Syrpa - 01.03.1947, Blaðsíða 30

Syrpa - 01.03.1947, Blaðsíða 30
Ennfremur hefur ungmennafélagið tekið þetta mál til um- ræðu á fundi, sem haldinn var nýlega, og kosið þriggja manna nefnd til samvinnu, og hið sama hefur Karlakórinn gert. Nefndin er þá skipuð 9 manns, og er sóknarpresturinn, séra Gunnar Árnason á Æsustöðum, formaður hennar. Fleira er þá ekki um þetta mál að segja sem stendur. Ég get ekki annað en látið ánægju mína í ljós yfir því, að náms- meyjar Kvennaskólans í Reykjavík skuli hafa tekið það fyrir að dansa ekki við drukkna menn. í því sambandi langar mig til að segja ykkur frá því, að stúlka ein hér í sveitinni, sem lát- in er fyrir nokkrum árum, dansaði aldrei við drukkna menn, en þetta varð héraðsfleygt, og henni var lagt það út til skamrn- ar. Þetta barst til Jóns sál. í Stóradal, alþingismanns, en hann var víðsýnn og gáfaður maður. Þegar hann heyrði þetta, sagði hann: „Ef allar stúlkur tækju þetta fyrir, væri enginn drykkju- skapur til á dansleikjum." Gili, 21. febrúar 1947. Með alúðar kveðju, f. h. Heimilisiðnaðarfélags Bólstaðarhlíðarhrepps, Elisabet Guðmundsdóttir." Þetta bréf var valið til birtingar, vegna þess að sú starfsað- ferð, sem þar er lýst, virðist okkur nákvæmlega rétt. Við lítum á það sem aðalhlutverk okkar fyrst um sinn að vinna að því að skapa sameiginleg átök sem flestra kvenna landsins og tengja þau jafnframt öðrum þeim öflum, sem að sama marki stefna. Óskum við Bólstaðarhlíðarhreppi til hamingju með þessa góðu byrjun og vonum að ekki líði á löngu áður en allir aðrir hreppar og kaupstaðir íslands hafa svipaða sögu að segja. Fyrir þessu alþingi liggja aðeins þrjú bréf frá konum uru þessi mál, (auk þess, sem hér hefur áður verið birt frá Á- fengisvarnarnefndinni), og er það alltof lítið. Þessi bréf hljóða svo: „Frá Bandalagi kvenna í Reykjavík: Rvík, 13/12 ’46. Aðalfundur Bandalags kvenna, haldinn 28. og 29. nóv. 1946, telur ástandið í áfengismálunum gersamlega óþolandi, og lítur svo á, að ekki megi dragast lengur að gjöra ráðstafanir til þess að útrýma ofdrykkjunni, sem nú veldur íslenzkum heimilum vansæmd. Skorar því fundurinn á Alþingi að gjöra nú þcgar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að leysa þetta vandamál þjóðarinnar. Virðingarfyllst, Aðalbjörg Sigurðardóttir Guðrún Pétursdóttir formaður. ritari. Frá Kvenréttindafélagi íslands: Rvík, 9. des. 1946. Hér með leyfum vér oss að senda hinu háa Alþingi sam- þykktir, sem gerðar voru á fulltrúafundi kvenréttindafélags Is- lands 25.-28. júlí s. 1.: „Fulltrúafundur Kvenréttindafélags íslands 1946 skorar á ríkisstjórnina: 1. a. Að láta lögin um héraðabönn koma til framkvæmda nú þegar. b. Að taka til greina tillögu bæjarstjórnar Reykjavíkur um takmörkun á sölu áfengis í Reykjavlk. 2. Fulltrúafundur Kvenréttindafélags íslands vítir það harðlega, að vínveitingar séu hafðar um hönd í veizlum og á móttökuhátíðum, sem kostaðar eru af almannafé. Þá telur fundurinn það algjörlega ósæmilegt, þegar menn í trúnaðarstöðum þjóðfélagsins vanrækja störf sín vegna áfengisnautnar, og lýsir því yfir sem skoðun sinni, að í slíkar stöður beri að velja eingöngu þá menn, sem vitað er um, að ekki eru drykkjumenn. Virðingarfyllst, Kvenréttindafélag íslands. Sigríður J. Magnússon. Nanna Ólafsdóttir. Formaður. Ritari. Frá Kvenréttindafélagi íslands: Rvík, 6. des. 1946 Kvenréttindafélag íslands hefur verið beðið að koma eftir- farandi áskorun á framfæri við hið háa Alþingi: „Kvenfélagið „Harpa“ í Helgustaðahreppi skorar hér með eindregið á háttvirt Alþingi að vinna að algerðri útrým- ingu áfengis úr landinu.“ Virðingarfyllst, ICvenréttindafélag íslands. Sigríður S. Magnússon Nanna Ólafsdóttir formaður. ritari." Stjórn Áfengisvarnarnefndarinnar hefur sent þrjár konur á fund fjármálaráðherrans, er þessi mál hefur til meðferðar, til þess að ítreka áskoranir og tillögur stofnfundarins. Við höfum rætt tillögur Alfreðs Gíslasonar, læknis, er birtar voru í 1. tölublaði „Syrpu“, og samþykkt einróma að vinna eftir mætti að framgangi þeirra. Má geta þess, að á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur hinn 6. þ. m., var svofelld tillaga samþykkt: „Bæjarstjórnin samþykkir að vinna að því, í samráði við upplýsingastöð Þingstúku Reykjavíkur, að auðið verði að koma ofdrykkjumönum til stundardvalar og aðhlynningar á hentugum stað, á meðan þeir bíða eftir plássi á Kleppi eða drykkjumannahæli." Við höfum einnig rætt við þá alþingismenn frá öllum stjórn- málaflokkum, sem standa að frumvörpum, er fram hafa komið á þessu þingi til stuðnings áfengisvörnum. Eru þeir á einu máli um það, að engar verulegar umbætur muni ná fram að ganga fyrr en til sögunnar komi samtaka og hnitmiðað aðhald kjósenda úr öllum byggðum landsins. Þetta aðhald getum við konurnar skapað Alþingi, ef við vilj- um. Við erum meiri hluti íslenzku þjóðarinnar. Látum áskor- unum rigna yfir þing og stjórnl Reykjavík, 7. mars 1947, f. h. Áfengisvarnarnefndar kvenfél. í Reykjavik og Hafnarfirði. Kristin Sigurðardóttir, formaður. 68 S YRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.