Syrpa - 01.03.1947, Side 20

Syrpa - 01.03.1947, Side 20
Dr. JÓN JÓHANNESSON: Hljóð úr horni að vestan Fáir munu þeir íslendingar verið hafa, sem gerðu sér ljósa grein fyrir, hvort þeir mundu halda þjóðerni sínu og tungu, er þeir bundu bagga sína og héldu héðan vestur um haf til að taka sér þar bólfestu. En er þangað kom, gat þeim ekki dulizt til lengdar, að niðjar þeirra myndu fyrr eða síðar renna saman við hið er- lenda mannliaf í kringum þá og glata smárn sam- an tungu hinna íslenzku forfeðra sinna. Menn brugðust misjafnlega við þeirn lrorfum. Sumir hófust handa um að efla íslenzka þjóðrækni og vernda íslenzka tungu vestra, og hefir Þjóðrækn- isfélag íslendinga í Vesturheimi staðið þar í broddi fylkingar. Það hefir gefið út tímarit á íslenzku málefni sínu til stuðnings og orðið furðanlega ágengt. En við ramman er reip að draga. Stöðugt fjölgar þeim Vestur-íslendiugum, hreinum eða blönduðum, sem kunna ekki ís- lenzku til neinnar hlítar, og margir þeirra læra hana ekki sem móðurmál sitt, heldur sem er- lenda tungu. Við þeirri þróun mun ekki unnt að sporna til langframa, enda er ýmsum mætum mönnum orðið það ljóst. Fyrr eða síðar hlýtur að reka að því, að íslenzk tunga hætti að verða tengi- liður milli Vesturheimsmanna, sem eru af ís- lenzku bergi brotnir. En getur þá nokkuð annað tengt þá sterkari böndum innbyrðis en við aðra samlanda? Tilraun hefir verið gerð til að finna þá úrlausn. Árið 1938 var stofnaður í Winnipeg félags- skapur, sem heitir The Icelandic Canadian Club. Markmið hans er að lialda við kynnum meðal þeirra Kanadamanna, sem eru af íslenzkum ætt- um, og varðveita þekkingu þeirra á uppruna sín- um og íslenzkri menningu. Á vegum þessa félags- skapar hóf ársfjórðungsritið The Icelandic Cana- dian göngu sína 1. okt 1942. Það er ritað á enska tungu, með því að þorri félagsmanna er færari í henni en íslenzku. Ritið er fjölbreytt að efni og skemmtilegt, enda hafa staðið að því margir færir og áhugasamir menn. Um íslenzk efni er oftast fjallað af góðum skilningi, og kostað er kapps um að ræða þau atriði í sögu okkar og menningu, sem líklegust eru til að vekja áhuga þar vestra. Afstaða forgöngumannanna er skynsamleg og mörkuð af einberu raunsæi, og þessi átthaga- kynning er líkleg til að koma ýmsu góðu til leiðar, þótt tengslin milli íslenzkrar tungu og íslenzkrar menningar séu raunar meiri en svo, að unnt sé að skilja á milli algerlega. Loks hefir örlað á þriðja flokki Vestur-íslend- inga, mönnum, sem líta niður á íslenzka menn- ingu og flest annað, sem íslenzkt er. Þeinr finnst íslenzk tunga ljót, þunglamaleg og lítt fær til túlkunar hugsana menntaðra manna. í augum þeirra er hún í mesta lagi skringilegur forngrip- ur, sem gaman getur verið að kynnast eins og sumum öðrum forngripum. En þeim finnst eng- in sérstök ástæða til að halda henni við, og sumir þeirra hafa jafnvel gengið svo langt að benda okkur hér heima á, að við ættum að hverfa frá villu okkar vegar og sníða af nokkra agnúa, sem átt hafa sinn þátt í að marka sjálfstæði menning- ar okkar. 1 4. hefti 2. árgangs ritsins The Icelandic Cana- dian birtist smágrein, þar senr ráðizt er allharka- lega á íslenzka tungu og í heldur leiðinlegum tón. Höfundurinn hefir ekki séð ástæðu til að rita nafn sitt fullum stöfum undir, og er mér ókunnugt, hver hann er. Auðsælega er hann þó Vestur-íslendingur eða nákominn þeim, en menning hans ensk-amerísk. Ef til vill er hann úrillur sérvitringur, sem lítil ástæða er til að taka alvarlega, og greinin lýsir svo miklu yfirlæti og hroðvirkni, að í fljótu bragði virðist liún ekki svaraverð. En ef betur er að gáð, er hún þó nokk- urt íhugunarefni. Hvers vegna tók The Icelandic Canadian þessa grein athugasemdalaust — og í hefti það, sem helgað er lýðveldisstofnuninni 17. júní 1944 í þokkabót? Sjálfsagt er það af ógætni eða ónærgætni, og ég geri mér ekki í hugarlund, að ritstjórnin hafi verið greinarhöfundi sam- 58 SYRPA

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.