Syrpa - 01.03.1947, Side 13
Fyrir það fyrsta lieitir á íslenzku: í fyrsta lagi.
Að fyrirbyggja er mjög almenn dönskusletta og
virðist ætla að verða þaulsætin í málinu. Ur nógu
er þó að velja: koma í veg fyrir, girða fyrir, af-
stýra, hindra.
Að slá e-u föstu er notað í margvíslegum sam-
böndum. Athugið, þegar þessi sögn leitar á ykk-
ur, hvort ekki ma segja: telja vist, telja óyggj-
andi, festa, fullyrða, staðhœfa.
Gamaldags er á íslenzku fornfálegur, fornleg-
ur, úreltur; gamall í liáttum.
Að ganga inn á e-ð (stundum gangast) sést næst-
um í hverju dagblaði. íslenzkan er: fallast á (e-ð);
ganga að (skilmálum), samsinna (e-u).
Að ganga út frá e-u: Ef til vill er erfitt að losna
við sögnina úr íslenzku að fullu, en oftast má not-
ast við: ganga að vísu, gera ráð fyrir, miða við.
Að halda til (á e-m stað) heitir á íslenzku að
dveljastf hafast við.
Hinir ýmsu: greinir verður ekki notaður svo
í góðri íslenzku.
Að hafa með e-ð að gera er nokkuð algengt í
blöðum og tali, þ. e.: eiga hlut að e-u, hafa af-
skipti af e-u.
Við lýði er afbökun úr dönsku: vedlige; í stað
að vera við lýði (líði) má oftast nær segja: vera
til, vera þekktur, tíðkast.
Af dönskum uppruna er það, þegar orðið sól
er látið tákna sama sem sólskin, t. d. „sól var í
Englandi í gær“, eins og nýlega stóð í dagblaði.
Frá toþpi, til táar heitir auðvitað á íslenzku:
frá hvirfli til ilja.
Útselt (á samkomuna) stendur oft í auglýsing-
um og frásögnum í blöðum. Uppselt er rétt ís-
lenzka.
Það kemur út á eitt er lirein danska, en heitir
á íslenzku: kemur í sama stað niður, ber að sama
brunni.
Velunnari. Varla verður litið svo í blað, að
ekki séu nefndir velunnarar einhvers félags,
stofnunar eða manns. Þetta er dönskusletta, og
er um margt að velja í ísl.: góðvinur, hollvinur,
vinur, vildarmaður, unnandi, stuðningsmaður.
Sögnin að yfirvega ætlar að verða lífseig í ís-
lenzku. Heitir á góðu máli að íhuga, liugleiða.
Yfirfljótanlegur er á íslenzku: ærinn, kapp-
nógur, meira en nógur.
í síðasta blaði var meinleg prentvilla á bls. 5 í v. dálki, 9.
línu að neðan: snertir í stað merhir.
Hann brást trausti
kjósendanna
Hér fer á eftir brot úr þingbók þjóðfundar-
ins 5. júlí 1851, (tekið upp úr „Tíðindum frá
þjóðfundi íslendinga árið 1851“):
„Forseti gat þess, að hér væru ekki á þingi
tveir af hinum þjóðkjörnu þingmönnum, annar
hjeraðslæknir Gisli Hjálmarsson frá Suðurmúla-
sýslu, en annar Loptur bóndi Jónsson úr Vest-
mannaeyjum.
Viðvíkjandi Lopti bónda afhenti fyrsti þing-
maður Rángvellinga forseta bréf nokkurt, og
óskaði að lesið væri; las forseti það með þings-
ins samþykki, og er það þannig látandi:
,,Af því við vottanlega getum sannað, að þér
hafið stutt að útbreiðslu hins svonefnda mor-
móniska trúarflokks liér á eyjunni, og afþví við
viljum ekki gefa okkar atkvæði til þess rnanns,
sem ekki játar þau í félaginu viðteknu trúar-
brögð, þá aptur köllum við hér með það kjör-
bréf, sem þér 24. d. maímán. í fyrra fenguð, til
að vera þjóðfundarmaður Vestmannaeyja, undir
eins og við getum þess að sá sjötti af yðar kjós-
endum, Runólfur Magnússon, er tepptur á fasta-
landinu, og hefur ekki getað komist til eyjar-
innar á nokkru tímabili.
Þetta viljum við kunngjöra yður til nauðsyn-
legrar eftirréttingar, að þér þurfið ekki að gjöra
yður ómak né kostnað að mæta á þjóðfundi Is-
lendinga, er haldast á 4. d. júlímán. næstkom-
andi í Reykjavík.
Vestmannaeyjum dag 28. maímán. 1851.
Abel H. Jónsson. J. Einarsson. M. Austmann.
Gísli Jónsson.
Til sáttasemjara og meðhjálpara mr. L. Jóns-
sonar.“
Svona fóru þeir að.
s YRPA
51