Syrpa - 01.03.1947, Qupperneq 27
irnir komu, skall á óveður með frosti og fann-
kyngi, svo að ófært varð til ferðalaga, og því allt
útlit fyrir að viðstaðan dragist á langinn. Allt
gekk þó bærilega í fyrstu, en eftir hálfan mánuð
fór svo að ganga á matvælin, að ekkert var til ann-
að en saltkjöt og flot og eitthvað af brauði. Að
vísu áttu þau eina kú inni í Eskifirði, sem ákveð-
ið var að slátra, en sakir illveðurs voru engin tök
á að nálgast hana. ,,Samt kom nú að því að eitt-
hvað létti til,“ segir frú Thorlacius, „og þá
brugðu gestirnir við og sóttu skepnuna, sem verið
hafði einasta vonin okkar í neyðinni. Það gekk
vel og slysalaust, og næst var þá að ráðast í slátr-
unina; hjálpuðust gestirnir að við það, svo að ég
þurfti ekkert nærri að koma fyrr en allt var um
garð gengið og búið að hengja skrokkinn upp.
Nú liðu nokkrir dagar, og þegar við vorum hér
um bil hálfnuð með kjötið, tók veðrið að batna.
Lögðu þá ferðalangarnir upp, búnir öxum og
rekum. Axirnar ætluðu þeir til að höggva spor í
klakann, svo að hægt væri að ná fótfestu, en rek-
urnar til að grafa sig í fönn, ef á þyrfti að halda.
Öll slík áhöld ásamt nesti, fatnaði o. þ. h., verða
menn að bera á broddstafnum, því að um þetta
leyti árs er engin leið að ferðast á hestum. Þrátt
fyrir kuldann og skammdegið komust þeir þó
allir klaklaust hver lieim til sín.“
„Hátíðirnar gengu í garð og liðu hjá eins og
við mátti búast á þessum afskekkta stað.“
Nú fór að líða að því, að frú Gytha vænti sín.
„Þegar ég hugsaði til þess,“ segir hún, „varð ég
gagntekin af fögnuði og bar engan kvíðboga fyrir
því, sem í vændum var. Já, ég var ln'einasta barn
í þessurn sökum, og satt að segja var ég ekki sem
bezt stödd.“ Þrátt fyrir það, þó að hún hefði ver-
ið í marga mánuði í hjónabandi áður en hún fór
frá Kaupmannahöfn, og átt kost á góðum ráðum
móður sinnar, þá hliðraði hún sér hjá því að
þiggja þau, sakir barnslegrar óframfærni og
feimni, og gerði sér í hugarlund, að „móðurástin
væri fær um að ráða fram úr öllum vandamál-
um“. Þessa iðraði hana nú sárlega. Á ölíu Austur-
landi var engin lærð ljósmóðir, og læknirinn í 16
mílna fjarlægð, enda ógerningur að ná til hans
vegna veðurhörku. Frú Thorlacius gerði boð eft-
ir konu í nágrenninu og bað hana um að hjálpa
sér, en hún svaraði: „Enginn getur lijálpað yður
nema guð. Ég get ekkert gert fyrir yður, nema
það, sem lionum þóknast að leggja upp í hend-
urnar á mér.“ Svo var sent eftir annarri gamalli
konu, og „þó hún ætti heima örskammt frá, þá
voru þrír sterkir karlmenn í þrjá klukkutíma að
leiða liana þennan stutta spöl; veðurofsinn var
svo geypilegur, að þeir áttu fullt í fangi með að
standa á fótunum og að ná andanum, og fötin
gödduðu utan á þeim“.
„í tvo sólarhringa,“ hélt frú Gytha áfram, „sátu
Jiessar tvær gömlu matrónur yfir mér og þuldu
íslenzkar bænir, sem ég botnaði auðvitað ekkert í.
Þess á milli gáfu þær mér góð ráð, sem mér þóttu
svo mikil fjarstæða, að mér datt ekki í liug að
sinna þeim, og þau eru svo skopleg, að ég vil ekki
lýsa þeim hér. Með hjálp guðs og hreysti æsku
minnar rættist samt úr fyrir mér að þessum tíma
liðnum. Ég eignaðist lítinn son, sem konurnar
kölluðu pilt. Ég var svo illa að mér í málinu, að
ég vissi ekki, að „Dreng“ og „Pige“ þýða á ís-
lenzku „piltur“ og „stúlka".
Af því að frú Thorlacius liafði, eins og áður er
sagt, látið undir höfuð leggjast að afla sér þeirr-
ar vitneskju, sem nauðsynleg liefði verið undir
þessum kringumstæðum, þá var ekki að undra,
þó að hitt og annað færi í handaskolum, enda
gerði kuldinn og önnur óþægindi sitt til Jaess að
rýra viðnámsþrótt hennar. Eftir nokkra daga fékk
hún hættulegt brjóstamein og hafði af því miklar
þrautir. I fyrstu reyndu lijónin að bjarga sér með
gömlum heilræðum, en það kom fyrir ekki.
„Vegna ótíðarinnar hafði hingað til verið ógern-
ingur að sækja lækni eða koma til hans boðum,“
segir frú Gytha, „en þó var nú í það ráðizt, og
gamli læknirinn kom. Flann var hátt á sjötugs
aldri. Maðurinn minn útlistaði fyrir honum,
livað að mér amaði, en áður en hann bar við að
leggja okkur nokkur ráð, settist hann niður með
guðrækilegum alvörusvip og kyrjaði sálminn
„Kom skapari, heilagur andi“, frá upphafi til
enda. (En sá sálmur hefur verið þýddur hér um
bil orðrétt á íslenzku, og er sunginn undir
sama laginu.) Því næst fyrirskipaði hann plástra,
er áttu að eyða bólgunni. Þegar það dugði ekki,
bað ég hann um að skera í brjóstið, en það þorði
hann ekki, því að verkfærin hans voru ryðguð.
Hann hefur víst óttazt að illa færi, því þegar mað-
urinn minn fór til kirkju og var í burtu í viku-
tíma, notaði hann tækifærið og laumaðist burtu
án þess að láta mig vita. Nú vorum við aftur ein
og yfirgefin, og þegar þjáningarnar voru orðnar
svo óbærilegar, að ég var farin að fá óráð, tók
maðurinn rninn það til bragðs að setja spans-
fluguplástur á brjóstið. Þegar plásturinn þraut,
reyndum við aðrar aðferðir til að draga út vess-
SYRPA
65