Morgunblaðið - 21.08.2021, Síða 38

Morgunblaðið - 21.08.2021, Síða 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021 70 ÁRA Pálmi fædd- ist á Akureyri og ólst þar upp. Hann varð stúdent frá MA 1971 og lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1977. Með fram náminu vann Pálmi sem lögreglumaður á Akureyri og í Rann- sóknarlögreglunni í Reykjavík auk ýmissa annarra starfa. Hann varð fyrst sóknar- prestur í Melstaðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi 1977 og var þar í fjögur ár, en frá 1981 var hann í Glerárprestakalli á Akureyri og hefur síð- an verið sóknarprestur í Bústaðakirkju frá 1989. Pálmi hefur verið virkur í félagsstörfum, bæði í æskulýðsstarfi og í íþróttastarfi, enda hefur hann alltaf verið mikill íþróttamaður sjálfur. Hann var í mörg ár í dómaranefnd, landsliðsnefnd og stjórn HSÍ og í héraðs- nefnd Reykjavíkurprófastsdæmis vestra frá 1991. „Það hefur alltaf verið mikið að gera hjá mér, en núna vil ég sinna fjölskyldunni og áhugamálum sem eru mörg.“ Hann segir að þegar dóttursonur hans og nafni, Pálmi Freyr, átti að fermast hafi hann viljað fermast á pálmasunnudag og láta afa Pálma ferma sig, en þá voru Covid-takmarkanir á öllu og allar hópsam- komur bannaðar. „Nafni spurði mig þá: „Getum við þá ekki farið bara tveir saman í kirkjuna og þú haft athöfn fyrir mig, afi“, og við fórum þangað saman. Það er góð tilfinning að finna að trúaruppeldið sé að skila sér til barnabarnanna. Fjölskyldan hefur alltaf fylgt mér í starfinu og það er mikil blessun.“ FJÖLSKYLDA Eiginkona Pálma er Unnur Ólafsdóttir, f. 9. júní 1954, kennari og skrifstofumaður. Þau eiga dótturina Hönnu Maríu, f. 25.9. 1975, viðskiptafræðing sem er gift Davíð Frey Oddssyni, cand. theol og MBA, f. 26.11. 1974. Börn þeirra eru Unnur María, f. 2003, Pálmi Freyr, f. 2006, og Helgi Freyr, f. 2012. Foreldrar Pálma eru hjónin Matthías Einarsson, f. 10.6. 1926, d. 27. febrúar 2019, fv. lögregluvarðstjóri á Akureyri, og Jó- hanna María Pálmadóttir, f. 28.8. 1927, fv. fulltrúi. Pálmi Matthíasson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Gættu þess að gefa ekki neitt það í skyn sem þú getur ekki eða vilt ekki standa við. Gaumgæfðu líf þitt og kannaðu hvort þú vilt breyta til. 20. apríl - 20. maí + Naut Það er allt í sómanum hjá þér um þessar mundir í vinnunni svo þú getur leyft þér að slaka svolítið á. En skelltu skollaeyr- um við slúðrinu sem vinnufélagar þínir eru að henda á milli sín. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Gættu þess að halda þig við sannleikann í dag. Settu þér skynsamleg mörk, því annars er hætt við að allt mis- heppnist. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Ekkert virðist þér ofviða og þú hef- ur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með því að sýna vinsemd og umhyggju. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Vertu ekki vonsvikinn þótt þér hafi mistekist eitthvað. Leyfðu fleirum að láta ljós sitt skína og sýndu öðrum þá þolin- mæði sem þú vilt njóta. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Lífið verður meiri dans á rósum á næstunni en verið hefur. Ekki gefast upp núna, haltu ótrauður áfram. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú hefur jákvæð áhrif á samstarfs- menn þína. Allir vilja njóta samvista við þig, virðist vera. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Hvort sem þú vilt hreyfa þig meira eða bæta mataræðið áttu eftir að vera sáttur við að gera svo. Haltu samt lykilleyndarmálunum fyrir þig. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú þarft áreiðanlega að kyngja ýmsu til þess að halda friðinn á vinnu- staðnum. Gefðu sannleikanum tíma til að koma í ljós. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Án nokkurs vafa ertu miðja allr- ar athygli í félagslífinu. Spurðu samt sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Mundu að ekki verður tekið mark á orðum þínum, nema þú eigir inn- eign fyrir slíku trausti. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni og mundu að stundum verða aðrir að fá að ráða för. í tvö ár og var meðal stofnfélaga Rótarýklúbbs Reykjavíkur – Mið- borgar 1994 og forseti hans 2007-08. „Eftir að ég hætti að vinna fór ég á fullt að starfa hjá Rauða krossin- um og sinnti í 15 ár sjálfboðastörf- um hjá kvennadeild Reykjavík- urdeildar Rauða kross Íslands á árunum 2005-20.“ Hún var í stjórn kvennadeildar í tíu ár og formaður 2011-17, í stjórn Hollvinasamtaka í Verslunarskólanum var ég kosin í stjórn nemendafélagsins. Stuttu eft- ir að ég kom heim úr námi frá Bret- landi áttaði ég mig á því að það þyrfti að bæta eitthvað stöðu kvenna í samfélaginu. Þá gekk ég í Kvenréttindafélag Íslands og var þar í stjórn frá 1981-85 og var einnig í ráðgjafarnefnd jafnréttisráðs, sem voru mjög gefandi störf.“ Auk þess sat Oddrún í stjórn Hallveigarstaða O ddrún Kristjánsdóttir fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1951. Hún var skírð í höfuðið á Oddi afa sínum og Guðrúnu ömmu. Fyrstu árin bjó hún með for- eldrum sínum í Vesturbænum í Reykjavík en frá 1960 á Seltjarn- arnesinu. Hún lauk stúdentsprófi frá hagfræðideild Verslunarskóla Íslands 1972, og kenndi síðan í skólanum í hálft ár. Árið 1976 lauk hún BSc.-prófi (hons.) í umhverfis- fræðum frá University of Salford í Bretlandi. „Á þessum tíma var nám- ið í Verslunarskólanum sex ár og ég útskrifaðist úr hagfræðideild skól- ans. Það var eiginlega gert ráð fyrir að við færum öll í viðskiptafræði, en ég ákvað að taka U-beygju og fór til Bretlands í umhverfisfræði, þrátt fyrir að bestu vinir mínir í dag séu úr Versló. En það var mjög gott fyr- ir mig að fara að heiman og þrosk- andi.“ Vorið og sumarið 1973 starfaði Oddrún sem flugfreyja á DC-8- þotum Loftleiða. Eftir háskólanámið í í Bretlandi vann hún fyrst sem fulltrúi hjá Flugmálastjórn Íslands, 1976-78, og síðan í samgönguráðu- neytinu 1978-82. „Það var mjög skemmtilegur tími hjá samgöngu- ráðuneytinu. Það voru færri starfs- menn í ráðuneytunum og margir stórir málaflokkar svo maður fékk að kynnast mjög mörgu.“ Eftir fjög- ur ár í ráðuneytinu ákvað Oddrún í félagi við þrjá skólafélaga úr Versl- unarskólanum og með eiginmann- inum að stofna fyrirtækið Liðsauka árið 1982. „Þetta var fyrsta afleys- ingaþjónustan hér á landi og það dæmdist á mig að veita því fyrirtæki forstöðu og það gerði ég næstu tólf árin.“ Árin 1994-99 var hún ráðin framkvæmdastjóri Vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar, síðar höfuð- borgarsvæðisins. Hún starfaði 1999- 2000 í ráðhúsinu sem verkefnisstjóri atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar og frá árinu 1985 hefur Oddrún einnig verið framkvæmdastjóri fjöl- skyldufyrirtækisins Magnús Þor- geirsson ehf. „Ég hef alltaf verið afskaplega mikil félagsmálamanneskja og strax líknardeilda í eitt ár, í stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða kross Ís- lands 2011-20 og í stjórn Rauða kross Íslands 2014-20. Oddrún segist vera svo lánsöm að eiga marga góða vini og sem dæmi er hún í tveimur öflugum og skemmtilegum vinahópum, sem hittast reglulega. „Göngugarparnir“ eru níu skólasystur úr Versló og „Liðsurnar“ eru átta fyrrverandi starfskonur í Liðsauka, sem halda enn góðu sambandi og hittast reglu- lega. „Við Göngugarparnir röltum nú aðallega um innanbæjar og köll- um okkur garpa meira í gríni en al- vöru,“ segir hún hlæjandi. „En göngurnar eru hollar og ekki síður félagsskapurinn.“ Árið 1986 byggðu þau Leifur eiginmaður hennar sumarhús á bökkum Norðurár í Borgarfirði. Fjölskyldan hefur síðan átt margar góðar stundir þar. Um árabil stund- uðu þau laxveiði í Norðurá, og einn- ig í ýmsum öðrum ám á Vestur- og Suðurlandi. „Þetta er dásamlegt svæði og við erum þarna allt árið um kring, því húsið er heilsárshús og stutt að fara úr bænum.“ Eftir starfslok hennar og Leifs árið 2000 ákváðu þau að heimsækja ýmsa staði jarðkringlunnar. „Okkur langaði að skoða heiminn og vorum bæði orðin frjáls eftir að hætta að Oddrún Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri – 70 ára Sumbústaðurinn 2021 Í páskafríi 2021 í bústaðnum í Borgarfirði. Frá vinstri: Fanney Ída, Darri, Kristján, Magnús, Júlíus Hrafn og Oddrún. Mikil félagsmálakona Veiðin Oddrún með 15 punda lax, sem hún veiddi á litla Sil- ver Blue flugu í Stekkjarfljótinu í Norðurá í júlí 1994. Kína Leifur og Oddrún prófa kínverskt snáka- brennivín í siglingu niður ána Li í Kína í apríl 2006. Til hamingju með daginn - meira fyrir áskrifendur Lestumeira með vikupassa! Fyrir aðeins 1.990 kr. færð þú netaðgang að öllu efni úr blaði dagsins og næstu 6 daga. - Fréttir - Ritstjórnargreinar - Menning - Íþróttir - Daglegt líf - Viðskipti - Fastir þættir - Aðsendar greinar - Aukablöð - Viðtöl - Minningargreinar - Umræðan Vikupassi er auðveldari leið til að lesaMorgunblaðið á netinu. Fáðu þér vikupassa af netútgáfu Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.