Syrpa - 01.03.1947, Side 7
Dr. B J Ö R N SIGFÚSSON:
KVEÐSKAPUR
II. grein um bragfrœði
STUÐLAFÖLL í FERSKEYTLUM
Hárra fjalla frægðaróð
fossarnir mínir sungu.
Það hefur enginn þeirra Ijóð
þýtt á danska tungu.
Svo kvað Þorsteinn Erlingsson um fossana
heima í Fljótshlíð í samanburði við erlent tungu-
tak náttúru og mannamáls. Þegar hann heyrði
mannamál eða fuglaklið á Sjálandi og kunni dá-
vel við hvort tveggja, þurfti hann að rifja upp í
huganum raddirnar heima, hugsa um sérkenni
þeirra, láta þær kalla fram í sér íslendinginn,
finna í hrynjandi þeirra, hvernig á því stendur,
að „íslendingar viljum vér allir vera,“ eins og
segir í orðtaki Fjölnismanna.
Vísan liefst glæsilega í hrifningu og metnaði.
Af ástúð segir skáldið: „fossarnir mínir“. Orðin
eru samhljóðamörg og hrynja lnatt og Jmngt eins
og í fossi. Seinni vísuhlutinn kemur mjúkróma
og íbygginn með hárvissa athugasemd sína. Með
stílbreytingunni frá fyrri hluta til síðari hluta
nær Þorsteinn þeim stíláhrifum, sem snillingar
einir hafa vald yfir. En þjóðarvani hjálpar til.
Ferskeytlan og aðrir lausavísuhættir hafa verið
hafðir til þess um aldir á íslandi að setja fram
tvenns konar geðblæ eða tvö sjónarmið í einni
stöku. Ella mundi smekkur manna hér vera dauf-
ur á stílbreytingar innan sömu vísunnar eða bein-
hnis mótfallinn slíkri sundurgerð.
Orðin falla svo látlaust og nákvæmt að hugs-
uninni í vísu Þorsteins, að enginn liugsar um,
hvernig orðunum er raðað eða hvernig stuðlar
eru settir. Það er hin meðfædda spilld að orða og
ríma svona vel án þess, að nokkur vísvitandi út-
reikningur komist að hjá skáldinu á meðan hann
gerir það. Þannig er hér. En við megum reikna
út, eftir á.
Stuðlar eru þessir: fjall-, frægð-, foss-; Það,
þeirr-, þýtt. Fyrri vísuhluti hefur lágstuðlun, sem
kölluð er, en síðari hlutinn hástuðlun. Stuðlun
eykur ávallt þunga eða áherzlu stuðulorðsins.
Með lágstuðlun hlýtur skáldið því að auka þunga
á orði, sem ella væri lágt og áhrifalítið í braglín-
unni, eins og orðið fjalla gæti þarna verið. Hugs-
um okkur, að ort væri:
IIdrm fjalla hetjuóð
hvitvc fossar sungu.
Þá er L braglínan liástuðluð, sem kallað er, og
orðið fjalla áhrifalítið, ef lesið er með réttri kveð-
andi. En sakir skáldhrifningar jók Þorsteinn með
stuðlun þunga þessa orðs, til þess að enginn róm-
lægð yrði finnanleg í þeim vísuhluta. Orðið mín-
ir gæti orðið rómlágt, en lyftist vegna tilfinning-
ar, sem í því er. Þessi athugun sannar, að engin
tilviljun felst í því, að Þorsteinn lágstuðlaði vísu-
partinn. Breytingin: Hárra fjalla hetjuóð — er
gallalaus bragfræðilega, en mikið mundi glatast
við hana úr vísunni.
Nú fýsir einhvern að vita, livað hástuðlun og
lágstuðlun séu. Um daginn var sagt, að í fer-
skeytlu hefur 1. braglína 4 kveður (= bragliði),
2. braglína 3, en síðan er 3. línan jafnlöng fyrstu
til að ríma móti lienni, og 4. línan er jafnlöng
2. línu til að ríma við hana. Kveður eru annað-
hvort hákveður eða lágkveður. Fyrsta kveða í
línu er jafnan hákveða, hin næsta lágkveða, hin
þriðja hákveða, fjórða lágkveða, alltaf þannig á
víxl. Hástuðlun er, ef báðir stuðlar línunnar
standa í hákveðum, og fær þá síðari hákveðan
snjalla áherzlu:
Það getur enginn þeirra ljóð
Lágstuðlun er, þegar hinn fyrri stuðull línunn-
ar stendur í lágkveðu, og var fyrri vísuparturinn
þar dæmi, fjalla (og mínir) stendur í lágkveðu.
s YRPA
45