Syrpa - 01.03.1947, Qupperneq 23
VALBORG SIGURÐARDÓTTIR:
Um uppeldismál
Ungfrú Valborg Sigurðardóttir lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum i Reykjavík vorið 1941 og heimspekiprófi
frá Háskóla Islands vorið 1942. Um haustið fór hún til Banda-
rikjanna til þess að nema uppeldis- og sálarfrceði og lauk
meistaraprófi 1946 frá Smith háskóla i Northampton i Mas-
sachuettsriki. Á siðastliðnu hausti tók hún að sér stjórn hins
nýstofnaða Uppeldisskóla Sumargjafar, er veitir frœðslu ung-
um stúlkum, sem taka vilja að sér forstöðu- eða uppeldisstörf
við leikskóla eða barnaheimili.
MÓTÞRÓ ASKEIÐIÐ
Litla barnið, sem fæðist inn í menningarheim
20. aldarinnar, á langa og erfiða þroskaleið ó-
farna. Menningin er orðin óendanlega margþætt
og á ýmsan hátt fjarlæg hinu frumstæða eðli
barnsins. Það er svo margt, sem „á“ að gera og
ennþá fleira, sem „má ekki“ gera. En litla barn-
ið reifaða veit ekkert, kann ekkert. í vöggugjöf
var því þó margt gefið: Alls konar hvatir og
hneigðir, alls konar möguleikar, sem leysa þarf
úr læðing og beina inn á þær brautir, sem barn-
inu sjálfu eru liollastar og æskilegastar þykja af
hálfu þjóðfélagsins. Þessi leiðbeining fellur í
skaut foreldra og annarra uppalenda, sem eru
nokkurs konar menningar- og fræðslufulltrúar
þjóðfélagsins. Þeir eiga að sjá um, að börnin
temji sér þær lífsvenjur, sem hefðbundnar sið-
ferðishugsjónir og lwers kyns kreddur daglegs
lífs krefjast.
Fyrr á öldum var litið á börn sem væru þau
smækkuð mynd af fullorðnu fólki. Vel upp alin
börn áttu að haga sér eins og fullorðið fólk. Því
fyrr, því betur. Kröfur þær, sem þjóðfélagið gerði
öl fullorðna fólksins voru því hyrningarsteinn
alls uppeldis. Þetta viðhorf til barnanna hefur
síðan breytzt smám saman. Nú beinir uppeldis-
fræðin athygli sinni fyrst og fremst að barnssál-
mni sjálfri, þörfum hennar og þroskamöguleik-
um. Börn 20. aldarinnar mega ekki aðeins vera
börn, heldur eiga að vera það, meðan þroski
þeirra krefst þess. Þar með er ekki sagt, að upp-
syrpa
eldisfræði nútímans virði menningarkröfur þjóð-
félagsins að vettugi, eins og márgir virðast álíta.
Því fer fjarri. Þjóðfélagið og menning þess ákveð-
ur, hvað kenna skuli, en þekking sú, er sálarfræð-
in hefur lagt til um eðli og þroska barnsins, gef-
ur leiðbeiningar um, hvernig og livenœr þetta
skuli kennt. Þjóðfélagið ákveður markmiðið, sál-
arfræðin leiðirnar.
Uppalandinn hefur því ávallt (eða ætti að hafa)
í tvö liorn að líta: Annars vegar eru kröfur þjóð-
félagsins, hins vegar er viðkvæm barnssálin. Á-
rekstrar milli þessara tveggja aðila eru óhjá-
kvæmilegir. Starf uppalandans er að miðla mál-
um. í þeim málaferlum er sannarlega oft erfitt
að vera réttsýnn og varast að draga taum annars
hvors aðiljans. Milligöngumanninum, einkum
þeim, sem mest vill vanda sig, hættir oft við að
draga taum þjóðfélagsins meir en góðu hófi gegn-
ir. Veldur því oftast þekkingarleysi á sálarlífi
barnsins og þroskaferli þess.
Eitt af þeirn skeiðum á þroskaferli barnsins,
sem mestum misskilningi veldur, og þar af leið-
andi mestum erfiðleikum í uppeldinu, er liið
svonefnda mótþróaskeið. Verður það því rætt
lítils háttar hér á eftir með tilliti til uppeldisins.
Það er afar algengt, að fólki finnist uppeldið
aðallega fólgið í beinum fyrirskipunum um,
hvað eigi að gera og hvað eigi ekki að gera. Víst
er það, að allir uppalendur grípa meira eða
minna til skipana til þess að aga og siða börn sín.
Við höfum þær ávallt á takteinum. Þær þykja
lrandhægar og fljótvirkar. En sannleikurinn er
sá, að þær eru alls ekki eins fljótvirkar sem upp-
eldistæki og þær eru handhægar. Sízt af öllu eru
þær áhrifamiklar fyrstu fimm árin, þegar okkur
hættir einmitt mest til að nota þær.
Foreldrar og aðrir uppalendur vita, liversu
erfið börnin eru um lengri eða skemmri tíma á
aldrinum milli eins og hálfs árs og fjögurra ára,
61