Syrpa - 01.03.1947, Qupperneq 11
BJARNI VILHJÁLMSSON, cand.mag.:
ÍSLENZKT MÁL
DÖNSKUSLETTUR
Ekki varð hjá því komizt, að dönsk orð, orð-
tök, talshættir og skipan orða og setninga leituðu
fast á íslenzkt mál, meðan Danir réðu hér lögunr
og lofurn. Mest gætti þessara dönsku málsáhrifa
t guðsorði, bréfum og dómum, einkum frá því
á siðaskiptatímanum og fram á 19. öld. Rangt
væri þó að dæma íslenzku þessa tíma eingöngu
eftir guðsorðabókum eða embættisbréfum og
skjölum. Á þessum öldum var það tízka lærðra
manna um alla Evrópu norðanverða að forðast
einfalt og óbrotið rnálfar, en vefja hugsunina í
nriklar og þungar umbúðir. Islenzkir rithöfund-
ar voru margir börn sinna tíma að þessu leyti. En
beztu rit frá þessum öldum og jafnframt þau, er
mest áhrif höfðu, eru á furðanlega hreinu íslenzku
máli, innviðir málsins eru þar algerlega ófúnir,
þó að nokkrar slettur sjáist á efra borðinu. Nægir
í jrví skyni að minna á nöfn Odds Gottskálks-
sonar, Hallgríms Péturssonar, Stefáns Ólafsson-
ar og Jóns Vídalíns. Rétt er einnig að geta þess,
að þau rit, er mest misbuðu málinu, svo sem
fyrstu sálmarnir á siðaskiptatímanum, gleymd-
ust fljótlega án þess að hafa nokkur áhrif á tung-
una. Sálrnar þessir eru fremur sönnun um ágæti
tungunnar en eymd hennar á þessum tímum,
því að þeir gátu ekki samlagazt henni, vegna þess
að hún var þrautþjálfað bókmenntamál. Við höf-
um litlar beinar lieimildir um, hvernig fólk-
ið talaði þá. En við vitum nokkurn veginn, hvað
jrað las og hafði nrestar mætur á. Á þessunr tíma
iðkar öll alþýða manna og fjölmargir lærdóms-
menn sagnalestur og kveðskap í gönrlum, þjóðleg-
unr stíl og varðveitir þannig lítið breytt það mál,
er glæsilegustu bókmenntir þjóðarinnar voru
skráðar á. Mestu skáld og andans nrenn þessa
tínra voru mæta vel að sér í fornunr, íslenzkunr
fræðunr. Góð dæmi unr alþýðlegan frásagnarhátt
frá þessum öldum, óspilltan af lærdómsstíl tíðar-
andans, eru tvö ævintýri, sem skrásett voru af
íslendingum á öndverðri 18. öld (sjá Lestrarbók
Sigurðar Norðdals, 1. útg., bls. 80—86). Þar er
skipun orða og setninga mjög áþekk því, sem hún
er í gullaldarritum okkar, og aðeins örfá orð,
sem við viljum ekki kannast við nú sem boðlega
íslenzku (svo sem mektugur, jagt og nokkur
fleiri).
Á þessum tíma var erfiðara en síðar varð að
forðast erlend málsáhrif. Lengst af skorti „þau
greindarvísindi, er vel máttu skilja satt frá ó-
sönnu“, eins og Jón Espólín kemst að orði um
17. öldina. Málvísindin stóðu þá á svipuðu stigi
og raunvísindin. Hugmyndir manna um „hreint
mál“ hlutu því að verða nokkuð aðrar en nú
gerist. Nokkrum sinnum verður þess þó vart,
að menn hugsa sjálfrátt um tign móðurmálsins,
og skulu hér nefnd nokkur dæmi þess.
Guðbrandur biskup Þorláksson reri að því
öllum árum að festa nýjan sið í sessi. Hann leit
allar kaþólskar leifar óhýru auga og taldi því
ýmsar gamlar vísur og kvæði, ekki sízt rímur
ókristilegs efnis, ónytsamlegan hégóma. En hann
viðurkennir samt „þá málsnilld og það skáld-
skaparlag“, sem „þeir enu gömlu forfeður vorir“
hafa „elskað og iðkað“. „Þetta norrænumál“ seg-
ir hann „hefur forprís frarn yfir mörg önnur
tungumál, það vér af vitum, í skáldskapar mál-
snilld og kvæðahætti, hvað sannlega er ein guðs
gáfa þessu norræna máli veitt og gefin; liverja
enn þó margir misbrúki, þá er það þeina synd
og skuld, sem það gjöia, og er hún þar fyrir
ekki lastandi, heldur ættu menn að neyta henn-
ar svo guði megi til þóknunar og lofgerðar vera.“
Hann rís öndverður gegn eldri lútherskum sálm-
urn, er brutu í bága við íslenzkar bragreglur og
málfar, og telur „mjög misráðið og ólaglegt að
vanda veraldlegar vísur og önnur ónytsamleg
kvæði með mestri orðsnilli og mælsku, sem mað-
ur kann helzt, en hirða ekki um að vanda það,
sem guði og lians lofgjörð til kemur“. En það
s YRPA
49