Strandapósturinn - 01.06.1996, Qupperneq 163
skipti, og það leyndist oft, að því er honum virtist, á hinum
ólíklegustu stöðum.
Eftir að Gumrni flutti til Isafjarðar tók hann um skeið lítillega
þátt í bæjarmálum kaupstaðarins, var m.a. á lista við bæjarstjórn-
arkosningar. En ekki mun honurn hafa líkað þar loftslagið til
lengdar, hugsanlega rekist illa í flokki og haft löngun til að taka
sjálfstæðar ákvarðanir sem ekki féllu par vel við flokksvélina, því
þrátt fyrir allt lýðræðishjalið í þessu blessaða landi reyndist æði oft
vera stutt í ranghverfuna. Oflátungsháttur og frekja einstaka
manna og eiginhagsmunapot knýja oft venjulega og vel þenkj-
andi flokksmenn til samkomulags um eitthvað sem aldrei verður
svo nema svipur hjá sjón og víðs fjarri því sem að var stefnt við
upphaf málsins. Blekkingavefurinn er sleginn án afláts þar til
einræðishneigð fjármagnsins hefur fengið sitt fram.
En Gummi Ben var alla ævi einlægur og hreinskilinn, og hélt
fast við skoðanir sínar á hverju sem gekk. Það vafði honum
enginn um fingur sér, hvorki í einum eða öðrum skilningi, né
fékk hann til að víkja frá því sem honum fannst sjálfum rétt, hvað
sem í boði kunni að vera.
Þegar Gummi flutti frá Hesteyri varð hann eins og allir hinir að
yfirgefa fasteignir sínar þar á staðnum og flytja í leiguhúsnæði á
ísafirði. En ekki sætti hann sig við það til lengdar, brá sér aftur
norður og sótti garnla húsið sitt, reif það til grunna og flutti viðina
vestur yfir Djúp. Upphaflega var þetta norskt hús byggt úr sam-
anfelldum plönkum, grindarlaust að kalla, en plönkunum raðað
sarnan eins og púsluspili. Það var því nákvæmisverk að rífa það,
varð að merkja hverja spýtu til þess að allt félli rétt saman að nýju.
Engu mátti skeika, að öðrum kosti gat allt farið úr böndunum.
Með dugnaði og lagni eigandans tókst þetta vel og innan ekki
langs tírna var gamla húsið risið á nýjum steyptum kjallara vestur
á ísafirði. Og í þessurn híbýlum bjó Gummi því alla ævi. Þetta var
ekki stórt en það var hlýlegt og snoturt, og yfir því ákveðinn
þokki, sem mér er enn minnisstæður frá unglingsárununr norðan
Djúps.
Eftir að Gumrni flutti aftur í húsið heimsótti ég hann og þau
hjónin stundum og þangað var ætíð gott að koma, húsbóndinn
161