Strandapósturinn - 01.06.1996, Síða 165
hann var meðeigandi bróður
síns í útgerðinni, en hann var
annarrar gerðar, gaf sig ekki
mikið að utanaðkomandi fólki,
var fáorður og fáskiptinn, en
þó í alla staði hinn vænsti mað-
ur, trygglyndur og traustur í
öllurn viðskiptum. Benjamín
og Ólafi kynntist ég aldrei. Þeir
fluttu ungir til útlanda, annar
til Noregs en hinn til Danmerk-
ur og ílentust þar. Systurnar
urðu meira á vegi mínum, en
fyrst og fremst þó sú elsta
þeirra, Elísabet, kona Hilaríus-
ar Haraldssonar, föðurbróður
míns. Henni kynntist ég fyrst
vorið sem ég fermdist og þótt
hún setti stundum ofan í við
mig um dagana og vildi að ég hagaði mér eins og manni sæmdi,
var hún mér alla tíð góð. Mér varð því strax hlýtt til hennar og
verður það meðan ég tóri. Henni á ég svo margt að þakka frá fyrri
árum. Emilíu kynntist ég nokkuð svo og manni hennar og börn-
um. Við áttum lengi heima við sömu götuna á Isafirði. Auk þess
var fjölskylda hennar öll náið skyldfólk mitt. Yngsta systirin,
Helga var rneðal annars fermingarsystir mín, en hún fór ung að
heiman og í hjúkrunarnám í Reykjavík, og bjó þar síðan.
Um unglingsár Gumma Ben er mér ekki kunnugt og fáir nú
sennilega til staðar sem gætu frætt mig um það tímabil ævi hans,
systirin, sem enn lifir, svo miklu yngri en hann, og eldra fólkið allt
frá Hesteyri horfið yfir móðuna miklu. Ólíklegt þykir mér samt
að fólk hafi ekki orðið vart við hann á þeim árum því að þannig
var hann af guði gerður, að hann lilýtur að hafa vakið athygli
hvar sem hann fór, fríður sýnum og gjörvilegur á velli, glettinn
stundum en góður í sér og hjartahlýr.
Margt fleira gæti ég sagt frá kynnum mínum og annarra af
Guðmnndur B. Albertsson hátt á
sextugsaldri á Isafirði.
163