Syrpa - 01.03.1947, Side 25
ekki nálægt þessu, gerðu ekki þetta, gerðu hitt.
En þrátt fyrir allt gengur börnunum ekkert að
læra þessa háttprýði, sem verið er að kenna þeim
með þessum einstaka áhuga og elju. Sannleikur-
inn er sá, að allar líkur eru til þess, að þau læri
ekki þessa góðu siði einmitt vegna þessa mikla
uppeldis og stöðugu íhlutunarsemi. Með of háum
kröfum, sífelldum skipunum og áminningum,
spillunr við beinlínis fyrir framförum barnsins.
Eins og áður var bent á, falla skipanir á nrótþróa-
skeiðinu í grýttan jarðveg. En auk þess hafa vís-
indalegar rannsóknir leitt í ljós, að það er ekki
lrægt að flýta fyrir þroska barnsins, svo að neinu
verulegu gagni komi. til frambúðar. Það bezta,
senr uppeldið getur gert, er að fylgjast með hin-
unr eðlilega þroskahraða barnsins. Það er því
ekkert unnið við það að byrja of snenrnra að
kenna barninu. Aðalatriðið er að barnið sé til-
búið til að taka við kennslunni. Ef til vill væri
mögulegt að ala barn upp þannig, að það „kunni
sig“ þriggja ára gamalt. En hver vildi í raun og
veru eiga svo óeðlilegt barn? Manni dettur þó
stundum í hug, að slíkt hljóti að vera heitasta
ósk sumra foreldra, ef dæma skal eftir framkomu
þeirra við bömin, þegar gestir eru nálægt. En
væri ekki skemmtilegra og eðlilegra að láta sér
til dæmis nægja að fá hýrt bros hjá þriggja ára
telpuhnokka í kveðjuskyni, heldur en að láta
hana rétta' okkur hendina sárnauðuga og óá-
nægða á svipinn eftir stinrpingar við móður sína?
Við megum ekki ætlast til þess, að þriggja ára
barn hafi tamið sér þá framkomu og siðprýði,
sem rétt væri að búast við af sex ára gömlu barni.
Engum dytti í hug að reka þriggja mánaða barn
til þess að fara að skríða.
Uppalendur ættu að gefa því meiri gaum,
hversu margt það er, sem börnin læra án þess að
þeim sé beinlínis kennt það. Hver kennir böm-
unum til dæmis að blóta? Tæplega tekur nokkur
slíkt að sér. Þó læra börnin það og oftast nokkuð
snemma. Hvers vegna læra þau það? Fyrst og
fremst vegna þess, að þau heyra fullorðna fólkið
blóta. Þau lierma eftir og finnst það æði merki-
iegt og fullorðinslegt. Flest vilja þau verða „stór“
sem fyrst og reyna því eftir megni að haga sér
eins og fullorðið fólk gerir. Væri ekki ráðlegt að
ganga á þetta lagið og hagnýta eftirhermuhvöt
bamsins betur og beina henni inn á æskilegri
brautir? Kurteisi og háttprýði alla tileinka börn-
m sér áreiðanlega bezt, ef slík framkoma er
fyrir þeim liöfð að staðaldri. Við ættunr því að
syrpa
treysta meir á hana senr uppeldisaðferð en fyrir-
skipanir og áminningar.
Okkur hættir til að setja of margar og kröfu-
harðar reglur, áminna börnin og skipa þeim
fyrir of oft, og meina allt of lítið með öllu sam-
an. í rauninni ætlumst við ekki til, að börnin
geti gert nærri allt, senr við krefjumst þó af
þeinr í orði. Barnið lærir því fljótt, að það er
ekkert að marka helminginn af skipunum okkar.
Hvernig eiga þau þá að vita, hvenær okkur er
alvara? Þegar mest á ríður, halda þau ef til vill
að ílrlutun okkar sé einhver af þessum meining-
arlausu duttlungum. Við verðum að stilla kröf-
um okkar í hóf og samræma þær þroska barns-
ins á hverju aldursskeiði. Annars verða þær óhjá-
kvæmilega að vettugi virtar, livort sem barnið
liefur náð þroska til að framfylgja þeim eða
ekki. Aðalatriðið er, að láta sem allra minnst
bera á yfirráðum okkar og vilja, enda þótt sjálf-
sagt sé að við höldum í taumanna og ráðunr
ferðinni. Það er nauðsynlegt og sjálfsagt að beita
dálítilli „kænsku“ við þessa litlu óvita. Lítils
iiáttar breyting á orðalagi okkar getur riðið
bagganruninn og breytt gersamlega viðhorfi
barnsins á mótþróaskeiðinu til vilja okkar. Oft
gefst vel að gefa dauðum hlutum vald, skella
til dæmis skuldinni á klukkuna og segja: „Nú
er kominn tínri til að hátta“ eða „Nú er konrinn
tími til að borða“, og konrast þannig hjá að
blanda persónulegum vilja okkar inn í þessar
sjálfsögðu athafnir. Uppástungur eru einnig
nriklu happadrýgri en hinar margumtöluðu og
óvinsælu beinu skipanir. í stað þess að segja:
„Farðu niður í kjallara að leika þér, svo að þú
sért ekki að þvælast fyrir mér, meðan ég er að
ganga frá í eldhúsinu“ —, er ólíkt snjallara að
dulbúa ósk sína lítilsháttar og segja: „Þú ættir
að fara niður í kjallara að leika þér. Þú mátt
hafa tónru kassana, senr eru inni í geymslu. Ég
gæti bezt trúað, að þú gætir byggt fínasta hús
úr þeim, eða kannske skip.“ Með þessu nróti
vekjunr við áhuga barnsins fyrir kjallaranum
og því, sem haxrn lrefur upp á að bjóða. I stað
þess að undirstrika vilja okkar, er miklu betra að
skírskota til áhugamála barnsins.
Gerum vilja okkar sem allra ópersónulegast-
an, gerum kringumstæðurnar þeim mun áhrifa-
ríkari og treystum meir á fyrirmyndina. Minn-
umst þess, að uppeldið er ekki aðeins erfiðast,
þegar barnið er á mótþróaskeiðinu, heldur og
afdrifaríkast fyrir framtíð þess.
/
63