Syrpa - 01.03.1947, Side 24
en fáir virðast hafa gert sér grein fyrir, af hverju
þessi ,,óþekkt“ stafar. Við ráðum ekkert við börn-
in á vissu tímabili og fáum helzt ekki annað upp
úr þeim en „nei“ og aftur „nei“. Þau vilja ekk-
ert gera, sem þau eru beðin um. Hvernig sem við
biðjum þau eða skipum þeim, dugir ekkert. Allt
kemur fyrir ekki. Viðskiptin enda stundum með
þeim ósköpum, að börnin stappa í gólfið og reka
upp reiðiöskur eða leggjast jafnvel í gólfið og
sparka þar. Þvílík þrjózka. Við erum alveg í vand-
ræðum og skiljum ekkert í því, hvers konar um-
skiptingur litla barnið okkar er orðið: „Barnið,
sem alltaf var svo þægt“. En þetta er ekki eins
óeðlilegt, því síður einstætt, og við höldum.
Þrjózka og þrákelkni kemur fram á vissu þroska-
skeiði barnsins, sem kallað er mótþróaskeiðið.
Mótþróinn er afleiðing af sjálfstæðis- og vilja-
þroska barnsins og er því í rauninni eðlilegt
þroskafyrirbrigði. Úr því að barnið er orðið eins
og hálfs árs, fer sjálfstæðisþörf þess að láta til sín
taka fyrir alvöru. Barnið krefst þess nú fremur
en nokkru sinni fyrr að fá vilja sínum framgengt.
Eins og við er að búast, brýtur vilji þess hvað
eftir annað í bága við vilja uppalendanna. Á-
rekstrar eru óumflýjanlegir. Þrjózkan og jtetta
sífellda „nei“ barnanna á mótþróaskeiðinu er í
aðalatriðunum eðlilegt fyrirbrigði, en það getur
tekið á sig óeðlilega mynd og gengið út í öfgar og
gerir það því miður allt of oft. Þessi forherðing
mótþióans stafar af uppeldinu: ströngum aga og
sífelldum skipunum, afskiptasemi og óþolinmæði
gagnvart eðlilegri viðleitni barnsins til þess að
verða sjálfstætt og öðrum óháð. Þess vegna verð-
um við uppalendur, að taka á öllu okkar um-
burðarlyndi, lempni og lipurð til þess að hand-
leiðsla okkar verði barninu til góðs á þessu
þroskaskeiði Jress. Aldrei eru skipanii', jákvæðar
eða neikvæðar, verr liðnar né óheppilegri en á
þessu tímabili bernskunnar, að nndanskildu síð-
ari mótþróaskeiði barnsins: kynþroskaskeiðinu.
Skipanir eru eitur í þeirra beinum, sem eru að
streitast við að verða sjálfstæðir. Þessu er okkur
hætt við að gleyma. Sé skipunum beitt úr hófi
fram, skapast erfiðleikarnir, og mótþróinn kemst
í algleyming. Við verðum að taka tillít til sjálf-
stæðisþarfar barnsins og meta liana að verðleik-
um. Við eigum að hvetja sjálfstæðisviðleitnina
en ekki letja. Börnin þurfa að finna að virðing
sé borin fyrir þeim sem einstaklingum. Því að-
eins læra þau að bera virðingu fyrir öðrum og
sanngjörnum óskum þeirra.
62
Uppalandinn verður að hafa það hugfast, að
persónuleiki barnsins og hátterni þess allt er hæg-
fara þróunarlögmáli undirorpið: Barnið hjalar
áður en Jrað talar, situr áður en það stendur, leik-
ur sér eitt áður en það leikur sér með öðrum
börnum,, lætur hugmyndaflugið leika lausum
liala eða „skrökvar“ áður en það einskorðar sig
við sannleikann, er ósjálfbjarga og háð fullorðna
fólkinu áður en sjálfstæðisviðleitni þess gætir til
muna. Svona mætti lengi telja. Allir eiginleikar
barnsins eru háðir lögmálum vaxtar og þroska.
Uppeldið er því fyrst og fremst liandleiðsla, sem
tekur tillit til Jreirra lögmála, er hinn eðlislægi
þroskaferill barnsins er háður.
Mönnum hættir til að álíta, að slík handleiðsla,
sem tekur sérstaklega tillit til eða leitast við að
fylgjast með Jmoska barnsins og fer sér í engu
óðslega, verði ekkert annað en eftirlátssemi og
dekur. En dekur á í engu sammerkt við raunveru-
lega handleiðslu. Dekur er meiningarlaus elt-
ingaleikur við duttlunga barnsins. Handleiðslan
er markviss leiðbeining, sem leitast við að stilla
kröfum uppeldisins í hóf og samræma þær getu
og þroskaleiðum barnsins á hverju aldursskeiði.
Uppalendum hættir ýmist til að gera of miklar
kröfur til barnsins eða of litlar, beita þau ýmist
ströngum og ósanngjörnum aga eða dekra við þau.
Fyrstu tvö æviár barnsins er vanþroski þess og
getuleysi svo augljós, að ekki er um að villast.
Á þeim árum ber því lítið á öfgafullum kröfum
uppalendanna. En rir því að barnið er orðið eins
og hálfs eða tveggja ára, fer málið að vandast, og
kröfurnar keyra þá oft úr hófi fram. Fyrstu til-
raunir barnsins og frumstæð viðleitni til þess að
semja sig að siðum fullorðna fólksins er oft of
hátt metin. Foreldrarnir eru til með að ætlast til
þess að barnið fari að borða eftir öllum „kúnst-
arinnar" reglnm, strax og það fer að bera það
við að mata sig sjálft. Og jafnskjótt sem barnið
fer að sýna viðleitni til að hneigja sig eða heilsa
með handabandi, virðast Jaeir ætlast til Jress, að
þau hafi tamið sér þennan sið fullkomlega og
muni alltaf eftir að haga sér eftir því. Minnug
þess, að hamra skal járnið meðan Jrað er heitt,
taka nú foreldrarnir til óspilltra mála að siða
börnin og reyna að kalla þessar dyggðir fiam hjá
þeim: „Borðaðu nú fallega", „Réttu manninum
hendina“, „Ætlarðu ekki að hneigja þig“. Allan
daginn hljóma áminningarnar fyrir eyrunum á
blessuðum börnunum, tveggja, þriggja og fjög-
urra ára gömlum: Snertu ekki á þessu, komdu
s Y R p A