Syrpa - 01.03.1947, Blaðsíða 33
tove ditlevsen: Tvær smásögur
Við íslendingar þekkjum lítið til danskrar skáldsagnagerðar
á stríðsárunum. Tove Ditlevsen er meðal þeirra nýju rithöf-
unda, sem efnilegastir eru taldir.
V O R
Á langleið gat hann greint, að einhver breyt-
ing var orðin á henni. Hann sat í litlu kaffihúsi,
við sama borðið sem þau höfðu drukkið við kaffi
á hverjum degi síðastliðið ár. Hann horfði út á
hvíta götuna, þar sem fólk streittist á móti hríð-
inni með hendurnar fyrir andlitinu. Hann fór að
hugsa um, að hún kæmi seinna en hún væri vön,
og varð áður en hann kom auga á hana, gripinn
óákveðinni, sárri óþreyju. En óðara en hann sá
hana, þyrmdi yfir hann þungri, nagandi ótta-
kennd. Hún kom, eins og vant var eftir gangstétt-
inni handan götunnar og skágekk strætið án þess
að skeyta umferðarreglunum hið minnsta.
Hún tók ofan hattinn, fór úr káþunni og stapp-
aði snjóinn af fótum sér. Hún var rjóð í kinnum
og hraustleg. Hressandi gustur stóð af henni, er
hún gekk eftir salnum. Hún leit ekki á liann, er
hún bauð góðan dag og settist á móti honum í
stað þess að setjast á stól við hlið hans, eins og
hennar var venja. Hún hló mikið og varð tíðrætt
um, hve veðrið væri kalt og þó hressandi. Hún
lagfærði á sér hárið, hlýjaði sér á höndunum á
miðstöðvarofninum undir glugganum, en leit
ekki á hann. Hann hafði þungan lijartslátt, og
varirnar voru skrælþurrar. Honurn fannst líkast
því, sem hann stæði og horfði á eftir járnbrautar-
lest, sem hann þyrfti nauðsynlega að komast með.
Honum reið lífið á að komast með þessari lest,
því að þetta var alsíðasta ferðin. Hann liorfði út
í bláinn og lofaði henni að hafa orðið. Það var
eins og hann væri að missa hana smám saman,
ögn fyrir ögn, og enginn möguleiki á að ná henni
aftur. Hann átti aldrei framar að snerta hana og
aldrei að kyssa hana. Hann gat tekið í höndina á
henni og beðið hana, stúlkuna sína, að láta nú
þetta jafna sig — það var erfiðara að ná til hennar
nú en áður en hann kynntist henni.
Hún mælti: — Hefirðu veitt því athygli, að vor-
ið er að koma?
— Nei, svaraði hann. Hún hló. Honum duldist
ekki, að hún var mjög óróleg og ákaflega ham-
ingjusöm. Hann hafði einu sinni séð liana svona,
en þá gat hún horft á hann. Hún var stóreyg og
augun næstum svört. Hann hugsaði með sér: —
En, hvað hún er falleg.
— Af hverju sitjum við alltaf hérna, sagði hún
— liér er svo leiðinlegt.
— Já, má vera, anzaði liann, en hann hugsaði:
þarna sér maður, hvílík áhætta er að vera ástfang-
inn. Og einhvers staðar í heila hans liljómuðu
orðin: Þú sérð hana aldrei framar, þú sérð liana
aldrei framar.
Hljómsveitin tók að spila. Þau þögðu bæði.
Honum var ómögulegt að koma upp nokkru orði.
Hrm horfði út um gluggann, og hún roðnaði
smám saman, eins og verið væri að tendra ljós
innra með henni.
— Þetta er gott kaffi, sagði hún lágt. Hann
svaraði engu, en honum flaug í hug, hvað hún
væri heimsk. Orðin titruðu í loftinu, og hljóm-
sveitin hermdi þau eftir: Gott kaffi, gott kaffi.
Gott kaffi tók undir í veggjum salarins, eins og
hún hefði kallað það með hárri röddu. Þessi
heimskulega setning hélt áfram að hljóma fyrir
eyrum þeirra miskunnarlaust, og henni varð heitt
og leið illa. Hann einblíndi á hana án þess að
lireyfa sig eða segja nokkurt orð. Þá færði hún
hendurnar vandræðalega til og horfði í augu
hans. — Svipur hennar var opinskár og sakbitinn
eins og á barni, sem orðið hefur eitthvað á. Svo
sagði hann:
— Þú ert ástfangin. Þá var eins og hið leyndar-
dómsfulla ljós tendraðist aftur innra með henni.
— Já, hvíslaði hún.
— Þetta drepur mig, hugsaði hann — hvers-
vegna ætti ég að deyja hennar vegna. Hún er
áreiðanlega heimsk, og eftir fimmtíu ár er hún
orðin skorpin kerlingarskrukka, og hvað er þá
um að tala?
Hún llvarflaði augunum út á snævi þakið stræt-
ið. — Já, ég er ástfangin, mælti hún, og það var
engu líkara en hún ætlaði að fara að hlæja eða
gráta. Hjartað í honum hamaðist eins og gömul,
gagnslaus vél, sem gengur bara af því, að hún
hefur verið sett af stað,
Hún stóð upp og rétti fram höndina. Hana
langaði að segja einhver huggunarorð, eitthvað í
þá átt, að þau skyldu vera vinir þrátt fyrir allt, en
hann leit ekki á liana og tók ekki í höndina á
henni. Sársauka- og undrunarsvips gætti sem
snöggvast á andliti hennar. Svo sneri hún sér hik-
andi og óróleg frá honum og fór. Þegar hún var
71
SYRPA