Syrpa - 01.03.1947, Side 16

Syrpa - 01.03.1947, Side 16
um í svartholið, sem var ofn, sem ég gat opnað með því að tylla mér á tá, og þar leið minn radd- lausi hani undir lok, en ég leit undrunaraugum á hermdarverkið, sem ekki varð aftur tekið. „Hanagals“meðferðin er fyrsta fljótfærnisskyss- an, sem mér er minnisstæð. Ég man vel eftir ýmsu frá fyrstu bernskuárun- um, en þær minningar eru lítið í sambandi við fólk, nema þá helzt önnur börn. Fólkið er til í sambandi við atburðina. Til fjögra ára aldurs minnist ég ekki, að ein persóna öðrum fremur hafi haft áhrif á liuga minn, en þá eignaðist ég heimili hjá afa og ömmu. Fyrst var langur, langur sunnudagur og sólskin. Ég eignaðist brúðurúm, sem áður höfðu átt yngstu móðursystur mínar. í því var ofurlítil Rauðhetta og önnur brúða í viðbót. Svo fékk ég íbúð undir púltinu hans afa, og þar sat afi og skrifaði við púltið, en ég sat undir því með brúðubörnin mín. Svo fór afi til útlanda og um langan tíma man ég tæplega eftir nokkrum öðrum en ömmu. Amma var allsstaðar, hún sinti mér andlega og líkamlega. Á nóttunni svaf ég í stólrúmi við hlið hennar, á morgnana kom hún sjálf eða sendi stúlku með rnjólk og brauð handa mér. Brauðið var saman kuit osr hét o o mysuoststerta, kæfuterta o. s. frv., og svo var það skorið í smábita og það kölluðum við skorið í veizlu. Á daginn, þegar amma sat við vinnu sína, 1 sat ég hjá henni á svolitlu „skammeli" og fékk að láni bláan kistil, sem hafði að geyma „tau“af- ganga vandlega samanvafða. Allar þessar klæða- vefjur urðu að fólki. Silki og flauelsvefjur voru hefðarfrúr og frökenar, sirz, tvisttau, léreft o. þ. h. vinnufólk, börn o. fl., eftir því sem bezt hent- aði. Þetta þótti mér afar skemmtilegur leikur, og amma lék með. Húsið hans afa var hvítt timburhús með rauðu þaki og rauðri gluggaumgerð. Sunnanundir því var lítill blómagarður, fyrir ofan það kartöflu- garður. í þá daga voru brekkurnar allt í kringum okkur þaktar blómurn, jafnvel lyngi, og melarnir á vorin með vorperlum, yndislegum, örsmáum blómum, og svo seinna með ilmandi blóðbergi. Kindur bæjarbúa héldu sig í brekkunum, og þegar þær sáu sér fært í görðunum líka. Kýrnar voru reknar í haga um götuna rétt hjá okkur. Þá var hægt að komast að húsinu úr öllum áttum, beint upp brekkuna, frá aðalgötu bæjarins, upp tröppur höggnar í melinn og brekkuna og svo sunnan að um einstigi í mel og brekku og ofan frá lá troðningur meðfram kartöflugarðinum, að norðan lá svo akvegur að húsinu. Sá akvegur mátti oft teljast ófær í rigningum og leysingum á vorin. Myndaðist þá einhver hin ferlegasta forarleðja, sem verið getur á vegi manns, svo hrundi úr melunum báðum fyrir ofan og neðan veginn, svo að melarnir minnkuðu og vegurinn mjókkaði. Öll mín ár heima stóð stór steinn spottakorn frá vegarbrúninni. Þetta var mikill uppáhaldssteinn okkar barnanna. Þegar ég fór að heiman, var steinninn kominn tæpt fram á brúnina. Nokkrum árum seinna, þegar ég kom til Akureyrar, var steinninn horfinn. Það voru engin efni á að hlaða upp melinn eða halda veg- inum í viðttnandi horfi. Oft var vegurinn ágæt- ur, en afi gekk sín einstigi og beint upp brattann langt fram á elliár. Brekkuna fyrir neðan búsið lét amma hlaða upp og gera blómagarð í 3 stöll- um. Sú brekka var þá til prýði, seinna lenti hún í órækt. Aðalinngangur hússins var sunnanmegin í sól- byrgið eða „verandann“ sem kallaður var. Þetta sólbyrgi var mikill uppáhaldsstaður okkar allra á sumrum, og strax þegar fór að vora og sólin blessuð sendi inn birtu og yl. Amma ræktaði þar mikið af fallegum blómum. Þar voru húsgögn úr einhverskonar sefi, sem Steingrímur frændi hafði komið með frá Austurlöndum. I gluggun- um voru mislitar rúður, sem þá tíðkuðust til skrauts og skemmtunar. En hvað mér þótti gam- an að sjá veröldina taka litaskiptum í gegnum þær. Gulu rúðurnar sýndu sólskin, þær bláu tunglskin eða vetur, grænu kvöldhúm, rauðu ævintýri og svo seinast alvörurúðurnar hið raun- verulega. Inn úr sólbyrginu lágu svo tvennar dyr, aðrar inn í skrifstofu afa; hinar í stofu, sem var kölluð gestastofa, beztastofa eða jafnvel stássstofa. í skrifstofu afa, sem alltaf var kölluð „kontórinn“, var einn gluggi á móti suðri. Á milli veranda- og beztustofudyranna voru á veggnum gljáfægð kýr- horn tengd saman með trékubb. Um trékubbinn var svo vafið flaueli og skrúfaðir í hann krókar til að hengja á föt. Þar hékk oft sparifrakki afa. Slík horn voru algeng í þá daga, e-n mér finnst rétt að nefna þau, því að þetta eru orðnir sjald- gæfir gripir, og á bernskuárunum þótti mér þetta mjög merkilegar tilfæringar. Flest húsgögn í kontórnum voru vinargjöf til afa. Á skrifborðs- stólinn hygg ég að hafi lagt sína gjörvu hönd Guðmundur Hannesson prófessor. Undir glugg- anum var sófinn með grænmunstruðu áklæði. Á 54 S YRPA

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.