Syrpa - 01.03.1947, Side 8
Aldrei mega tveir stuðlar í braglínu standa í lág-
kveðum, og aldrei má höfuðstafur það.
Eins konar lágstuðlun er fallstuðlunin. Þar
stendur síðari stuðulf í lágkveðu, svo að kveð-
andin lætur fallast af hákveðustuðlinum niður á
iáofkveðustuðulinn eins osr foss fellur á stöllum.
o o
Þetta eru dæmi um fallstuðlun í báðum vísu-
helmingum:
Kvikt er valla um sveit né sjá,
svo að kalla megi;
raddir allar þagna þá,
þegar hallar degi.
Ekki er nóttin leið né löng;
landið rótt þar bíður,
meðan hljótt að sœvar-söng
Sól um óttu ríður.
Þetta er úr Lágnætti Þorsteins Erlingssonar, en
hátturinn skal ekki ræddur meira að sinni, því að
hann er hringhenda og ekki ferskeytlan óbreytt.
Lágstuðlun Þorsteins er kliðmjúk sefun á hörku-
stæling innrímsins þarna. En í list og lunderni
•Bólu-Hjálmars eykur fallstuðlun tíðast á hörk-
una, eins og dæmi úr vísum lians sýna hér:
Enginn dagur svo er seinn,
að sé honum neitt til tafar,
styttir hver um einn og einn
áfanga til grafar.
Von er, að hræsnin hati mig,
höfum við reynt að glíma;
nú er fyrir þreytta þig
að þola lítinn tíma.
Víst er skárra það en þögn
þessi rakki gelti.
Kannski sannleiks úr því ögn
eiðurinn síðar smelti.
Fyrsta vísan leggur með stuðlun áherzlu á
miskunnarleysi ellinnar og dauðans, önnur vísa
er ávarp á hræsnina, „þreytta þig,“ sem bíður þess
óþolinmóð, að skáldið deyi. Þriðja vísan er árás
á mann, sem Hjálmari þótti bera hálflogið vitni
í sakamáli fyrir rétti og vonaðist til að leiðrétti
framburðinn, þegar af honum yrði heimtuð stað-
festing með eiði. Að smelta er að bræða. Það er
gamalt og gott íslenzkt orð, sem menn útrýmdu
46
á 19. öld af ímyndun um, að uppruni þess væri
danskur. Fyrirlitxring Hjálmars á „rakka“ þessum
og frásögn (— gelti) hans hxýtur út úr honum í
þessari fallstuðlun: það en þögn .... lír því ögn.
Sýnt hefur verið í dæmum, hve lágstuðlun og
fallstuðlun geta farið vel og náð ýmsum tilgangi
í stílnum. Þau stíláhrif eru oftast sterkari, ef t. d.
fallstuðlun er í báðum vísuhelmingum, heldur
en verður, þegar fallstuðlun og lágstuðlun eða
hástuðlun eru hver innan um aðra. Ekki vil ésr
o
mæla með því, að sótzt verði eftir að hafa þess
kyns stíláhiif í heilu kvæði. Slíkt væri flestum
ógerlegt án þess að yrkja óeðlilega, gera brag-
hnoð eða þá bull úr kveðskapnum.
Hástuðlun þykir flestum tilkomumesta stuðl-
unin. Þá rísa hákveðurnar hærra og lágkviður
lækka að sama skapi. Sé lágstuðlun oft flatlend í
vísum, er hástuðlun hnjúkótt. Sé lágstuðlun lygn
straumur, er hástuðlun yfirleitt straumhörð.
Dæmi má taka úr vísum Sigurðar Péturssonar um
1800 um uppskafninga, sem kusu að gerast tagl-
hnýtingar aftan í tignarmönnum og dönsku
embættismannavaldi:
Nú er ég hólpinn, nú hef ég frið,
nú er ég garpur mesti:
Aðalinn dingla ég aftan við
eins og tagl á hesti.
Stuðlar eru hið þrítekna nú í fyrri hlutanum og
Aðal — aftan — eins í hinum seinni (sérhljóða-
stuðlun). Áherzlur vísunnar fara prýðilega og
auka gildi hennar. Svo sem öld fyrr, á dögum Jóns
Vídalíns, lýsti Jón Sigurðsson hlátri einnar mestu
hefðarfrúar á íslandi, þegar vesalingar, sem hún
fyrirleit vegna örbirgðar þeirra, fengu líflátsdóm:
Kerlingar var kjaftur flár
keyrður upp með sköllum,
hafði ’ún ekki í hundrað ár
hlegið með honum öllum.
Vísan er hástuðluð eins og hin næsta á undan,
stuðlar eru: Kerl-, kjaft-, keyrð-; Hafð-, hundr-,
hlegið. Öll þau orð þola fyllilega þungann, sem
þau fá. Myndin er ógleymanleg og ekki sízt fyrir
gráu lundina, sem bak við er lýst, lund sem liafði
í hundrað ár verið of körg til að hlæja nema með
parti af munninum.
Hin harða og snjalla hástuðlun fór mörgum
rímnaskáldum vel, og létt fór Örn Arnarson með
s YRPA