Strandapósturinn - 01.06.1996, Síða 155
manninum heyrði ég aldrei neitt um slaka frammistöðu okkar
landmannanna, eða landkrabbanna eins og sumir vildu heldur
kalla okkur. Við urðum strax hinir mestu mátar og á því varð
engin breyting þótt árin færðust yfir okkur, enda var hann ákaf-
lega viðkunnanlegur maður alla tíð, skapmikill að vísu, en sáttfús
að sama skapi.
Því miður er ég nú búinn að gleyma mörgu af því sem gerðist
þarna þennan vetur og vor, en svo mikið er víst, að sumt af því
varð mér lengi minnisstætt og aldrei leiddist mér vistin. Hvort ég
var í fæði hjá formanninum eða Ketilríði Veturliðadóttur man ég
bara ekki lengur, eða hvort við vorum með í einhvers konar
skrínukost. Eitt man ég þó að Ketilríður bakaði einu sinni fyrir
mig kleinur, en sögunni af afdrifum þeirra sleppi ég að lýsa. Mig
minnir að ég héldi að mestu til á heimili formannsins, í s.k.
Albertshúsi.
Landlegur voru mjög tíðar framan af vertíðinni og fyrir kom
að það gaf ekki á sjó vikum saman. En alltaf fundu menn sér
eitthvað til dundurs, dyttuðu að ýmsu sem útundan varð haft
meðan allt lék í lyndi, svo sem bólfærum, niðristöðum og lóða-
belgjum, settu upp línu og sinntu búpeningi. Við aðkomustrák-
arnir eigruðum í kring um ungviðið í plássinu eða flugumst á í
bróðerni þar sem við héldum til þótt ég væri nú ekki til stór-
ræðanna á því sviði. Endrum og eins tókst okkur að fá formann-
inn til þess að taka þátt í þessum ærslagangi með okkur og fund-
um þá fljótt að það var stutt í strákinn hjá honum. Hann hafði
gaman af því að taka okkur í bóndabeygju og það var eins og að
lenda í skrúfstykki, engin leið til að losna úr þeim viðjum fyrr en
honum sjálfum þóknaðist að sleppa okkur úr prísundinni. Og
vorum við þá oftast búnir að fá nóg í bili, að minnsta kosti. En ekki
stóð það nú lengi og fljótt vorum við til í tuskið aftur. Eldri maður,
skyldur félaga mínum, sem þarna dvaldi um þetta leyti kvað það
vera okkur til háðungar að geta ekki losað okkur úr bóndabeygj-
unni. Varð það til þess að Gummi bauð honum að reyna. Og
þvílíkt umbrot og óhljóð. En allt kom fyrir ekki, hann sat þarna
fastur eins og við, þar til Gummi lét hann lausan. LFm leið og
Gumrni sleppti þeim gamla sagði liann og brosti við: „þú vilt
153