Syrpa - 01.03.1947, Side 29

Syrpa - 01.03.1947, Side 29
hafði eftirlátið ísfjörð kaupmanni jörðina Eski- fjörð, sem stjúpa hans, maddama Svendsen, hafði selt Thorlaciusi. Hún hafði flutt sig þangað um vorið úr kaupstaðnum og bjó nú á parti af jörð- inni með dóttur sinni. „Seint í september,“ heldur frú Thorlacius áfram, „var skipið ferðbúið, og faðir minn varð að fara. Maðurinn minn var þá ekki heima. Hann hafði farið í embættisferð upp á Hérað, og nú skall á hríðarveður með frosti. Hann var búinn að vera í burtu á þriðju viku, og ég hafði ekkert af honum frétt. Skilnaðarstundin við föður minn elskulegan varð ennþá þungbærari af því að svona stóð á. Tilhugsunin um það, að maðurinn minn yrði úti á fjöllunum, greip mig ofsatökum, — mér fannst ég ekki geta afborið það! Eitt kvöld, skömmu eftir að faðir minn var farinn, sat ég á tali við bónda nokkurn, og var að fara þess á leit við hann, að hann tækist ferð á hendur upp á Hérað til að spyrjast fyrir um manninn minn, þá opnast dyrnar, og ég veit ekki fyrr til en að hann stendur þar sjálfur, alsnjóugur og í sveitabún- ingi! Hestinn hafði hann neyðzt til að skilja eftir vegna ófærðar, og frakkinn varð honum ekki til annars en trafala, þessvegna var hann í þessum klæðnaði. Það voru vatnavextir, sem tafið höfðu för hans; smærri árnar hafði hann vaðið. Ósköp- um öllum af lausamjöll hafði kingt niður, og hafði hann orðið að bjargast við Jrrúgur til þess að komast leiðar sinnar; þær eru búnar til á þann hátt, að tekinn er sveigur af kvartéli og innan í hann riðað net, venjulega úr leðurólum, og er þetta svo fest á fótinn með reimum, sem fléttaðar eru úr þvengjum; Jjannig er hægt að komast leið- ar sinnar án þess að kafa snjóinn, sem annars nær oft í mittisstað. Nú birti í huga mínum, ég þurfti ekki lengur að horfa ein og yfirgefin fram á lang- an og dimman vetur.“ Á þessu sumri hafði frú Thorlacius meiri á- nægju af garðinum sínum en árið áður, |)ó að gagnið yrði lítið. Af því að garðrækt var nýlunda á Islandi og þótti tíðindum sæta, fréttist þetta víða; lét þá landbúnaðarfélagið skoða garðinn og veitti frú Gythu silfurorðu. En eins og áður er sagt, kom frostið og hríðin að óvörum, áður en búið var að taka upp úr garðinum, enda höfðu aðrar og alvarlegri áhyggjur dregið athygli frú Gythu frá þessu starfi, svo að öll uppskeran fór forgörðum eins og fyrra árið. Framh. Samtök kvenna gegn áfengisneyzlu Áfengisvarnarnefnd kvenfélaga í Reykjavík og Hafnarfirði hefur beðið „Syrpu“ fyrir þessa orðsendingu til kvenfélaga um land allt: í bréfi okkar 12. desember s. 1. fórum við þess á leit við kvenfélög landsins, að þau 1. beiti sér gegn því, að áfengi sé um hönd haft á sam- komum. 2. uppörfi ungar stúlkur til að bindast samtökum um að dansa ekki við drukkna menn, 3. myndi með sér samtök á svipaðan hátt og hér hefur verið gert, þar sem staðhættir leyfa, 4. að einstök félög og félagasamtök taki undir áskoranir nefndarinnar til Alþingis og ríkisstjórnarinnar og sendi jafnframt bæjarstjórnum eða hreppsnefndum í nágrenni sínu tillögur til úrbóta, þar sem þörf gerist, og 5. að þau félög, sem ekki hafa sent undirskriftalista sína, geri það sem allra fyrst. Loks var mælzt til þess, að félögin sendu nefndinni tilkynn- ingu um allar framkvæmdir og fundarsamþykktir þessu máli viðvíkjandi, jafnóðum og þær eiga sér stað, til þess að hægt verði að afla um það vitneskju í heild, er kvenþjóðin leggur til þessa máls. Svar hefur nú borizt frá mörgum félögum, og þökkum við góðar undirtektir þeirra. Eitt þessara bréfa hljóðar svo: „Ég hef meðtekið tillögur og áskoranir Áfengisvarnar- nefndar kvenfélaga í Reykjavík og Hafnarfirði, ásamt bréfi og lögum nefndarinnar. Ég boðaði til fundar í Heimilisiðnaðarfélaginu 4. janúar s. 1. og boðaði ennfremur á þann fund formann Ungmenna- félagsins og formann Karlakórsins hér i hreppi, sömuleiðis sóknarprestinn. Málið var lengi rætt, og virtust allir sammála um að hefja þyrfti baráttu gegn áfengisböli þjóðarinnar. Að lokum voru lesnar upp og samþykktar svohljóðandi tillögur: „Fundurinn samþykkir að taka upp eindregna baráttu gegn áfengisnautn á samkomum í Bólstaðarhlíðarhrepjri og felur því formanni félagsins að snúa sér til stjórnar Ungmennafélagsins og Karlakórs hreppsins og skora á þau félög að samþykkja samskonar stefnu. Jafnhliða kýs fund- urinn þriggja kvenna nefnd til samvinnu við væntanlegar nefndir frá þessum félögum til frekari aðgjörða í þessum málum. Fundurinn ljýsir sig í höfuðatriðum sammála tillögum Áfengisvarnarnefndar kvenfélaga í Reykjavík og Hafnar- firði. Fundurinn samþykkir að beina því sérstaklega til Áfeng- isvarnarnefndarinnar að mótmæla því, að nokkur þegn hins íslenzka ríkis, æðri eða lægri, liafi sérstöðu í áfengis- kaupum.“ SYRPA 67

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.