Strandapósturinn - 01.06.1996, Page 114
minni en efni stóðu til. En ekki verður það af Sumarliða skafið að
kjark hefur þurft til þess að standa þarna aleinn mitt á milli lifandi
dýranna með ljáinn sinn einan að verki. Þau hefðu ekki þurft
annað en að ýta við honum með bægslum eða sporði til þess að
stórslasa hann.
Framan af einsetumannsárunum bjó Sumarliði í gamla bæn-
um, en eitt sinn að haustlagi tók hann sig til og byggði nýjan bæ úr
timbri á hlaðinu framan við þann gamla. Frímann frændi minn
aðstoðaði hann við þá framkvæmd. Þeir steyptu fyrst kjallara
jafnstóran og flatarmál hússins átti að verða og byggðu svo húsið
á hann ofan. Um leið og verki þessu lauk flutti Sumarliði í húsið
og bjó þar það sem eftir var af dvöl hans á Ströndum. Gamli
bærinn var að hruni kominn og féll litlu síðar saman eins og
gamalmenni sem komið er að fótum fram. Timburhúsið stendur
enn og var um langt skeið eign Slysavarnarfélagsins, en hefur nú
verið selt einstaklingi gegn misjöfnum undirtektum landeigenda.
Nokkrum sinnum reyndi Sumarliði að ráða til sín aðstoðar-
stúlkur, en það var oftast eitthvað að þeim að honum fannst og af
þeim sökum stóðu þær flestar stutt við. Eina þeirra leist honum
þó þolanlega á, og eftir honum var haft, hvort sem það er nú rétt
eða rangt, að hefði hún verið almennileg fram á þorrann hefði
hann líkast til beðið hennar. En hún hélt það ekki út svo lengi og
þar með var draumurinn búinn. Hann hikaði úr hófi fram, bless-
aður karlinn, gerði sér ekki grein fyrir því hvað honum bæri að
aðhafast áður en fuglinn tæki upp á þeim ósóma að hefja sig til
flugs þótt fjaðralaus væri.
Konur eru mönnurn stundum ráðgáta og ég held að vinur vor
hafi verið algert barn á því sviði. Þrjár tilraunir gerði hann til þess
að leigja jarðnæðislausu fólki hluta af jörðinni, en það var eins
með það og aðstoðarstúlkurnar, það ílentist þar ekki. Mig minnir
að leiguliðarnir fengju hluta af kjallara hússins til umráða en þar
voru þrengsli mikil og illt að koma hlutunum fyrir ef Ijölskyldan
var fjölmenn. Fyrsti leiguliðinn bjó þó ekki í húsinu heldur í
gamla bænum og munu þeirra viðskipti mörgum enn í minni.
Leiguliðar Sumarliða voru allir ágætis fólk, sem fyllti upp í
eyðurnar í lífi hans og gerðu honum það bærilegra meðan þess
112