Morgunblaðið - 21.08.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.08.2021, Qupperneq 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021 GUM Sonic batterístannburstarnir fjarlægja allt að 50% meira af óhreinindum en venjulegir tannburstar. Nýttu auka kraftinn af titringnum fyrir dýpri hreinsun. Sölustaðir: Krónan, Hagkaup, apótek, Fjarðarkaup og Heimkaup.is Jón H. Sigurmundsson Þorlákshöfn Í ár eru 20 ár síðan Gunnar Jón Guðmundsson lést af slysförum, þá aðeins 16 ára gamall. Árlega er haldið minningarmót í golfi á golf- vellinum í Þorlákshöfn og rennur ágóði mótsins til að styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf í sveitar- félaginu Ölfusi ásamt forvarnar- starfi í leik- og grunnskólum á svæðinu. Þann 15. ágúst sl. fór mótið fram og við það tækifæri afhenti Magn- ús Guðmundsson, bróðir Gunnars Jóns, Körfuknattleiksdeild Þórs eina og hálfa milljón króna í styrk fyrir hönd menningarsjóðsins. Magnús sagði þegar hann af- henti styrkinn að hann þekkti vel til körfuboltans í Þorlákshöfn, þar væri unnið frábært starf sem sýndi sig vel í Íslandsmeistaratitli í Dominosdeildinni og fjölda lands- liðsmanna í hópi bæði unglinga og fullorðinna. Mikil aðsókn Að þessu sinni tóku 72 kylfingar þátt í mótinu þar sem leikið var eftir Texas Scramble-fyrirkomulagi og ræst var út á öllum teigum á sama tíma. Mikil aðsókn er í mótið hverju sinnu og færri komast að en vilja, enda vinningar veglegir. Sigurvegarar á golfmótinu voru Elís Rúnar Elísson og Björn Andri Bergsson á 61 höggi nettó. Egill Magnússon og Eyþór Már Magn- ússon léku á 62 höggum nettó og Hilmar Guðlaugsson og Gunnar Marel Einarsson léku á 63 höggum nettó. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Styrkveiting Magnús Guðmundsson afhenti styrkinn. Við honum tóku Tóm- as Valur Þrastarson unglingalandsliðsmaður, Hildur Björk Gunnsteins- dóttir unglingalandsliðskona og Styrmir Snær Þrastarson landsliðsmaður. Hjá þeim standa Jóhanna Hjartardóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs, og Guðmundur Karl Baldursson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Þorlákshafnar og faðir Gunnars Jóns sem mótið er til minningar um. Styrktu körfu- boltadeild Þórs - Mikil aðsókn í minningarmót í golfi „Það styrkir óneitanlega stöðuna fyrir okkur á mörkuðum annarra landa að segja frá því hversu vel Ólafsson hefur verið tekið á heima- vellinum,“ segir Arnar Jón Agn- arsson, einn af stofnendum Eyland Spirits sem stendur á bak við Ólafs- son-ginið. Þegar sölutölur Vínbúðanna voru gerðar upp fyrir júlí kom í ljós að ís- lenska ginið Ólafsson var það sölu- hæsta í mánuðinum og tók þar með toppsætið af Beefeater. Þetta þykja nokkur tíðindi því rótgrónir risar frá Englandi, heimalandi ginsins, hafa einokað efsta sætið yfir mest selda ginið allt frá því fyrsti gin og tón- ikinn var blandaður hér á landi. Ólafsson-gin kom á markað í mars 2020 og náði á skömmum tíma að heilla bragðlauka íslenskra gin- unnenda. Heimsfaraldurinn tafði fyrirhugaða landvinninga en Arnar Jón segir að eftir á að hyggja hafi það verið lán í óláni. Ólafsson hefur þrátt fyrir það vakið athygli í stórum alþjóðlegum bragðkeppnum. „Við höfum fengið gullverðlaun í fimm eða sex keppnum og platínu- verðlaun í einni. Hápunkturinn kom í San Francisco Spirits Competition núna í vor þar sem Ólafsson fékk gullverðlaun fyrir bæði bragð og umbúðir. Lengra verður ekki kom- ist. Þetta var eins og að fá Óskars- verðlaunin í bíóbransanum.“ Útflutningur hófst til Bandaríkj- anna í sumar og segir Arnar að í september verði Ólafsson-gin mætt í sjö ríki af 50. „Þetta hefur verið ansi ævintýralegt. Fyrir ári var ég eini starfsmaður Eyland Spirits í fullu starfi. Núna erum við orðin fimm og sjáum fram á að þurfa að bæta við okkur fólki mjög fljótlega.“ hdm@mbl.is Íslenskt gin það vin- sælasta í fyrsta sinn - Ólafsson-gin sölu- hæst í ríkinu - Selt í sjö ríkjum vestanhafs Sáttur Arnar Jón Agnarsson gleðst yfir vinsældum Ólafsson-ginsins. Nýverið tóku heimamenn og gestir á Flateyri þátt í nýrri listgöngu sem bar yfirskriftina Flatbirds, með Jean Larson, bandarískum listmálara, sem býr á Flateyri. Í júlí og ágúst málaði Jean tólf málverk og vegglistaverk á húsveggi bygginga á Flateyri sem gjöf til íbúa þorpsins og hafa listaverkin vakið verðskuldaða athygli, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Verkefninu lauk um síðustu helgi með gönguferð með listamanninum og fuglafræðingnum Sigurlaugu Sigurðar- dóttur frá Náttúrustofu Vestfjarða. Á hátíðargöngunni, sem dró að sér yfir 70 manns, áttu gestir þess kost að heyra frásagnir Jean af listrænni nálgun hennar að verkefninu auk þess að njóta áhugaverðrar og skemmtilegrar fræðslu um þá fugla sem prýða húsveggi bygginga á Flateyri. Göngunni lauk svo á Gunnukaffi á Flateyri þar sem gestir nutu kaffiveitinga. Að því loknu fór fram fjörlegt listaverka- uppboð þar sem gestum gafst kostur á að bjóða í uppsetn- ingu 13. vegglistaverksins og safna um leið fjármunum fyrir gott málefni. Hæsta boð uppboðsins átti Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði, sem hefur ákveðið að vegglistaverkið muni prýða húsvegg á byggingu Grunn- skóla Önundarfjarðar á Flateyri. Allur ágóði af uppboðinu mun renna til Fuglaverndar, Fuglaverndarfélags Íslands. Jean Larson er þekkt listakona frá Michigan í Bandaríkj- unum. Hún hefur í samvinnu við Juraj Hubinák, annan íbúa á Flateyri og verkefnisstjóra Lýðskólans á Flateyri, unnið að verkefninu og tryggt nauðsynlegt fjármagn til þess. Verkfræði- og þekkingarfyrirtækið EFLA veitti fjár- magn til verkefnisins en listakonan gaf vinnu sína að gjöf til Flateyrar, staðar sem er henni hjartfólginn, segir enn- fremur í tilkynningunni. Ljósmynd/Eyjólfur Karl Eyjólfsson Listganga Flateyringar og ferðamenn gengu um bæinn og fengu fróðleik um listaverk Jean Larson. Flateyringar fengu góða gjöf - Listganga með bandaríska listmálaranum Jean Larsen Listmálari Jean Larson vinnur hér að einu vegg- listaverka sinna sem hún gaf Flateyringum. Ljósmynd/Jay Simpson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.