Syrpa - 01.03.1947, Side 41

Syrpa - 01.03.1947, Side 41
„Nú verðum við að halda heim, því annars dey ég.“ Örðugt var það fyrir soninn að snúa við, þegar landið varð með degi hverjum fegurra og in- dælla, en samt sem áður gat hann ekki annað en látið að ósk föður síns, því orð hans hljómuðu honunr sí og æ fyrir eyrum. En þrátt fyrir það, þótt þeir nálg- uðust óðum heim- kynnin langþráðu, þá fór líðan gamla mannsins síversn- andi; það gat varla heitið að honum kæmi dúr á auga, og alla morgna var hann á stjái kringum tjaldið. Þeir héldu áfram að róa og róa og loksins komust þeir heim. Snemma um morguninn, næstan eftir heim- komuna, vaknaði ungi maðurinn við að hann heyrði rödd föður síns úti fyrir. Hann sagði: „Er Jrað furða þó mig tæki sárt að yfirgefa Alúk? Líttu á hina miklu sól, hvernig hún lyftir sér úr hafinu og hellir geislaflóðinu yfir ísbreið- una!“ Og hann heyrði gamla manninn aftur og aftur hrópa liátt af fögnuði. Svo varð allt hljótt. Sonurinn lá lengi og hlustaði, en þegar liann iieyrði föður sinn ekkert bæra á sér, stóð hann upp og leit út um tjaldopið, — og sjá, þarna lá liann á jörðinni rétt við tjaldskörina og sneri andlitinu móti sólu. Ungi maðurinn ætlaði að reisa hann á fætur, en þá var hann hættur að draga andann. Svona urðu endurfundir gamla mannsins við sólina heima. Fögnuðurinn varð svo óumræði- legur, að hjartað gafst upp og hætti að slá. Syninum fannst hann eiga sök á dauða föður síns. Hann gerði honum því legstað uppi á fjalli, þar sem við blasti sú sjón, er liafði heillað hann mest á meðan hann lifði. Og svo segir sagan, að sonurinn hafi fetað í fótspor föður síns og aldrei framar stigið fæti út fyrir heimaland sitt. Víð er veröldin Einu sinni voru tveir vinir. Þá langaði báða til að ferðast kring um jörð- ina, til þess að geta svo lýst því fyrir öðrum, hvernig hún liti út. Þeir voru báðir nýgiftir, en áttu engin börn. Þeir tóku nú hvor sitt hornið af moskusuxa, gerðu sér úr því drykkjarhom, sneru síðan bök- um saman, lögðu af stað, hvor í sína áttina, og ætluðu sér að halda áfram, þangað til þeir mætt- ust. Á vetrum óku þeir á sleðum, á sumrum héldu þeir oftast kyrru fyrir á landi. En það þurfti ógn langan tíma til að komast kringum alla jörðina. Þeir eignuðust börn, þeir urðu gamlir, börnin urðu líka gömul. Svo kom að því, að foreldrarnir urðu svo æfagamlir, að þeir gátu ekki gengið, og þá hjálpuðu börnin þeim áfram. Seint og um síðir mættust samt vinirnir, en þá var ekkert eftir af drykkjarhornunum annað en handföngin. Það var af því, að þeir þurftu svo oft að fá sér að drekka á leiðinni, og þá nudduðust barmarnir við jörðina, þegar þeir voru að ausa upp vatninu. „Já, satt er það; víð er veröldin,“ sögðu J>eir, þegar'þeir mættust. Þeir voru ungir, þegar þeir lögðu af stað, en nú voru þeir orðnir örvasa gamalmenni og al- gerlega upp á börnin sín komnir. (H. G. íslenzkaði.) SYRPA 79

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.