Syrpa - 01.03.1947, Síða 14

Syrpa - 01.03.1947, Síða 14
GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR: Bernskuminningar „Syrpa“ hefur mikinn hug á því að flytja lesendum sínum áreiðanlegar og skemmtilegar ritgerðir um islenzka og er- lenda afburðamenn, sem notað liafa gáfur sínar til gagns. Hér hefjast nú endurminningar frú Guðrúnar Sveinsdóttur um bernskuár hennar á heimili afa sins, séra Matthiasar Jochumssonar. Frásögn hennar mun verða ógleymanleg öllum, er lesa. Víða um heim liafa menn haldið í heiðri minn- ingu merkra og nafnkunnra manna með því að láta híbýli þeirra og hluti standa óhreyfð, í sama horfi og var, þegar hinn látni átti þar heima. Þetta er á sinn hátt gott og blessað, en hefur þó aðeins raunverulegt gildi fyrir þá, sem þekkja sögu hins mæta manns, meta verk hans og hafa þaraðauki það hugmyndaflug, sem fær lífi gætt gömul hús og hluti og lesið úr þeim sambandið við liðna tímann. Fyrir öllum þorra manna, hópunum, sem koma og skoða hið markverða, sem hver staður hefur upp á að bjóða, er þetta mestmegnis skrítið, gam- alt skran, sem skilur ekkert eftir í hugum þeirra. Hús og hlutir fá víst sjaldan vakið löngun til að kynnast verðmætum þeim, sem hafa orðið þess valdandi að þau fá að standa. Öðru máli er að gegna um frásagnir úr ýmsum áttum, frá þeim sem stóðu í persónulegu sambandi við manninn, sem um er að ræða, eða frá þeirn sem af áhuga öfluðu sér fróðleiks og þekkingar eftir beztu heimildum. Slíkar lífrænar lýsingar hvetja oftast til nánari kynna. T. d. hygg ég, að fáir lesi svo bækur André Maurois um Byron og Shelley, að þeir líti ekki í Ijóðabók Shelleys að loknum lestri, eða lesi a. m. k. Manfred á ný, ef þeir hafa lesið hann áður. Jafnvel á sviði, sem mér er ógeðfellt, þegar sett eru á leiksvið æviágrip manna, eins og nú tíðkast í kvikmyndum, getur slík ósanninda- umgjörð um nöfn og atburði úr lífi þeirra orðið til að vekja athygli á þeim sönnu verðmætum, t. d. opnað eyru margra fyrir tónlist, sem þeir á annan hátt aldrei hefðu fengizt til að hlusta á. Fyrir nokkrum árum heyrði ég á það minnzt, að æskilegt væri að geyma minningu afa míns, 52 Matthíasar jochumssonar, á þann hátt að kaupa hús hans og hafa þar einhverskonar Matthíasar- safn. Sú hugmynd varð aðeins ósk einstakra manna og náði ekki lengra. En í sambandi við það datt mér í hug hitt og þetta. T. d. hve mikl- um vandkvæðum væri bundið að framkvæma slík áform svo vel færi. „Hvar skal byrja, hvar skal standa?“ Afi flutti frá Odda til Akureyrar árið 1887 og átti þar heima til dauðadags 1920. Fyrst bjó hann í gamla húsinu suður í „Fjöru“ í 17 ár, þá réðst liann í að byggja utar í bænum og flutti þangað árið 1904. í gamla húsinu dvaldi hann allan sinn prest- skap og þar komust flest börnin til vits og ára. Mér kom í hug að við, sem eigum minningar, sem öðrum mönnum kann að þykja fróðleikur og fengur í, ættum að forða þeim frá gleymsku og tortímingu og hefja frásögn. Húsið, sem afi byggði, var almennt kallað „Si<t- urhæðir". Það stendur í svolitlum hvammi, að mér fannst, eins og í hjarta bæjarins. Þar átti ég heima frá því ég var tæpra fjögra ára og öll mín uppvaxtarár. Síðast dvaldi ég þar veturinn 1923. árið sem amma mín dó. Síðan hef ég aldrei kom- ið inn í það hús. Fyrir mér stendur heimilið ó- haggað í heirni hugans og minninga. Eg man aðeins óljóst eftir heimilinu í gamla húsinu, en þar hef ég átt mín fyrstu jól. Þá sagði afi: „Þar fékkstu barn þín fyrstu jól og fagurmilda nýárssól, svo tvöföld sunna sálu þín nú signir, Gunna mín. Hin fyrri send með sól og ljós, hin seinni að strá þinn veg með rós, og báðar koma kátar inn og kyssa á munninn þinn. Nú skal halda nýjan dag, því nú er allt með gleðibrag, S YRPA

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.