Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1996, Page 161

Strandapósturinn - 01.06.1996, Page 161
Sé ég dreng í dyrum lóna dvelst þó löngum bak við þilið honum skal í hófi þjóna hann á ekki betra skilið. Vinnufélögum okkar Gumma gekk oft hálf illa að átta sig á viðhorfum hans til þjóðmálanna, fór hann þar sínar eigin leiðir og deildi þá oft meira til að halda uppi samræðum en af öruggri sannfæringu. Iðulega heyrði ég hann taka hraustlega málstað þeirrar stjórn- málahreyfingar sem ég aðhylltist á þessum árum væri ég ekki í sjónmáli, en um leið og ég birtist söðlaði hann um. Þetta varð til þess að gera þá menn óörugga sem lögðu sig oftast alla fram um það að þóknast honum í öllum málum. Þeir áttu því stundum í mesta basli með að finna út hvað honum hentaði hverju sinni. Og fyrir kom oftar en ekki að hann snerist öndverður við því sem þeir reyndu að bera á borð í von um að hann tæki undir það. Það var stundum kátbroslegt að fylgjast með þessu. En hversu oft verða þessar manngerðir ekki á vegi manns, hversu oft hefur maður ekki þurft að horfa upp á menn gera sjálfa sig að viðundri í þeim tilgangi einum að þóknast ofjarli sínum í orðasennu, en undir niðri andstæðingi. Mennirnir eru svo misjafnir að gerð og gæðum. Og eitt held ég að mér sé óhætt að fullyrða að stundum hafði Gummi lúmskt gaman af þessari broslegu viðleitni, þó ekki hefði hann hátt um það. Glampinn í augunum kom upp um hann. Hversdagslega var Gummi léttur í lund og opinn fyrir hinu broslega í tilverunni, en þó gat út af því brugðið ef honum þótti óheiðarlega vegið að einhverjum sem hann þekkti ekki að öðru en góðu einu. Hvessti hann þá allt í einu augun á viðmælanda og tók hann hressilega til bænar. Létu flestir sér það að kenningu verða og felldu talið. Haft var eftir venslamönnum hans, að þegar að efri vörin á honum færi að skjálfa væri hollast fyrir þá, sem ekki væru því harðari af sér í deilumálum að draga í land, ef þeir vildu komast hjá því að verða gersigraðir. Þó tók hann jafnan málstað þeirra 159
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.