinn af Ströndum til Elesteyrar
nokkrum árum eftir að fjölskyldan flutti frá Elöfn. Er til Hesteyr-
ar kom hóf hann störf hjá síldarverksmiðju H/F Kveldúlfs, hafði
að vísu unnið þar oft áður en gerðist nú brátt trúnaðarmaður
fyrirtækisins á staðnum. Stuttu síðar gifti hann sig, gekk að eiga
Sigrúnu Bjarnadóttur, fósturdóttur Guðbjartar Guðmundssonar
móðurbróður síns. Hjónaband þeirra var farsælt, þau samhent og
stjórnsöm alla tíð.
Fljótlega tóku og hin ýmsu ábyrgðarstörf sveitarfélagsins að
hlaðast á Sölva og leysti hann þau af hendi með sömu trúmennsk-
unni og honum var í blóð borin. Og nokkru áður en sveitin fór
með öllu í eyði gegndi hann bæði hreppstjóra- og oddvitastörfum
samtímis og það hélst þar til yfir lauk. Sigrún og Sölvi bjuggu á
Hesteyri nokkuð á annan áratug, eða nánar tiltekið á Reyrhól en
það var eitt af aðalbýlunum á eyrinni. Þar var Sigrún upp alin og
að fósturforeldrum hennar gengnum tók Sölvi þar við búsforráð-
um. Reyrhóll stóð hátt í Þorpinu og þaðan sá, að mig minnir, til
allra húsanna á eyrinni. Sölvi gerði jarðarpartinum ýmislegt til
góða bæði með aukinni ræktun og viðhaldi og endurbótum á
húsnæði. Hann keypti sér lítinn opinn vélbát og á honum stund-
aði hann sjóinn annað slagið í mörg ár, auk þess sem báturinn var
notaður til margs konar annarra aðdrátta. Bátinn nefndi hann
Rúnu, sennilega í höfuðið á konunni sinni sem hann unni mjög
og mat mest allra manna.