Syrpa - 01.03.1947, Side 4
Um byggingamálefni
HANNES DAVÍÐSSON, arkitekt: TVÆR ÍBÚÐIR
Að þessu sinni skulum við líta svolítið á fvrir-
komulag íbúða. Okkur eru án efa öllum í fersku
minni gangaíbúðirnar. Þær voru upp á sitt bezta
1930 og fram til styrjaldaráranna. Fyrirkomulag-
ið var þannig, að frá anddyrinu lá langur, mjór
gangur, og til beggja Idiða voru svo íbúðarher-
bergin. Þetta minnti einna mest á brot úr hótel-
gangi. Úr þessum gangi var svo liægt að leiða
gestinn inn í það af stásshólfunum, sem við átti
og hentaði virðingu gestsins og sambandi hans
við fjölskylduna.
Á síðustu árum hefur þetta breytzt nokkuð.
Menn vilja nú ekki lengur rekast á í dimmum
og þröngum göngum, fella þar niður föt náung-
ans og viðhafa aðra óknytti. Nú krefjast menn
rúmgóðra íbúða, sem sæma vel efnahag þeirra,
sem yfirleitt mun hafa batnað að mun.
Eins og eðlilegt er þjóð, sem ekki hefur gam-
alli borgarmenningu á að byggja, þá hafa menn
rennt augunum til annarra landa og athugað,
hvað þar var að sjá. Síðan hafa menn liaft heim
með sér það, sem mest yljaðí þeim nm hjartaræt-
urnar og svalaði metnaðarkennd þeirra.
Þær þjóðir sem íslendingar hafa aðallega haft
menningarsamband við á stríðsárunum eru Bret-
ar og Bandaríkjamenn, og má glöggt sjá merki
þess á ýmsum sviðum. Sérstaklega virðist síðari
þjóðin hafa megnað að skilja eftir ýms áhrif, en
mér virðist sem það hafi oft verið þau áhrifin, sem
teljast máttu óæskileg. Þannig er þessu varið um
íbúðarhúsamenninguna. Það er eitt sér-
stakt fyrirbrigði í íbúðinni, sem ég ætlaði
að minnast á, nefnilega ,,holið“ eða skál-
inn eins og það hefur verið nefnt á ís-
lenzkn máli. Þetta fyrirbrigði á held ég
rót sína að rekja til engilsaxneskrar menn-
ingar, eins og nafnið bendir til. En hið
enska „hall“ er þó með nokkuð öðrum
hætti, og staðhættir í enskum sveitasetr-
um eru töluvert frábrugðnir því, sem ger-
ist í reykvískum einnar hæðar íbúðum.
Ibúðin, sem sýnd er á mynd nr. 1, er
byggð hér í Reykjavík. Hún er valin af
handahófi, en er ágætt sýnishorn af þess-
ari tegund íbúða, því hún á marga bræð-
ur og systur, og ættarmótið er greinilegt.
íbúðin á rót sína að rekja til gömlu
gangaíbúðarinnar, en hér er gangurinn
orðinn tiltölnlega stuttur og feikilega
breiður. Það er einnig búið að dubba
upp á hann með ekta kamínu að enskum
sið, þó eru jafnvel dæmi til þess, að hlaðn-
ar hafi verið kamínur í herbergjum, þar
sem enginn skorsteinn var fyrir, þær hafa
þá verið sótaðar svolítið til áður en flutt
Mynd nr. 1. 5 herbergi og eldhús 187 m2. Gangar 45 m2. Kvarði 1:150
42
SYRPA