Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 152
orðs og æðis en misfyrirferða-
mikið eins og gengur. Nokkrir
tóku líflnu með stakri ró, rös-
uðu ekki um ráð fram og létu,
að því er virtist, hverjum degi
nægja sína þjáningu, aðrir voru
fyrirferðarmeiri, létu gamm-
inn geisa og töldu sér fátt óvið-
komandi, og enn aðrir reynd-
ust eins og skapaðir til að gegna
forystuhlutverki í þessu litla
samfélagi. Það sópaði að þeim,
hvar sem þeir fóru, fylgdi þeim
hvarvetna ferskur andblær,
sem olli því að þeim varð vel til
vina. Menn nutu ákveðins ör-
yggis í návist þeirra. Einn af
þessum geðþekku mönnum
var Guðmundur B. Albertsson.
Guðmundur, Gummi Ben eins og hann var lengst af kallaður,
fæddist á Hesteyri í Jökulíjörðum 4. júní 1901, sonur Alberts
Benediktssonar útvegsbónda, og Guðrúnar Benjamínsdóttur.
Guðrún vær glæsileg kona eins og hún átti kyn til og Albert ekki
síður, þótt ekki væri hann hár í loftinu. Hann var hið mesta
karlmenni, snar í snúningum og afburða glímumaður að sögn. I
þeirri íþrótt lagði hann marga að velli þótt stórir væru og sterkir.
Þeir vöruðu sig aldrei á því hvað snöggur hann var. Auk þessa var
hann bráðlaginn og harðsækinn sjósóknari, æðrulaus og ókval-
ráður ef úrskeiðis’ gekk og eru m.a. frásagnir af honum í Horn-
strendingabók Þórleifs Bjarnarsonar, þar sem hann bjargaði
skipshöfn sinni heilli á land eftir nauðlendingu í vonskuveðri
undir svokallaðri Grænuhlíð.
Eg kynntist Albert ekki fyrr en hann var orðinn gamall maður,
en sæi hann stráka fljúgast á eða glíma, færðist hann allur í
aukana, augun skutu gneistum og ótal ábendingar fylgdu með
um það, hvernig meðhöndla skyldi andstæðinginn. Það var engu
Guðmundur B. Albertsson ungur
að árum.
150