Syrpa - 01.03.1947, Page 26
\
Endurminningar
frú Gythu Thorlacius
um dvöl hennar á íslandi árin 1801 til 1815
Framh.
Vikutíma eftir heimkomu þeirra hjónanna
lagði Wulff kaupmaður af stað á skipi sínu til
Danmerkur, og eins og venja var til, fylgdu sýslu-
maðurinn og verzlunarstjórinn honum eitthvað
áleiðis út fjörðinn.
En nú vildi svo til, á meðan þeir voru í burtu,
að á skall ofsastormur með rigningu og roki, og
má nærri geta hver áhrif það hefur haft á frú
Thorlacius, þar sem mestar líkur voru til, að
maður hennar og verzlunarstjórinn kæmust ekki
lífs af, einir á bát í slíku veðri. Maddama Svend-
sen reyndi að hughreysta frú Gythu með því, að
þeir mundu ekki yfirgefa skipið fyrr en veðrinu
slotaði, en svo bætti hún því við, að „ekki væri
óhugsandi, að þeir neyddust til að halda áfram
til Kaupmannahafnar, fyrst vindurinn stæði af
landi, en þá kæmust þeir ekki heim fyrr en næsta
ár“.
„Tilhugsunin um þetta,“ segir frú Thorlacius,
„varð mér svo óbærileg að ég veiktist af ákafri
hitasótt með hrolli og kölduflogum. Þegar litið
er á allar ástæður, mun víst engan undra, þótt ég
kæmist út úr jafnvægi. Ég var barnshafandi, ný-
komin til landsins, öllum ókunnug og kunni lít-
ið í málinu. Enginn landi minn var neins staðar
á þessum slóðum, jafnvel verzlunarstjórinn var
íslendingur.“ Það hefði að vísu átt að liggja í
augum uppi, að tilgáta maddömu Svendsen var
næsta ólíkleg, því ekki kom til mála annað en að
Wulff kaupmaður léti skipið snúa aftur heldur
en að eiga það á hættu að verzlunarstjóri hans
yrði fjarverandi allan veturinn. En frú Thor-
lacius áttaði sig ekki á þessu, því ímyndunaraflið
bar hana ofurliði. „Af því að maddama Svendsen
sá hvað mér leið, bauð hún mér inn til sín (en
þangað kom ég annars aldrei), og tók ég því feg-
ins hendi. Allan þennan langa dag var ég þarna
yfirbuguð af angist, þangað til seint um kvöldið,
að maðurinn minn kemur allt í einu inn! Á
augabragði snerist allur ótti og ill líðan í ljóm-
andi gleði. En þótt svona vel tækist til, þá höfðu
þeir félagarnir samt verið í mikilli liættu. Þeir
áttu móti miklum stormi að sækja, og auk þess
höfðu þeir misst aðra árina. Um síðir náðu þeir
landi eftir mikla erfiðismuni, en þó ekki á lend-
ingarstaðnum, svo að þeir urðu að brjótast heim
í myrkri og kulda.“
Nokkrum dögum seinna fluttu sýslumanns-
hjónin frá bújörðinni Eskifirði inn í kaupstað-
inn, sem ber sama nafn, og liggur spölkorni utar.
Verzlunarstjórinn lánaði þeim íbúð sína með því
skilyrði, að þau seldu honum fæði. Enda þótt
þetta húsnæði væri ekki nema ein stofa og lítið
herbergi, þá var það stórum betra en hitt, sem
þau höfðu liaft, og í tilbót fylgdi því viðunan-
legt eldhús.
Skömmu eftir flutninginn, snemma í nóvem-
bermánuði, bar það við einn dag, þegar sýslu-
maðurinn var staddur inni í Eskifirði, að þangað
kom hópur af kaupmönnum, verzlunarstjórum
og búðarþjónum frá Seyðisfirði, Vopnafirði og
Eyjafirði. Þeir höfðu frétt að „ung og skemmti-
leg, dönsk hjón“ væru flutt þangað og langaði nú
til að kynnast þeim.
Frú Thorlacius hafði ekki komið til hugar, að
hún fengi að sjá nokkurn danskan mann fyrr en
næsta ár, svo að hún ætlaði ekki að trúa sínum
eigin eyrum, þegar maður hennar kom heim og
sagði henni tíðindin og það með, að allir gestirn-
ir væru komnir inn til verzlunarstjórans til þess
að hafa fataskipti og hressa sig eftir ferðavolkið.
Hún tók nú að velta því fyrir sér, á hverju hún
ætti helzt að gæða gestunum, því að á Islandi er
það jafnan mikið vandamál. í sama mund og gest-
64
SYRPA