Syrpa - 01.03.1947, Blaðsíða 12

Syrpa - 01.03.1947, Blaðsíða 12
telur hann til sæmdar og fegurðar „móðurmáli voru .... sem í sjálfu sér er bæði ljóst og fagurt og ekki þarf í þessu efni úr öðrum tungumálum orð til láns að taka eða brákað mál né bögur að þiggja". Gaman er að hafa enn varðveitt orð Hallgríms Péturssonar um hreint og óblandað íslenzkt mál. í bréfi til Þormóðs Torfasonar segir hann svo ár- ið 1671 (efni bréfsins er að mestu skýringar á Völuspá): „En hafi þeir gömlu norsku um þetta diktað og í sinni gamalli norsku upp skrifað, leiðist eg ekki til að trúa, að þeir hafi öðrum tungumálum inn blandað, svo sem nú gerum vær með skaða og rtiðrun vors ágæta og auðuga móð- urmáls." Þórður biskup Þorláksson í Skálholti (1674— 1697), sá er fyrstur lét prenta fornrit hér á landi (Landnámu, Islendingabók og Kristnisögu 1688 og Olafs sögu Tryggvasonar 1689) segir í for- mála fyrir Landnámuútgáfunni: „Óskandi væri þess, að vær héldum við vort gamla móðurmál, sem forfeður vorir brúkað hafa, og brjáluðum því ekki, því skjaldan fer betur, þegar breytt er, segir gamall málsháttur; mætti það oss heldur til liróðurs horfa, að vær héldum óumbreyttu því gamla og víðfræga norrænumáli, sem brúkað hef- ur verið að fornu í miklum parti Norðurhálfunn- ar, einkum Danmörk, Noregi, Svíaríki etc.“ Páll Vídalín lögmaður harmar ástand móður- málsins um sína daga: „Og ekki er því að neita, að síðan andlát Guðbrands byskups 1627 hafi tungan hér á landi stórlega breytzt frá sinni fornu snilli og með ýmsu móti blandazt framandi glós- um, en einna mest síðan deyði Brynjólfur bysk- up, anno 1675, því síðan hefir enginn hér á landi kunnað til gagns að bókstafa tungu vora, þá rita skyldi, nema assessor Árni Magnússon, hann alleina og þeir fáir, sem af honum numið hafa, og er grátlegt að sjá þann afmyndaða bögu- stíl, sem nú skrifa hér allmargir." Þegar líður á 18. öldina, fer svo enn meira að kveða að umræðum um hag íslenzkrar tungu. Þá er hafizt handa um útgáfu allfjölbreyttra fróðleiks- rita í anda upplýsingarstefnunnar. Jafnframt því, sem málið fær ný viðfangsefni, rís liér málvönd- unar- og mállireinsunarstefna, sem er talsverður þáttur í þjóðlegri vakningarstarfsemi um daga Eggerts Olafssonar. Fátt er þó ritað að okkar smekk á þeim dögum, en rétt um þetta leyti, er einhverjar stórfenglegustu hörmungar, sem um getur í sögu okkar, dynja yfir landið, djarfar fyrir nýrri trú þjóðarinnar á landið, sjálfa hana og tunguna. Það bíður þó Sveinbjarnar Egils- sonar, Hallgríms Schevings og Fjplnismanna að skapa nýtt ritmál, nýjan stíl, sem enn má'til fyr- myndar verða. Sagnastíllinn og daglegt mál, eins og það er hreinast og fegurst talað, voru þær lindir, er málbótamenn þessir jusu af. Enginn mun svo svartsýnn á vorum dögum, að hann telji íslenzkri tungu limlestingu eða bana búinn af dönsku. Sá ótti er, sem betur fer, hjá lið- inn. En furðulega lífseigt virðist þó margt það ætla að verða, sem smogið hefur inn í málið úr dönsku. Ekki skal sakazt um þau orð, er bæta úr einhverri þörf, þótt uppruna þeirra eða fyrir- mynda megi leita til dönsku. En ef þau bægja burtu, sem oft ber við, góðum og gömlum ís- lenzkum orðum, er skylt að vara við þeim. Hér skal minnzt á lítið eitt af þessu tagi. Lýsingarorðið ábyggilegur er dregið af sögn- inni að byggja í danskri merkingu. íslenzka orð- ið er traustnr, áreiðanlegur. Að gera e-ð í e-u augnamiði er oft ritað í stað skyni, tilgangi. Að aðvara og aðvörun er algengt í ritmáli nú, en verður að teljast dönskusletta. Að vara (e-n) við (e-u) og viðvörun er íslenzka. Nú til dags er ómenguð danska, en er á ísl. nú á tímum. Allt í allt eða i allt sést og heyrist talsvert enn. Alls, samtals, talsins, að öllu samanlögðu, er ísl. Þegar allt kemur til alls heitir á íslenzku: Þeg- ar öll kurl koma til grafar, þegar öllu er á botn- inn hvolft. E-ð lœtur bíða eftir sér: E-ð lætur á sér standa, það stendur á e-u. Til að byrja rneð er einhver algengasta og hvimleiðasta dönskusletta á okkar dögum. 1 ís- lenzku er úr nógu að moða: fyrst í stað, fyrsta kastið, framan af, að upphafi. Eftirgefanlegur er á betri íslenzku tilhliðrun- arsamur, sveigjanlegur, sanngjarn o. fl. Eftirmiðdagur í alls konar samböndum (í eftir- miðdag, alla eftirmiðdaga, á eftirmiðdögum) lifir enn við beztu heilsu. Nafnorðið síðdegi og atviks- orðið síðdegis eru styttri orð og ættu því að vera munntamari. Að fella dóm heitir á góðri íslenzku að kveða upp dóm, leggja dóm á, dæma. Til forna er dönskusletta; á ísl. heldur: forð- um, í fyrndinni, að fornu fari, fyrr meir. 50 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.