Syrpa - 01.03.1947, Side 32

Syrpa - 01.03.1947, Side 32
á lágum, heilum skóm, en í stað sokka nota þær hosur. Aðal munurinn á búningum íslenzkra og amer- ískra skólastúlkna finnst mér vera sá, að þær amerísku klæðast einföldum hversdagsfötum, en á Islandi sitja stúlkurnar prúðbúnar á skóla- bekk. Það er einna líkast því, að sumar þeirra eigi varla til hversdagsflík. Kápur þeirra eru til dæmis of fínar. Þær eru oft ljósleitar og prýddar skinnum, og því alls ekki hentugar slitflíkur. Auk þess eru þær allflestar aðskornar, og er þá síður hægt að búast hlýjum fötum undir þeim, svo vel fari. Víðu frakkarnir, sem amerísku stúlk- urnar klæðast, eru öllu hentugri, auk þess, sem þá má nota jafnt við kjóla sem dragtir. — Um kjóla er það að segja, að þeir geta verið ágætir, ef þeir eru úr sterku efni og með einföldu sniði. En pils og peysur eru öllu ódýrari og einnig þægilegri í meðferð. Því er haldið fram, að pils og peysa sé leiðigjarn búningur, er til lengdar lætur, en svo þarf þó ekki að vera, því að auðvelt er að auka fjölbreytni hans með tiltölulega litl- um kostnaði, ef notaðir eru til skiptis kragar, festar, nælur, klútar eða belti við peysurnar. — Eins og fyrr var sagt, eru skólaskór þeirra amer- ísku yfirleitt lágir og heilir. Þeir eru úr þykku leðri og oft gúmmísólaðir. Enginn vafi er á því, að slíkir skór hæfa unglingum betur til hvers- dagsnotkunar eir háhælaðir, opnir skór, og þá ekki síður á íslandi en í Ameríku. Því hefur ver- ið borið við, að hér hafi ekki verið á boðstólum öðruvísi skór en opnir. Undanfiarið hafa þó flutzt hingað rnjög góðir enskir götuskór, svo ekki er hægt að nota þá afsökun lengur. — Hvað sokk- um viðvíkur, þá mæli ég ekki með því, að íslenzk- ar stúlkur taki upp þann sið að ganga í hosum einum — nema ef til vill að sumarlagi. Á hinn bóginn er ég því eindregið hlynnt, að þær noti meira bómullar- og ullarsokka en þær hafa gert til þessa, bæði heilsu sinnar vegna og kostnaðar- ins. Því að óhemju fé munu stúlkur verja árlega til kaupa á skjóllitlum, handónýtum en rándýr- um „rayon“- og „pure“-sokkum til skólanotkun- ar. — Ekki má ég ljúka máli mínu án þessa að beina örfáurn orðum til skólapiltanna. Um klæðaburð þeirra mætti eflaust skrifa álíka langt mál og um klæðnað stúlknanna, en ekki verður það gert hér. Mig langar aðeins til að benda þeim á, hvort ekki mundi hentugra og kostnaðarminna einnig fyrir þá að klæðast að einhverju leyti eftir fyrirmynd amerískrar skólaæsku og nota stakar buxur, sportskyrtur og peysur, frekar en manséttuskyrtur og klæðskerasaumuð föt. Slíkur búningur væri í alla staða þægilegri og frjálslegri, auk þess sem hann mundi spara margri þreyttri nróður miklar pressingar og skyrtustrauingar. Á framanskráðu má sjá, að talsverður munur er á klæðaburði í skólum lrér og í Bandaríkjun- um. Ameríski búningurinn er, að mínum dómi, þeim íslenzka fremri um margt. Með þessu á ég að sjálfsögðu einungis við þann klæðnað amerískra skóla- stúlkna, sem notaður er al- mennt og lýst var hér að fram- an, en ekki við ýmsa þá öfga- kenndu búninga, er komið hafa fram í nokkrum fram- haldsskólum þar vestra. Að vísu hæfir hinn algengi ame- ríski skólabúningur okkur ekki að öllu leyti — okkar loftslag útheimtir til dæmis hlýrri nærföt og sokka og veigameiri hlífðarföt, svo að eitthvað sé nefnt — en með fá- einurn breytingum og lagfær- ingum má samræma hann ís- lenzkum staðháttum. „Nú ber eitthvað nýrra við,“ verður senni- lega einhverjum lesandanum að orði. „Hér er alltaf og alls staðar hamrað á því, að við íslend- ingar eigum að vera þjóðlegir í klæðaburði, og svo tekur einhver upp á því að segja okkur að herma eftir því ameríska!" — Ég verð að viður- kenna, að það er einmitt það, sem ég geri. Mín skoðun er sú, að ef við getum eitthvað lært okkur í hag, þá má einu gilda, hvaðan það kemur: hvort það er innlent eða útlent að uppruna. Því skora ég á íslenzkar skólastúlkur — og pilta líka — að mynda með sér samtök um að klæðast almennt einfaldari, hentugri og ódýrari búningi en þau nú gera, öðrurn æskulýð landsins til eftirbreytni, og mega þau þar gjarnan taka klæðaburð skóla- fólks í Bandaríkjunum sér til fyrirmyndar. 1. marz 1947. E. E. G. ☆ 70 SYRPA

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.