Syrpa - 01.03.1947, Page 19
íslenzk
heimilismenning
Það voru mikil viðbrigði fyrir
íslenzku þjóðina, þegar þorri henn-
ar fluttist á fáum áratugum úr
hreysum i mannabústaði. Engin
furða var, þótt hitt og annað færi
í handaskolum við þau umskipti,
enda erum við nú óðum að átta
okkur á ýmsu, sem betur hefði
mátt fara, ekki sízt að því er innan-
hússbúnaðinn snertir.
Fegrun heimilanna er mikils-
verður þáttur í menningarlífi þjóð-
anna. Hvert land ber að vissu leyti
sinn sérstæða heimilissvip, þó að
hans gæti að jafnaði. meira í sveit-
um en í bæjum. Frá þessu sjónar-
miði erum við íslendingar ekki
enn orðin sjálfstæð þjóð. Heim-
ilin okkar eru að mestu leyti að-
keypt. Flestir munir, sem við höf-
um í umhverfi okkar, eru annað-
hvort útlendir, eða gerðir eftir út-
lendri fyrirmynd. Þeir eru okkur
svo ósamgrónir, að margir þeirra
hafa ekki einu sinni hlotið heiti
á tungu okkar. Upp á síðkastið
hafa flutzt hingað frá Englandi og
Ðanmörku ógrynni af húsgögnum
þess fólks, sem styrjöldin lék hart.
Þar á meðal eru margir dýrindis
munir, sem gleðja augað, en verða
íslenzkri menningu aldrei neins
virði, vegna þess að þeir eru ekki
upp af henni sprottnir.
Að visu hefur undanfarið dálítið
borið á viðleitni, er að því miðar
að bæta nokkuð úr þessu með því að taka upp heimilisiðnað,
svo sem útsaum, vefnað og útskurð eftir fornum, íslenzkum
fyrirmyndum, og er þetta til mikillar prýði á mörgum heim-
ilum. Þó verður slík skreyting að vera í hófi, ef vel á að fara,
því að hætt er við, að hún stingi i stúf við hin nýju Ijíbýli og
annarleg húsgögn. Og frernur er það fátæklegt af kynslóð, sem
hefur á að skipa margfalt fleiri listamönnum en nokkur önn-
ur, sem landið hefur byggt, að vera á þessu sviði upp á forn-
aldar- og miðaldamenningu þess komin eða þá menningu ann-
arra þjóða. Það er kominn tími til þess fyrir okkur að standa á
eigin fótum, og virðist þá sjálfsagt að taka þráðinn upp þar,
sem hann slitnaði á niðurlægingartímanum. Því fer betur, að
dálítið er farið að votta fyrir nýjum leiðum. Nokkrar til-
raunir hafa verið gerðar til að finna hentugt form húsgagna;
hannyrðaverzlun í Reykjavík hefur á boðstólum nýstárlega
uppdrætti af innlendum fyrirmyndum, og út hafa komið
nýlega tvær hannyrðabækur, er miða að sama marki. En
miklu fleiri þurfa að leggja hönd á plóginn, ef von á að vera
um viðunanlegan árangur.
„Syrpa" vill af fremsta megni stuðla að slíkri viðreisn.
Þessvegna spurði hún hinn ágæta teiknara, Jörund Pálsson,
hvort hann vildi gera uppdrátt að veggábreiðu á þeim
grundvelli, sem að framan grcinir. Svar hans var þessi
skemmtilega mynd. Eins og menn sjá, þá er þar í fáum drátt-
um sýnd saga íslenzkrar sjósóknar frá landnámstíð til okkar
daga. Myndin er hentug til útsaums, vefnaðar og útskurðar,
og hver einstakur reitur hennar er sérstök heild, er nota má til
skreytingar minni hluta. Uppdrátturinn, útbúinn til gobelin-
eða krosssaums og vefnaðar, mun verða birtur í blaðinu smátt
og smátt, eftir því sem rúm leyfir, og kernur fyrsti hlutinn í
næsta hefti. Jörundur hefur annan uppdrátt á prjónunum, er
ekki sýnist ætla að verða síðri þessum, og verður hann næstur
í röðinni.
SYRPA
57