Syrpa - 01.03.1947, Side 18
til hliðanna bæði lægri og mjórri. Fyrst var skáp-
ur með einhverju óákveðnu smádóti, svo glasa-
skápurinn, sem aldrei var opnaður nema á afmæl-
inu hans afa og öðrum stórhátíðum og seinast
meðalaskápurinn með læknislyktinni, tannpínu-
meðali, andstyggðar laxérolíunni og öðru fleira.
Uppi á miðskápnum stóð gamla klukkan, að
ofan eins og bæjarbust í laginu, og með mynd af
páfuglum og ævintýrablómum innan á glerinu
og undurblíðu tikki tikki. Þetta var skálda-
klukka, en seinna fékk afi að gjöf afar fína
klukku með krúsídúllum og krumsprangi, en
hún var stór og komst ekki fyrir í afa horni. Á
litlu skápunum stóðu svo postulínshundarnir. Dá-
samlegir hundar. Þegar mamma og Steingrímur
voru lítil og voru í heimsókn með afa og ömmu
hjá Knudsen verzlunarstjóra í Reykjavík, föður
Vilhelms Knudsen og frú Lydíu konu síra Olafs
í Arnarbæli, fengu þau að leika sér að þessurn
hundum, tóku slíku ástfóstri við þá, að Knud-
senshjónin gáfu þeim hundana að skilnaði.
Seinna fékk ég annan héppann og Bragi Stein-
grímsson hinn. í horninu liinum megin við stóru
dyrnar var stór Svendborgarofn, skammt frá lion-
um, upp við vegginn að vestanverðu, var sófi með
rauðu flosáklæði, fyrir ofan sófann gömul frönsk
mynd, og fyrir neðan hana stóð Une lettre du
maman. Svo komu dyrnar fram í eldhúsganginn,
hinum megin við þær stóð kommóða og á lienni
saumavél. Við norðurvegginn stóð gamalt ma-
hogni „buffet“ með spegli. Stundum var svo
prjónavél ömmu í norðausturhorninu. Undir
austurglugganum stóð lítið borð. Þegar síminn
kom, var hann á veggnum á milli glugganna. Á
sunnudögum og þá sjaldan að borðið var ekki í
notkun til vinnu eða leika, var á því stór, rauður
flosdúkur með kögri utan urn og ofan á honum
iivítur, útsaumaður dúkur, svokallaður ljósadúk-
ur. Fyrir miðju borði hékk ofan úr loftinu stór,
hvítur hengilampi í látúnsumgerð. Á veggjunum
upp fyrir miðju var eikarmálað „panel“ og mjó
hilla efst. Á þeirri hillu stóð t. d. þýzk ölkanna,
ávaxtahnífar úr látúni í látúnsgrind og svo gler-
augnahús afa og ömmu. í báðum stofunum voru
fótaskemlar klæddir rauðu flosi með krosssaum-
uðum blómsturbekk í miðju.
Ur eldhúsganginum var gengið upp á loft.
Fyrst kom „miðloftið", þaðan lágu dyr í allar átt-
ir. í norður og suðurgafli voru herbergi sæmilega
stór og lítil súðarherbergi til hliða. Flest árin
sváfu afi og amma í norðurherberginu, stóðu
rúm þeirra sitt undir hvorri hlið, en borð
undir glugganum á milli. Á borðinu var ofur-
lítill náttlampi og svo afa lampi og krúsin hans
með skyrblöndu, sem var honum nauðsynlegur
næturdrykkur. Fyrir ofan afa rúm var mynd
Rafaels af Maríu með Jesúbarnið, óteljandi
vængjaðir englakollar, hin heilaga Anna og Sixt-
us gamli páfi með skegg og skalla. Á mjög ung-
um aldri hafði ég bent á hann og spurt: „Þessi
ulla bía karl, er það Guð.“ Mér var vorkunn að
spyrja þannig, því að á heimilinu var biblíu-
myndabók ein mikil, og átti fyrsta myndin þar að
tákna Guð, sem í upphafi skapaði himinn og
jörð, en þar var hann með veglegt hár og skegg
og minnti á síra Valdimar Briem. Fyrir ofan
ömmu rúm var litprentuð mynd af hinni heil-
ögu kvöldmáltíð. Á loftinu var skatthol, merki-
legt, vegna þess að það hafði áður átt Björn
Gunnlaugsson. Öðru tel ég óþarft að segja frá.
(Framhald innan skamms.)
SYRPA
er óháð stjórnmálaflokkum,
en vill leitast við að ljá öll-
um góðum málum lið. Hún
mun flytja ritgerðir hæfustu
manna um öll málefni heimilisins (svo sem upp-
eldi, húsakynni, mataræði og heilbrigðishætti),
þjóðræknismál (svo sem tungu, bókmenntir, per-
sónusögu og ættfræði), ýmiskonar félagsmál (svo
sem jafnrétti, bindindi, vinnubrögð og skemmt-
analíf), fegurð og nytsemi landsins, og allskonar
menningarmál. Ennfremur rnargt og mikið til
skemmtunar og fróðleiks, bæði innlent og útlent.
Ritið kemur út einu sinni í mánuði, nema í júlí,
ágúst og september. Lesmál er áætlað minnst 32
blaðsíður. — Árgangurinn kostar 40 krónur, og
greiðist í tvennu lagi, ef óskað er. •
Afgreiðsla: Auglýsingaskrifstofa E. K., Austur-
stræti 12, pósthólf 912, sími 4878.
Gerizt áskrifendur!
56
SYRPA