Syrpa - 01.03.1947, Blaðsíða 38

Syrpa - 01.03.1947, Blaðsíða 38
Hvernig lízt ykkur á svona dýr, sem standa sjálf? Þau eru búin til úr pappa, og það er svo vandalítið, að ekkert þarf að útskýra mynd- irnar. Æfið ykkur á þessum fyrirmyndum, en búið svo sjálf til aðrar, miklu skemmti- legri. Síðan Handíðaskólinn tók til starfa, hafa margir Reykvíkingar varið frístundum sínum til þess að læra smíðar, teikningu, bókband, tréskurð og alls konar önnur vinnubrögð, bæði til gagns og gam- ans. Víða á heimilum eru nú til fallegir munir, sem gerðir hafa verið í skólanum eða að loknu námi þar. — Hér eru sýndar byrjunaraðferðir við tréskurð, er kennarar skólans telja að hentað Tgeti rúmliggjandi fólki, sem dálítið má á sig reyna. Sem stendur er erfitt að útvega útskurðar- ' áhöld hér á landi, en við þennan skurð er hægtað komast af með beittan tálguhníf og sporjárn.— Við útskurð og flesta aðra handavinnu þurfa sjúklingarnir að hafa borð yfir rúminu. — Það er gaman fyrir kvenfólk að skera út, engu síður en karlmenn. T réskurður 76 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.