Syrpa - 01.03.1947, Blaðsíða 21
niála. En hver veit þó nema viðhorf greinarhöf-
undar eigi sér sterkari ítök hjá innbornum Vest-
ur-Islendingum en fram kemur að jafnaði? Og
oft getur verið lærdómsríkt að kynna sér öfgana.
á hvora hlið, sem þeir eru, því að allir eiga þeir
sér orsakir. Hér kemur greinin í þýðingu:
„Bréf til ritstjórans.
Er stuðlasetning nauðsynleg íslenzkum kveð-
skap?
Grein í 2. hefti 3. árg.# rits yðar, um stuðla-
leysið í kvéðskap á ensku, vakti furðu mína. Mér
hafði dottið þetta efni í hug fyrir mjög löngu
síðan, og þá hafði ég komizt að þeirri niðurstöðu,
að svarsins væri ekki langt að leita. Það er ekki
aðeins, að enskur kveðskapur þurfi ekki stuðla-
setningar við, heldur myndi hún miða að því að
spilla honum. Þetta má sjá á því, að skáldum,
sem yrkja á ensku, liefir ekki virzt þörf á lienni,
ekki einu sinni þeim, sem vandlátust eru um
formið.
(Hér er sleppt kvæðisbroti á ensku.)
Eða reynið þið að ná „blænum“ í Elegiu
(sorgarkvæði) Grays, þegar hún hefir verið reyrð
í fjötra stuðlasetningarinnar. Stuðlarnir myndu
vissulega rýra kvæðið og spilla því, hvað þá held-
ur að það þarfnist þeirra, og eyrað myndi vera
orðið þreytt á þeim að þremur erindum loknum.
Það væri rétt eins og níunda Jiljómkviða Beet-
hovens væri samin í þríundum, liljómasambandi,
sem talið er eitt hið fegursta, en missir skjótt
töfra sína, þegar það er ofnotað.
Þörfin á stuðlun í íslenzkum kveðskap, ef um
nokkra þörf er að ræða, er líklega sprottin af
þeim einkennilega hætti tungunnar, að áherzlan
verður alltaf að hvíla á fyrsta atkvæði hvers orðs,
en hin atkvæðin, hversu mörg sem þau eru,
dragnast á eftir með síminnkandi áherzlu, svipað
því er tónn er vakinn á píanó, fyrst sterkur, en
lækkar síðan, unz hann deyr út með öllu. Þetta
kann að vera orsökin til þess, að málið er svo
lélegt tæki til framsögu, og jafnframt hins, að
það þarf að skreyta sig með öðrum eins fölskum
fjöðrum og stuðlum (sem fljótt má ofnota eins
og þríundirnar) í kveðskap.
íslenzk tunga er ekki aðeins þunglamalegt
tæki, sem örðugt er að nota, heldur eru takmark-
anir hennar ótakmarkaðar (its „limitations are
boundless“ — reynið t. d. að láta þessi þriggja
orða öfugmæli í ljós á íslenzku í færri orðum en
tólf). Einmana íslenzkir ferðalangar, sem komn-
* Á að vera 3. hefti 2. árg.
ir eru langt frá landi sínu, kunna að trúa því, að
hún sé:
„.......ylhýra málið
og allri rödd fegra“ —,
en það eru stórkostlegar ýkjur. íslenzkan er ekki
fögur tunga, nema þegar angurvær heimþra
tengir hana við ánægjulegar minningar. Og frem-
ur öllu öðru er örðugt að láta hugsanir sínar í
ljós á henni.
Sú spurning hefir vaknað í huga mér, hvort
þessir stuðlar í íslenzkum kveðskap séu alveg eins
nauðsynlegir og svo margir vilja vera láta:
„ísland, farsældafrón,
og liagsælda hrímhvíta móðir.“
Er það ekki einnig vani? Og á að knýja hinn
íslenzka skáldfák til þess að halda þessum gangi
um aldur og ævi?
Hugsum okkur Milton yrkja um blindu sína
og leita uppi stuðulorð til þess að fylgja fyrir-
mynd eins og þessari:
„Tommy found his flute had sounded
false — and ground his teeth in rage.“*
Takið ykkur nú til, íslenzku hnoðarar, og
rannsakið, hvað hægt er að gera án stuðlasetn-
ingar, en reynið ekki að koma henni inn í ensk-
an kveðskap, sem fer betur án hennar.
L. F.“
Greinin, sem hleypt liefir L. F. af stað, er eftir
Pál Bjarnason. Hún er um ljóðaþýðingar úr ís-
lenzku á ensku, og heldur Páll því fram, að ís-
lenzk kvæði missi nokkurs í, ef stuðlasetningu er
ekki haldið í þýðingunni. L. F. kveður því ekki
rétt að orði, er hann getur þess einungis, að
greinin sé um stuðlaleysi í kveðskap á ensku. En
ég ætla ekki að fara að eha ólar við það, sem mis-
hermt er hjá honum, né taka upp vörn fyrir ís-
lenzka tungu eða stuðlasetningu í íslenzkum
kveðskap gegn honum. Hins vegar er ef til vill
ómaksins vert að reyna að skýra fyrir sér, af
hverju skoðanir hans í þeim efnum eru sprottn-
ar, þótt þær séu varla til orðnar við vandlega
íliugun. Það kann að varpa nokkru ljósi á, við
hverja örðugleika íslenzk tunga á að stríða í
Vesturheimi.
L. F. virðist kunna skil á hljómlist. Eg vona þó,
* Vilhjálmur Stefánsson gerði þessar ljóðlínur einhvern
tíma sem dæmi um íslenzka stuðlasetningu og rim.
S YRPA
59