Syrpa - 01.03.1947, Qupperneq 28

Syrpa - 01.03.1947, Qupperneq 28
ana, þar á meðal sogpípu, sem stungið var beint inn í opin sárin. Með þessari hrossalækningu £ékk ég samt bata á fjórtán vikum og var það fram yfir allar vonir. Þetta varð rnikið harðindavor. (1802.).Um páskana kom „Grænlandsísinn". Honum fylgir ógnarlegur kuldi, sem dregur svo úr öllurn gróðri, að menn verða hins langþráða sumars naumast varir, vor og haust virðast renna saman. ísbreiðan fyllti alla firði og flóa og náði langt á haf út, og um Jónsmessu var Eskifjörðurinn full- ur. Þó var ísinn ekki þéttari en svo, að hægt var með gætni að komast á bátum á milli jakanna. Um þessar mundir var frú Thorlacius að mestu búin að ná sér eftir veikindin, og tókust þau hjónin þá ferð á hendur á bát inn í kaupstaðinn á Reyðarfirði og höfðu barnið meðferðis. Ferðin gekk vel, og þau komust heilu og höldnu á á- kvörðunarstaðinn. Sama daginn kom þangað gömul kona frá yzta bænum í firðinum. Hún fór sem mest hún mátti, enda hafði hún meðferðis þann gleðiboðskap, að tvö skip sæjust fyrir landi og væru komin inn í ísinn. „Nú komst allt í uppnám,“ segir frú Gytha, „angist og gleði skiptust á í huganum. Það er ekki einvörðungu þráin eftir fréttum af ættingj- um og vinurn í Danmörku, sem á svona augna- blikum hrífur hjörtun, ekki heldur tilhugsunin um bjarta og heillandi sumardaga, þegar skipin liggja á firðinum og danskir sjómenn og annað ferðafólk fylla hinar þöglu strendur landsins nýju lífi og fjöri, eða fólkið utan úr fjarlægustu sveit- um, sem þyrpist að í kauptíðinni til þess að viða að sér varningi, sem nú er aftur á boðstólum. Við allt þetta bætist það, að nú er í orðsins fyllsta skilningi um stund aflétt langri föstu, því að flestir eru orðnir uppiskroppa af nauðsynjum eftir átta langa vetrarmánuði, og til kaupmann- anna er oftast árangurslaust að leita“. Það er því ekki að undra, þó að dönsku skip- unum sé tekið með fögnuði, og gleðifregnin um komu þeirra berist eins og örskot bæ frá bæ. „Það var erfitt,“ segir frú Thorlacius, „að vita af matbjörginni þarna á næstu grösum og mörgu öðru, sem svo sár þörf var fyrir, en verða þó að gera sér ljósa þá hættu, sem af ísnum stafaði; því að ekki þurfti mikið út af að bera til þess að jak- arnir rækjust saman og skipin yrðu á milli þeirra, eða að ísinn þéttist svo við landið, að þau yrðu að leita til hafs.“ Thorlacius sýslumaður, sem hvergi var hrædd- ur, tók það nú til bragðs að fá fjóra búðarmenn með sér á bát og freista þess að komast að minnsta kosti út í Seley, sem er á að gizka í tveggja mílna fjarlægð frá Reyðarfirði. Það var ætlun hans að kveikja bál á eynni til þess að gefa skipverjum til kynna, að þeim mundi vera óhætt að leggja inn í ísinn. „Það var hræðileg stund fyrir mig,“ segir frú Thorlacius, „að horfa á manninn minn hjartkæra og einustu landana, sem þarná voru, hverfa mér sjónum inn á milli ísjakanna í litla bátnum og vita ekki nema þeirra biði bráður bani. Uppgefin eftir ferðina og allar áhyggjurnar lagði ég mig út af, fól guði umsjá okkar allra og sofnaði von bráðar. Klukkan fjögur um nóttina vaknaði ég við að barið var að dyrum. Ó, guð minn! Þarna var maðurinn minn kominn. Hann hafði komizt út í annað skipið og var nú kominn aftur með skipstjórann og Isfjörð stórkaupmann, konu hans, barn og vinnukonu. Skipið kom á eftir, og seinna um daginn lagðist það við akkeri á höfninni." ísfjörð kaupmaður sagði sýslumanninum, að tengdafaðir hans, Howitz gamli, væri um borð í hinu skipinu, en skipstjórinn þyrði ekki að leggja inn í ísinn að svo stöddu. Undir öðrum kringum- stæðum hefðu þetta verið mikil gleðitíðindi, en nú hélt sýslumaðurinn þeim leyndum fyrir konu sinni. En af tilviljun komst hún á snoðir um sann- leikann, og má nærri geta hvernig henni hefur orðið við. Það sást til skipsins seint í júnímánuði og aftur einhverntíma í júlí, en skipstjórinn var ennþá liræddur og hrökklaðist til hafs. Þetta var nú þung raun fyrir mæðginin, því að óðum leið á hið stutta sumars, og að kvöldi hvers dags liafði þeim enn fækkað um einn, þessum fáu dögum, sem gesturinn góði gat dvalið á landinu. „Annan dag ágústmánaðar,“ skrifar frú Thor- lacius, „kom loksins skipið með blessaðan pabba rninn, sem ég var búin að þrá svo ósegjanlega. Átján vikur var þessi gamli maður búinn að vera á sjónum, en samt kom hann nú glaður og reifur og tók mig í faðm sér, sæla og allshugar fegna. Hann varð brátt uppáhald allra íslendinga, sem hann komst í kynni við, en því miður varð við- staðan svo lítil. Maðurinn minn samdi nú um það við verzlun- arstjórann og búðarsveininn á Reyðarfirði, að þeir létu okkur í té íbúð sína gegn því, að við sæjum þeim fyrir fæði. Sjálfir bjuggu þeir í búð- inni. Faðir minn hjálpaði okkur með flutning- inn.“ Svo var mál með vexti, að sýslumaðurinn 66 SYRPA

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.