Syrpa - 01.03.1947, Page 6
bandi líta á íbúðina, sem sýnd er á mynd nr. 2.
Einnig þessi íbúð er tekin úr veruleikanum, þó
að góðar íbúðir hinsvegar liggi ekki á glámbekk
hér í bæ.
Séreinkenni þessarar íbúðar er hin skýra skipt-
ing í svefndeild og dagdeild. Báðar deildir íbúð-
arinnar geta innt af hendi sitt hlutverk án þess
að trufla hina.
Dagdeildin, þ. e. dagstofa, borðstofa, herbergi
bónda og eldhús, hefur sín eigin hreinlætistæki,
handlaug og salerni. Þannig að maður þarf ekki
að láta gesti og aðra óviðkomandi nota ba'ðher-
bergi fjölskyldunnar, en getur haft það í næði
fyrir þá, er gista svefnherbergin. Börn og sjúkl-
ingar geta lifað lífi sínu í svefndeild hússins að
mestu ótrufluð af hávaða þess fólks, sem á fótum
er. Þegar dagur er að kveldi kominn, flytja rnenn
sig úr dagdeildinni yfir í svefndeildina og una
sér þar vonandi til morguns. Oft heyrir maður
þá mótbáru gegn þessum plönum, að það sé langt
og erfitt að fara í svefnherbergin. Ég er þó þeirr-
ar skoðunar að þar sé um ímyndaða erfiðleika
að ræða. Maður er yfirleitt ekki á stÖðugu ferli
milli stofu og svefnherbergja, og það þeim mun
minna sem dagdeild hússins er betur innréttuð.
Hitt er rétt, að í jafn hreint skiptu plani og þessu,
verður húsmóðurinni óhægara urn vik, þegar á
að taka til í svefnherbergjum. Gegn þessum erfið-
leikum koma þó að mínu áliti þau þægindi, að
strax þegar komið er á fætur á morgnana, er dag-
deildin tilbúin til þess að taka á móti fólki. í
hinni deildinni er svo hægt að taka til eftir því
sem hentugleikar húsmóðurinnar leyfa.
Eitt langar mig sérstaklega til að minnast á í
sambandi við þetta plan, en það er, hve vel her-
bergin liggja við áttum. Hjónin hafa svefnher-
bergisglugga á rnóti austri, aðalbarnaherbergið á
móti suðri, og rúm smábarnsins er hægt að flytja
út á svalirnar, þegar veður leyfir. Stofurnar eru
á móti suðri, mættu þó vera dálítið vestlægar, og
herbergi bónda til vesturs. Hann kemur þar helzt
eftir að vinnu úti í bænum er lokið, og fær þá
síðdegissólina inn til sín.
En mér hefði fundizt þetta ágæta plan ennþá
skemmtilegra hefði veggurinn milli dagstofu og
borðstofu verið tekinn burtu. Þannig að maður
hefði aðeins haft eina stofu, vel rúma fyrir alla
fjölskylduna við hin ýmsu frístundastörf hennar.
Baðstofurnar okkar gömlu voru oft illa byggð-
ar og fátæklegar, en það heimilislíf, sem dafnaði
þar liafði margt það til að bera, sem heimili nú-
tímans vantar. í baðstofunni hittist fólkið að af-
loknu dagsverki, og hér fór fram hið sameigin-
lega fjölskyldulíf, sem allir tóku þátt í. Galli bað-
stofunnar var, að fólkið vantaði verustaði, þegar
það óskaði ekki eftir að vera með hinu fólkinu,
en vildi hvílast, eða bara njóta einverunnar.
Mér finnst þetta vera atriði, sem við ættum að
taka til athugunar og reyna að finna rétta lausn
á, í þeim íbúðurn, sem við núna erum að byggja
sem óðast.
*
T ækifærisstökur
Kalt er úti á Þorraþræl,
mér þótti ei betra inni.
Það er bansett barnavæl
í baðstofunni minni.
*
Ort undir ræðu:
Þessum landa er mjúkt um mærð,
málabland og gjálfur;
hans er andi óþekkt stærð
eins og fjandinn sjálfur.
*
Maður nokkur hélt fyrirlestur, er hann nefndi
„Efni og kraftur“. Áheyrandi, sem spurður var
hvernig honum hefði líkað ræðan, svaraði á þessa
leið:
Agæt ræða að öðru en því,
sem ekki er vert að flíka:
liana vantaði alveg í
efni og kraftinn líka.
*
Húsgangur vestanhafs:
• Hvað því veldur að ég er
úti um kveld að sveima?
Heiftareldur eyddi mér
ef ég dveldi heima.
44
SYRPA