Syrpa - 01.03.1947, Qupperneq 17
vesturveggnum, fyrir miðju, stóð skrifborðið
með áfastri bókahillu. Á þeirri hillu stóðu aðal-
lega ljóðabækur eftir íslenzka höfunda. Á veggn-
um fyrir ofan skrifborðið var stór ljósmynd af
ömmu og svo smærri myndir í kring, t. d. af Jóni
Sigurðssyni forseta í flauelsramma með bronsuð-
um blómum og einhver ensk skáldvinkona afa
í ramma sömu tegundar, svo og nokkrar fjöl-
skyldumyndir. Lengra til hliðanna voru öðrum
megin stór mynd af Martin Luther og hinum
megin af síra Birni Halldórssyni frá Laufási.
Seinna fékk afi frá Noregi mynd eina mikla af
Olafi konungi helga. Var hún þá sett fyrir ofan
skrifborðið, en myndin af ömmu færð inn í beztu-
stofuna. Þar var og mynd af afa sömu tegundar.
Á milli sófans og skrifborðsins stóð oft þrífætt
smáborð, sem mér stóð hálfgerður stuggur af og
kallaði andaborðið. Þá var spíritisminn nýjung
mikil og merkileg hér á landi, og afi og amma
og margir góðkunningjar þeirra fullir af áhuga,
og ekki var mér þá grunlaust um, að stundum
væri eitthvert „kukl“ í sambandi við þetta borð.
Við norðurvegginn stóðu bókaskápar, í norð-
austurhorninu ofn og við austurgaflinn var líka
bókaskápur. Svo var í kontórnum stór ruggustóll
með strásetu og -baki, og á liann var breitt ljóm-
andi fallegt útsaumað klæði. Þetta var nú kontór-
inn. Hann var eiginlega nokkuð fínn, en ekkert
sérstaklega skemmtilegur nema á stórhátíðum og
tyllidögum, þegar þar var ylur af eldi og sól og
afi eirði að sitja þar og fylla hann lífi.
í beztustofunni voru rauð floshúsgögn, sófi,
stólar og svo borð, eitt nokkuð stórt og hitt var fall-
egt mahogni spilaborð. Gluggar tveir voru á móti
austri. Mörgum árum seinna lét amma bæta við
glugga á suðurgaflinn. í suðausturhorninu var
svokallaður „consolspegill“. I horninu á móti að
vestanverðu var í fyrstu harmonium, því næst
flygill og seinast píanó. Á gólfinu var röndótt á-
breiða, græn með gráum, rauðum og svörtum
röndum. Þessar ábreiður heyrði ég nefndat
„Præstegaardsteppi“. Veggfóðrið í öllum stofun-
um var rósótt, aðalliturinn grænn, en gulbrúnn
í borðstofunni, og í hornunum á beztustofunni
voru mjóir gylltir listar. Loftin var siður að mála
hvít með mislitum bekkjum og blómaflúri. Ég
man eftir svona „skraut“máluðum loftum t. d.
með syndandi svönum og vatnarósum í hverju
horni, og jafnvel „fossum og fjöllum og fann-
bungum, hraunum og jöklunum öllum“. En
heima var þetta mjög í hófi. Á veggjunum voru
nokkrar prentaðar myndir af frægum listaverk-
um, t. d. hinn lieilagi Antonius í leik við lítil
englabörn eftir meistarann Murillo hinnspánska,
önnur fræg mynd af fallegum trjám og riddur-
um, ég man ekki eftir hvern, og svo falleg, lítil
vatnslitamynd eftir frú Þóru Thoroddsen, konu
vísindamannsins Þorvalds Thoroddsen, smá-
myndir af árstíðnm mannsævinnar eftir Tlior-
valdsen, og eins og gengur var svo eitthvað af
fjölskyldumyndum. Gluggatjöld voru livít eða
gulleit úr stífuðu blúnduefni eins og þá tíðkaðist
og allsstaðar voru til yndis og prýði blómin henn-
ar ömmu.
Einar Jónsson myndhöggvari sendi afa tví-
vegis gjafir, sem settu svip á heimilið. Það var
„Móðir með barn“ og Morgunroðinn" (lág-
mynd). Á 80 ára afmæli sínu fékk afi að gjöf frá
vinum í Reykjavík málverk af Eyjafjallajökli
eftir Ásgrím Jónsson.
Stofur í aðaldráttum eins og stofan heima, hús-
gögn með rauðu flosáklæði, rósótt veggfóður,
hvít, stífuð gluggatjöld, consolspegill, röndótt
gólfábreiða eða rósótt „Brysselerteppi", þetta var
híbýlaháttur, sem tíðkaðist mjög seinni hluta 19.
aldar og í byrjun 20. aldarinnar. Svo eins og
ævinlega á öllum tímum fengu híbýlin sinn svip
eftir efnum og ástæðum og persónulegum smekk
íbúanna, sem skapa umhverfi sitt að einhverju
leyti í sinni mynd.
Á milli borðstofunnar og beztustofunnar, sem
var aðalaðsetur og vinnustofa fjölskyldunnar,
voru breiðar dyr með rennihurðum. I horninu
við syðri gluggann stóð stóra, gamla púltið hans
afa. Það púlt var áður í eigu Baldvins Einarsson-
ar. Fyrir mig geymir það ilm endurminninga og
er skemmtilegasta hirzla, sem ég hef kynnzt um
dagana. Púltið stóð á 4 frekar grönnum fótum.
Svo kom afa skúffa, sem jafnframt var skrifborð
með grænu klæði og hólfum til beggja hliða með
renniloki. I miðið var stórt hólf, þar sem afi
geymdi pappír, blek og penna.
Því næst kom ömmu skúffa, með fínu ilmvatns-
lyktinni. Þar geymdi amma sparifötin sín, sjal,
svuntur og slifsi og svo fáeinar gersemar.
Þá kom stóra hólfið með saumadót og prjón-
les o. fl. þ. h. Innst í því voru litlar skúffur með
margvíslegu innihaldi, t. d. skúffa með bréfum
frá börnunum, og skúffa með tölum og hnöpp-
um, hringjum og krókum, sem allir krakkar
höfðu svo gaman af að rusla í. Ofan á stóra hólf-
inu voru 3 skápar, sá stærsti í miðið, hinir tveir
s YRPA
55