Syrpa - 01.03.1947, Side 35
KARLADÁLKUR
Það er gleðilegt tímanna tákn, hve Karladálkurinn virðist
ætla að ná miklum vinsældum. Strax og fyrsta tölublað
„Syrpu“ kom fyrir almennings sjónir, tók bréfum frá hinum
og þessum herramönnum að rigna yfir mig. Kenndi þar
margra grasa, og verð ég að segja, að eftir margra ára við-
kynningu við blessaða karlmennina, þá hafði ég satt að segja
dregið þá ályktun, að þeir vissu allt á milli himins og jarðar,
en spurningar þeirra bera sannarlega ekki vott um það. Auð-
vitað er ekki nokkur leið að svara öllum þessum spurningum
í því litla rúmi, sem mér er ætlað hér í blaðinu, en samt mun
ég reyna að gera öllum einhverja úrlausn, þótt síðar verði.
Oheppni í ástamálum
„L. R.“ sendir mér stóra mynd af sér og kvartar um, að
þrátt fyrir itrekaðar tilraunir hafi sér ekki tekizt að koma sér
upp viðeigandi eiginkonu. Spyr hann, hvað valdið geti þess-
um seinagangi og biður um hald-
góð ráð. Já, það er margt, sem am-
ar að, og
„sumir leita þess alla ævi,
sem aðra bindur í hlekki",
eins og skáldið Tómas segir. En því
miður neyðist ég til að hryggja
þennan einstæðing: Ráð við hans
meini fyrirfinnast ekki. Sé honum
umhugað um að vita ástæðuna, þá veit ég aftur á móti óbrigð-
ult ráð til þess: Kæri vinur, líttu í spegil.
Rakstur
„Gamall maður á Skeggjagötu" biður um uppskrift á heppi-
legri aðferð við rakstur. Það bar vel í veiði, því að ég var ein-
mitt nýbúin að fá nýjustu uppskriftir frá Ameríku:
1. aðferð: Áhöld: Sápa (raksápa).
Skeggbursti.
Rakvél eða rakhnífur.
Heitt vatn.
Morgunblaðið.
Fyrst er burstanum difið í vatnið, síðan sápunni
makað í burstann, þá burtanum nuddað á and-
lit þess, sem raka á, þangað til vel freyðir, og loks
er sápufroðan ásamt fyrirliggjandi skeggi skafin
af með beittum hníf. Ef mikið blæðir, er gott að
setja snifsi af Mogganum ofan í sárið.
Takist raksurinn ekki vel með þessari aðferð, er
ástæðan venjulega sú, að rakvélin er ekki nógu ná-
lægt andlitinu.
2. aðferð: Fyrir þá, sem lítinn tíma hafa til að standa i því
að raka sig sjálfir, er það gott ráð að fara í rakara-
stofu og biðja um raktsur. Þar bíða þeir fyrst í
þrjá til fjóra klukkutíma og fá svo raksturinn, ef
heppnin er með. Það eru til margir ágætismenn,
sem hafa eytt beztu árum sínum á rakarastofum.
Annars er skegg og skeggrakstur svo mikið og vandasamt
viðfangsefni, að um það mætti skrifa margar mjög seljanlegar
bækur, og er hér um að ræða ókeypis hugmynd til okkar
framtakssömu bókaútgef-
enda. Til þess að gera slíkar
bækur verðmætari, mætti
hafa þær tölusettar og und-
irritaðar af höfundi, að ég
tali nú ekki um fáeinar inn-
siglaðar litmyndir.
Allt frá ómunatíð hafa
karlmenn verið þjakaðir af
skeggvexti, þó auðvitað séu
til mjög heiðarlegar undan-
tekningar. Sú íslenzka und-
antekning, sem kunnust er,
er óefað Njáll hinn Skegglausi.* Skegg nútímans er ekki eins
viðáttumikið eins og skegg fornaldarinnar, og eru jafnvel dæmi
til þess að nota þurfi stækkunargler til að koma auga á það.
Eins og kunnugt er, þá eru konur algerlega skegglausar (eða
eiga að minnsta kosti að vera það) og mun það vera ástæðan
til þess, að viðræður þcirra eru að jafnæði nefndar „kjaftæði",
en viðræður karlmannanna eru aftur á móti kallaðar „skegg-
ræður".
Kær kveðja.
Gróa
(Rétt utanáskrift mín er: Gróa, c/o Syrpu. Pósthólf 912).
* Til leiðbeiningar þeim, sem ekki kannast við Njál heit-
inn (og eru þeir líklega ekki svo fáir meðal æskumanna þjóð-
arinnar), vil ég gefa eftirfarandi upplýsingar:
Njáll Þorgeirsson, bóndi og cand. juris, var uppi fyrir fá-
einum öldum og bjó rausnarbúi á Bergþórshvoli í Landeyjum
ásamt könu sinni, Bergþóru Skarphéðinsdóttur. Þau áttu
nokkra syni, en nafnkunnastur þeirra er Skarphéðinn, vegna
þess hve mjög hann hefur komið við sögu undanfarna mánuði.
Sama Gróa.
+ -*** + + + + -******** + -* +
BÆKUR
Elias Mar: EFTIR ÖRSTUTTAN LEIK. Skáldsaga.
(Nýir pennar.) Reykjavík, Víkingsútgáfan, 1946.
Höfundurinn er kornungur Reykvíkingur, og um ástir reyk-
vikskra ungmenna er saga hans.
Sagan gerist á fáeinum mánuðum, og er endurminningar
Þórhalls Gunnarssonar stúdents, eða Bubba, eins og hann er
venjulega nefndur. Þórhallur er tvítugur að aldri, þegar sagan
hefst, hann er af góðum ættum, faðir hans virðulegur kennari
við gagnfræðaskóla, en móðirin löngu dáin. Hann segist hafa
SYRPA
73