Syrpa - 01.03.1947, Síða 5

Syrpa - 01.03.1947, Síða 5
var inn í húsið. En hversvegna hefur gangurinn orðið að skála, og hvert er fyrirhugað notagildi skálans? Eg býst við að fyrsta orsökin til skálans sé ósk um rúmgóða forstofu. Þessi ósk liefur vafalaust vaknað strax, þegar fólkið var flutt inn í íbúðina með þrönga ganginum, án þess þó að menn hafi gert sér fyllilega Ijóst hvað að var. Síðar, eftir að forstofan var farin að rýmkast, komu sumir gallar íbúðarinnar betur fram en áð- ur. íbúðirnar voru venjulega með nokkuð jafn- stórurn herbergjum. Þetta hafði það í för með sér, að ekkert herbergið öðru fremur laðaði fólk- ið til félagsskapar. Það var því oftast undir duttl- ungum komið, og síðar vana, hvert herbergið varð fyrir valinu. En svo kom hin rúmgóða for- stofa, og fólkið fór í raun og veru að nota hana sem einskonar miðstöð íbúðarinnar, því að hana vantaði. Með tímanum fór lítið kaffiborð að koma fram í forstofuna, sumir fóru jafnvel að borða hádegismatinn þar. En nú þurfti forstofan að stækka ennþá meira til þess að geta uppfyllt þessar nýju kröfur, sem gerðar voru til hennar, og þannig varð gangurinn að skála. Óskir fólksins í sambandi við skálann eru heil- brigðar og eðlilegar, en sú lausn á málinu, sem maður sér almennt fyrir sér, er að sama skapi ó- heilbrigð og léleg. Við skulum nú snúa okkur aftur að í- búðinni á mynd nr. 1, og athuga nánar, hvers virði þessi skáli er, og hvernig íbúð- in sem heild innir hlutverk sitt af hendi. Það, sem sérstaklega einkennir þessa gerð íbúða er það, að íbúðin er óskipt, þ. e. frá anddyri á maður jafngreiðan gang að öllum herbergjum íbúðarinnar. Þetta hefur í för með sér, að í skálanum mæt- ast allir, sem leið eiga um íbúðina, að undanteknum þeirn, sem flytja sig á milli stofanna þriggja. Hér ægir öllu saman, vinnukonunni með steikarfötin, veizlu- klæddum gestum og svo kemur nráske náttfataskrýddur sjúklingur, sem er að staulast úr rúminu og fram á klósett. Mér er nær að halda, að allir þessir aðilar vildu fá að vera í friði hver fyrir öðrum. Möguleikar á sjálfstæðu lífi eru vart fyrir hendi, því ef einhver ætlar að hliðra sér hjá gestum og gangandi, er hann orðinn að fanga í sínum eigin klefa. Ég vildi gjarnan biðja þá, er þetta lesa, SYRPA að taka mjúkan blýant og draga fríhendis strik styztu leið milli allra dyra, sem liggja að skálan- um, þannig að strik gangi úr hverjum dyrum í allar hinar. Þessi strik samsvara þeim ganglínum, sem verða í skálanum og gefa þannig ágætis hug- mynd um til hvers skálinn er nýtur. Þegar lokið er að draga strikin, getur það orðið hugarþraut á borð við 50 kr. krossgátu að finna gólfflöt, sem hentugur væri fyrir stólana fyrir framan arin- eldinn. Það, sem þá er eftir af kostum skálans, er að hann gefur aukið rými eða loft í íbúðina. I þessu tilfelli hefur höfundurinn þó að öllum líkindum verið orðinn hálfhræddur við sjálfan sig og stærð skálans, því að það er rétt með harmkvælum, að liann liefur komið fyrir inngangi í stærstu stofu hússins, en hún er nú líka 5 m2 minni en skálinn með ljós-botnlanga. Hér við bætist, að ekki er nema eitt salerni fyrir þessa stóru íbúð, svo að hreinlætið virðist ekki hafa verið apað eftir Ameríkananum. Svo eru að síðustu gerðar tilraunir til að hylja alla galla íbúðanna með kamínum, bogagluggum, smáum rúðum og öðru dóti, senr dregur að sér athyglina. Sem betur fer eru þó nýjar gerðir íbúða farnar að stinga upp höfðinu, og skulum við í því sam- Suður Bamaherbergl | Bamalrerb| : Ltf B 1 * fí í ii'■ |lBai . '))J 1 1, J-Pvefnherbergii 1 hjdna T Mynd nr. 2. 6 herbergi og eldhús 146m2. Gangar 18 m2. Kvarði 1:150 43

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.