Syrpa - 01.03.1947, Síða 31
ELSA GUÐJÓNSSON:
Um klæðaburð í skólum
Frú Elsa Guðjónsson tók stúdentspróf i Reykjavik vorið
1942. Um haustið sigldi hún til Bandaríkjanna og seitist i
ríkisháskóla Washington rikis i Seattle til þess að nema heim-
ilishagfrœði. Lagði hún þar aðallega stund á klœðnað og
innanhúss skipulagningu. Hún lauk kandidatsprófi (B.A.) vorið
1945 og kom heim i lok þess árs.
í ársbyrjun 1943 var ég loks, eftir mánaðar
ferðalag, komin á áfangastaðinn í 'hinum nýja
heimi: ríkisháskóla Washington ríkis í Seattle.
Viðbrigðin voru mikil, ótrúlega mikil. Kjólarn-
ir mínir, sem höfðu þótt frekar ómerkilegir í
skólanum heima, voru hér ósköp fínir, og ekki
viðlit að nota þá nema til spari. Sama var að
segja um kápuna, sem var þó búin að gera sitt
gagn sem skólakápa í heilan vetur. Jafnvel Ið-
unnarskórnir görnlu, með kvarthælunum,* kom-
ust til vegs og virðingar á ævikvöldi sínu og
voru nú einungis notaðir til „spásseringa" á
sunnudögum.
Já, þetta var í mesta rnáta furðulegt! Engum
hefði víst dottið í hug — og þá sízt mér að
hversdagsföt utan af íslandi yrðu talin spariflík-
ur í henni Ameríku. Ég átti bágt með að átta
mig á þessu, nýkomin úr Menntaskólanum, þar
sem kvenþjóðin háði sífellda keppni um það,
hver gæti klætt sig senr fínast og „amerískast“.
Því að þetta var þó Ameríka, fyrirheitna landið,
en hér klæddust skólastúlkur allt öðruvísi en
við höfðum haldið í einfeldni okkar. Enda okk-
ar vitneskja að mestu fengin úr kvikmyndum og
tízkublöðum, en báðunr þessum aðilum hætt-
ir við ýkjum, og er því varlrugavert að trúa þeim
bókstaflega. Hið eina, sem var eins í klæðnaði
okkar og þeirra, var skýluklúturinn, þetta dásam-
* Því miður er daglegt tal okkar um klæðaburð svo skc tið
útlendum orðum, að mjög er erfitt að rita um þetta efni $
íslenzku. Höfundur þessarar greinar kvartar um að hún hafi
neyðst til að nota ýms þessi hvimleiðu orð. „Syrpa“ mun mæl-
ast til þess við Bjarna Vilhjálmsson, að hann leitist við að
bæta úr þessu. Vilja lesendurnir ekki leggja orð í belg?
lega höfuðfat, sem engin stúlka getur án verið, ef
eitthvað er að veðri, hvorki austan hafs né vestan.
En hver er þá munurinn á klæðnaði skóla-
stúlkna í stórborginni þar vestra og í höfuðborg
okkar? íslenzkar skólastúlkur klæðast oft kjólum
úr þunnum efnum, sem lítið skjól er í og erfitt
að halda snyrtilegum. Kápur þeirra, þótt á ýmsa
lund séu, eru tíðunr of viðkvæmar, en regnkáp-
urnar nreð hettunum aftur á nróti prýðilegar.
Lakastur er fótabúnaðurinn, því að næfurþunn-
ir sokkar, og opnir, lrælaháir skór hæfa illa ís-
lenzkunr slagviðrum.
Amerískar skólastrilkur klæðast lrins vegar und-
antekningarlítið ullarpilsunr og peysunr, blússum
eða jökkum. Eða þá einföldum drögtum rir
snöggu, slitgóðu efni. Kápur þeirra eru víðar,
sléttar og íburðarlausar, en regnkápur þeirra ekki
ósvipaðar þeim islenzku. Þær eru nær eingöngu
s YRPA
69