Syrpa - 01.03.1947, Side 10
verður að gjöra fyrstu „Correcturuna“ á manu-
skriftinu. Þú ert nógu fljótur að slíku og orðfæri
hefur þú líka leyfi til að vanda þar sem þér þykir
þurfa etc, etc. —
Snjórinn ætlar nú að kæfa okkur hér upp frá
og varla sést til díla í fjöllunum; það er verst
upp á steinana, elskan mín; ekki falla kindurnar
mínar! Nógur hafís fyrir norðan með Björnum
og selum, segja þeir. Landsmenn heldur daufir
í dálkinn sem von er og liggur við að blóta bæði
himni og jörðu; því stjórn og greifa hafa þeir
nú blótað til leiðinda sér. Batnar kann ske með
vorinu allt saman, segja sumir — kemur hláka —
greifinn siglir — verður aftur sett þing etc, etc.
Ullin kernst í góðan prís segja kaupmenn; sökum
gullnámanna í Brasilíu; vildi heldur liafa gull-
námur á íslandi, karl minn góður. Slærnur ,,prís“
á fiski og þó nóg af honum fyrir sunnan; ekki að
taka fisk segja stórkaupmenn. Slæmt að gera í
fisk; bör gjöres i Uld. Tólgur flár.# Kaupstaðir
purrir, segja brennivínsmenn; ekki dreitill af
sopanum, ber sendast meira kartöflubrennivín.
Slæm tíð fyrir öll kammeráð, einn afsettur, ann-
ar ætlar að drepast í kulda; þriðja liggur við,
já við hverju? veit ekki. Eymdaróður út af ykkur;
ber sendast ný bænarskrá til jöfurs; enginn grár
eða mórauður gemlingur fær að fara á Ríkisdag-
inn. Mikill lærdómur í lærða skólanum; skóla-
piltar orðnir svo lærðir, að þeir biðja fyrirgefn-
ingar, þegar peir eru barðir; þykir stór frægð að
storka dálítið dátum, til að geta fengið barsmiðis
orðu. Rektorinn hár, digur og lieldur mikið af
góðum anda. Óhæfilega sleipt um jólin í Reykja-
vík, liggur við að fólk detti seint á kvöldum. Mik-
ill smiður sama staðar ber heilsu inní fólk með
sleggju og hömrum; dregur út úr öðrum óheil-
indin með járntöngum; gjörir Kusa óþarfan.
brúkast af háum og hæstum! Mikið prentfrelsi og
upplýsing sama staðar. Útkomnar draugasögur,
álfasögur, hvorn veg Sæmundur fróði lék á djöf-
ulinn, læsti hann inní stoð, lét hann bera vatn í
fjós, gefa sér skeinisblað etc, etc. Una álfkona
merkiskona, Galdra-Leifi, Svarti skóli markvert
ásamt öðru etc, etc, allt saman „harla markvert
fyrir menntunarsögu þjóðar vorrar", sjá formál-
ann. Nýtt blað, kallað „Ný tíðindi“ út komin í
Reykjavík, ætla ekki að ,,fáta“ eins og þeir, sem
hafa ,,þótzt“ vilja vekja þjóðina; mjög fróðleg,
einkum hvað útlendu pólitíkina snertir, en gagn-
* Svo. Sennilega misritun fyrir þrár.
orð. Allar utanlandsfréttir með póstskipinu í 5
línum; meistara verk af tíðindum.
Nú, nú! er þetta nú ekki að vera Lakoniskur,
en nú eru líka allar fréttirnar búnar, því meira
get ég nú ekki verið að segja þér frá eymdaróðn-
um hérna, því hann er sannur ,,skrælingjagrátur“
frá upphafi til enda, og svarar að öllu til hins al-
mennilega eymdarskaps og volæðis, sem er kom-
ið yfir þjóðina af langvinnri kúgun.
Fyrst ég hefi nú skrifað þér svona langt og þó
líka ásamt því gefið þér splendit dæmi upp á
hvað „lakoniskur" ég get verið, þá láttu mig nú
sjá, og skrifaðu mér nú sem fyrst pú getur, því
satt að segja liggur mér á að vita hvað þeir hafa
gjört við böðin þarna úti í Dýragarðinum og
hvorn veg það gengur. Ég lief ekkert bréf feng-
ið frá þeim djöflum og skrifaði ég þeim þó, eink-
anlega Nannestad bókhaldara við anstaltina.
Kannske þeir séu nú búnir að hefja það allt
sarnan; mig gildir satt að segja einu, hvort held-
ur er, og er eins ánægður með það, því ég sezt
hér þá niður og fer að praktisera út um land,
og hleyp svo upp í fjöllin í millum. En ég þarf
þó að vita hvorn veg ástendur og því verður
þú nú. að komast eftir því fyrir mig, og væri bezt
hjá Nannestad og skrifa mér um pað sem fyrst
með skipum, sem fara liingað til Eyrarbakka í
apríl, því væntanlega má ég sigla liéðan mitt
eða seint í mai, ef allt er með skapi; blessaður
gleymdu ekki pessu. Ef þeir í ministerienu
væru eins og menn, þá létu þeir mig ferðast hér
um land í mörg sumur og mundi það ei verða
skaði fyrir þá eða landið, því ég hefi þó nú fund-
ið margt gagnlegt og merkilegt. „Spanaðu" þá
upp til þess!!! því þess þarf með og svo skal ég
bregða mér til Englands og vita, hvort ekkert má
hafa hér úr fjöllunum landinu til gagns. —
Vertu nú ásamt konu þinni góðri hjartanleg-
ast kvaddur af mér.
Þinn trúr vinur
J. Hjaltalin.
P.S. Konan mín biður að heilsa.
I
48
S YRPA