Syrpa - 01.03.1947, Side 22
að sú spurning sé ekki móðgandi, livort hann
hafi brageyra, — hvort hann heyri stuðlasetn-
ingu í íslenzkum kveðskap. Af einum stað í grein
hans má ef til vill ráða, að svo sé. Hins vegar er
aikunna, að flestir útiendingar hafa mjög ónæmt
eyra fyrir stuðlasetningu og skynja liana varla
fyrr en eftir mikla æfingu. Það sést bezt á því,
hve þeim hættir oft til að setja stuðla ranglega,
ef þeir reyna að beita þeim í kvæðum sínum eða
í þýðingum íslenzkra ljóða. Vestur-Islendingar,
sem lítil kynni hafa haft af íslenzkum kveðskap,
standa auðvitað litlu betur að vígi. Þetta er ekki
heldur kynlegt, þegar þess er gætt, að þeim Is-
lendingum virðist fjölga, sem eiga örðugt með að
heyra, hvort stuðlar eru rétt eða rangt settir,
jafnvel þótt þeir rifji upp fyrir sér þær reglur
um stuðlasetningu, sem kenndar eru í sumurn
skólum. Hér skal ósagt látið, iivort það stendur
í sambandi við hnignun rímnakveðskaparins.
Eða eiga sönglög nútímans einliverja sök á því?
Sum þeirra misbjóða svo herfilega áherzlulög-
máli íslenzkrar tungu, að áherzluatkvæði, sem
bera stuðla eða höfuðstafi, verða áherzlulítil eða
áherzlulaus. En sá, sem skynjar ekki stuðlasetn-
inguná, kemur auðvitað einungis auga á galla
hennar, haft það, sem hún leggur á tungu skálds-
ins.
L. F. virðist hafa einkennilega hugmynd um
áherzfulögmál íslenzkrar tungu. Hefir hann ekki
eyra fyrir því, eða hefir hann farið eftir einhverri
misheppnaðri kennslubók? Það er að vísu rétt,
að aðaláherzla er á fyrsta atkvæði hvers orðs, en
það er mikill misskilningur, að áherzla hinna at-
kvæðanna fari síminnkandi, hversu mörg sem þau
eru. Út í þá sálma er ekki hægt að fara hér, enda
óþarft. Hins vegar má vel vera, að menn af er-
lendum tungum séu ónæmir fyrir blæbrigðum
áherzlunnar í íslenzku.
Þá er það klausan um hinar ótakmörkuðu tak-
markanir íslenzkrar tungu. Hún hefir áður
heyrzt, einkum hjá þeim mönnum, sem liugsa á
erlendu máli eða vilja snúa erlendu efni á ís-
lenzku með sem minnstri fyrirhöfn. Þeim hættir
til að gleyma, að bygging íslenzkunnar er svo
frábrugðin byggingu flestra annarra tungumála,
að orðréttri þýðingu verður oft og tíðum ekki við
komið. Þess munu jafnvel dæmi, að ungir ís-
lendingar, sem dvalizt hafa um skeið vestan hafs
við nám, hafa imprað á því, að þeir ættu örðugt
með að láta hugsanir sínar í ljós á íslenzku, er
heim var komið. Auðvitað tjóar ekki heldur að
neita því, að íslenzkuna skortir enn ýmislegt á
við sum önnur tungumál, einkum orð yfir hluti
og hugtök frá síðari tímum. Til þess liggja eðli-
legar orsakir. Við vorurn um langt skeið aftur úr
öðrum þjóðum í flestum greinum, og íslenzkan
hafði því ekki tækifæri til að þroskast og laga sig
jafnóðum eftir nýrri tækni og nýjum hugsunum
eins og tungur annarra menningarþjóða. Nú er
sú öld liðin, og íslenzkan verður að ná í einu
stökki, að kalla má, þeim áfanga, sem aðrar tung-
ur hafa náð á löngum tíma. Það verður hvorki
átakalaust né • glundroðalaust, en tímans tönn
mun smám saman naga af verstu misfellurnar.
Og nú kem ég að því atriði, sem ef til vill er
mergurinn málsins í þessu sambandi. íslenzkan
hefir ekki auðgazt og þroskazt vestra á sama hátt
og hér heima. Þar hefir hún að miklu leyti hald-
izt í þeim skorðum, sem hún var í fyrir hálfri
öld eða meira, þegar útflytjendastraumurinn var
sem mestur til Ameríku og við vorum enn á mið-
aldastigi um flest. Einhver kann að telja þetta
ýkjur einar, en svo er ekki. Hér heima hefir ís-
lenzkan tekið miklum breytingum að orðaforða
og orðasamböndum síðustu áratugi, þótt stofn-
inn sé hinn sami og áður. En vestra hefir hún
mjög staðnað sökum einangrunar og sökum þess,
að þar hefir hún mest verið notuð sem hjátunga.
Þar hygg ég séu einna verstu örðugleikarnir, sem
unnendur íslenzkrar tungu vestan hafs eiga við
að stríða.
+
HAUST
Frjósa tár um fossabrár,
fennir í ár og gjótur;
hækkar spár um hríð og fár
himinninn grár og ljótur.
SLÁTTUVÍSA
Glitra brár, en grimmt er fár
grænum smára fengið,
breikkar skára langur ljár,
liggur í sárum engið.
f30
SYRPA