Morgunblaðið - 21.08.2021, Side 44

Morgunblaðið - 21.08.2021, Side 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021 »Fyrstu tónleikarnir af fernum sem bera yfirskriftina Nýklassík og Sinfó voru haldnir í Eldborg í fyrrakvöld. Þar mætast Sinfóníu- hljómsveit Íslands og margir af vinsælustu tónlistarmönnum lands- ins í poppi og rappi, þeirra á meðal GDRN. Popp- og rappstjörnur komu fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg í fyrrakvöld Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nýklassík GDRN á sviði Eldborgar með Sinfóníuhljómsveit Íslands og stjórnanda, Daníel Bjarnasyni. Kátar Anna Kristín Óskarsdóttir og Elísabet Alma Svendsen. Spennt Maríanna Káradóttir og Kári Guðmundsson skömmu fyrir tónleika. Í Hörpu Sverrir Hreiðarsson og Margrét Ragnarsdóttir. Tilvaldar hallir er heiti sýningar sem Þorvaldur Jónsson myndlistar- maður opnar í Listamönnum gall- eríi á Skúlagötu 32 kl. 16 í dag, laugardag. Frásagnarkennd mál- verk Þorvaldar hafa á undan- förnum árum vakið talsverða at- hygli, verk þar sem oft má sjá menn sem dýr úti í náttúrunni, verk sem eru hlaðin smáatriðum og vísa stíl- lega í myndheima bernskra lista- manna. En í þessum nýju verkum eru hvorki menn né lifandi dýr á ferli heldur sýna þau öll misfræg heimili og aðsetur listamanna, fyrr og nú, og öll nema eitt á Íslandi. Gljúfrasteinn er á einu málverkinu, Skriðuklaustur á öðru, þá hefur Þorvaldur sem dæmi málað Hnit- björg Einars Jónssonar, heimili Bjarkar Guðmundsdóttur, turnum prýtt heimili Sverris Stormskers á Vatnsleysuströnd, kofa Kjarvals á Héraði og heimili Hrafns Gunn- laugssonar á Laugarnesi. Þorvaldur segir blaðamanni að þessi sérstaka röð verka hafi hafist með myndinni sem hann málaði af einstakri byggingu sem franskur alþýðulistamaður, Ferdinand Che- val, reisti sér. „Ég hef svo aðallega valið hús sem mér finnst áhugaverð og þau eru næstum því eins og myndir af listamanninum. Maður þekkir í sumum tilvikum næstum því húsin betur en listamanninn,“ segir hann. „Gott dæmi er hús Samúels í Selár- dal,“ segir hann og bendir á mál- verk sem sýnir það. „Eins og er með hús Einars Jónssonar. Svo má velta fyrir sér hvaða munur er á því hvernig listamenn bjuggu í gamla daga og hvernig þeir búa núna; hér áður fyrr komu þeir sér stundum fyrir í eins konar höllum sem oft var safnað fyrir fyrir þá.“ Þorvaldur segir að hingað til hafi verið mikið af dýrum og fígúrum í verkum hans. „Hér er ekkert af slíku. Þetta eru bara húsin og mér fannst þau bara þurfa að standa ein og stök. Þetta er þannig séð eins- konar portrettsýning,“ segir hann. Morgunblaðið/Einar Falur Listamannahús Þorvaldur Jónsson við málverk sitt af byggingu Ásmundar Sveinssonar við Sigtún. Aftar er málverk af húsi Sverris Stormskers. Portrettmálverk af híbýlum listamanna - Tilvaldar hallir Þorvaldar Jónssonar Kynningareintök af óútgefinni bók Sally Rooney, Beautiful World, Where Are You, sem send voru völdum ritstjórum, rithöfundum og áhrifavöldum í maí, hafa gengið kaupum og sölu fyrir hundruð dollara, að því er fram kemur í frétt á vef The Guardian. Kemur þó mjög greinilega fram á bókar- kápu að ekki megi selja eintökin, þau séu aðeins til kynningar. Hafa eintök af bókinni verið seld á vefj- um á borð við eBay og Depop fyrir býsna háar upphæðir, eitt í júní á 209 bandaríkjadali, jafnvirði um 27 þúsund króna. Þá hafa strigapok- arnir sem bókin var send í meira að segja verið seldir fyrir allt að 80 dollara. Kynningareintök ýmissa vin- sælla höfunda hafa notið vaxandi vinsælda á söluvefjum hin síðustu misseri, að því er fram kemur í fréttinni. Kynningareintök eftirsótt Vinsæl Sally Rooney.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.