Morgunblaðið - 18.09.2021, Síða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik
máfinnaávefokkar
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
449.400kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Afar einfalt er að reisa húsin okkar.
Uppsetning tekur aðeins einn dag
TILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Engar lóðir eru til sölu undir sér-
býli eða fjölbýli hjá Reykjavíkur-
borg í augnablikinu, að því er fram
kemur í svari borgarinnar við fyrir-
spurn blaðsins.
Vísað var til svars við fyrirspurn
um málið í borgarráði, hinn 16.
ágúst síðastliðinn, en þar sagði að
lítil eftirspurn hefði verið eftir sér-
býlishúsalóðum á undanförnum ár-
um. Frá 1. júní 2018 hefði borgin
úthlutað 31 einbýlishúsalóð, 14 rað-
húsalóðum, tveimur parhúsalóðum
og tíu tvíbýlishúsalóðum.
Tilefnið er að Logi Einarsson,
formaður Samfylkingarinnar, lét
þau orð falla í viðtalsþættinum
Dagmálum, á
mbl.is, að lóðir
undir sérbýli í
borginni væru
„hilluvara“.
Spurður hvað
hann hefði meint
svaraði Logi svo:
„Ég átti bara við
að það er alltaf
verið að tala um
að það sé lóða-
skortur í Reykjavík. Nú er veru-
leikinn auðvitað miklu fjölbreyttari
en svo að byggingarmagn einskorð-
ist við úthlutaðar lóðir. Það eru alls
konar þróunarverkefni í gangi.
Varðandi einbýlishús skilst mér að
það séu til lóðir sem hægt er að
sækja um,“ sagði Logi og vísaði að
öðru leyti á borgina varðandi lóða-
framboðið.
Ingólfur Bender, aðalhagfræðing-
ur Samtaka iðnaðarins, segir verk-
taka hafa ítrekað bent á lóðaskort.
Engin einbýlishúsalóð í boði
„Það er engin einbýlishúsalóð í
boði núna. Það er því rangt að lóðir
í borginni séu á hillu. Þvert á móti
er lóðaskortur vandamál á þessum
markaði og hann hefur verið sér-
staklega mikill hjá Reykjavíkur-
borg. Það er mikið kallað eftir nýj-
um íbúðum um þessar mundir en
okkar félagsmenn ná ekki að mæta
eftirspurn,“ segir Ingólfur um stöð-
una. Skorturinn hafi kynt undir
verðbólgu og fyrir vikið vaxtahækk-
unum.
„Hilluvaran“ ekki í boði
- Formaður Samfylkingar sagði ekki skorta lóðir í borginni
- Samkvæmt borginni er engin lóð í boði - SI benda á skort
Logi
Einarsson
500 ungmenni tóku þátt í skrúðgöngu sem haldin
var í tilefni þriggja ára afmælis samtakanna sem
reka Bergið headspace. Talan 500 vísar í þann
fjölda sem hafa leitað til Bergsins undanfarin tvö
ár en samtökin veita ungmönnum fría ráðgjöf og
stuðning. Sigþóra Bergsdóttir framkvæmda-
stjóri segir aukinn áhuga góðs viti enda geti
unglingsárin reynst mörgum krefjandi. Þá sé
gott að geta leitað sér aðstoðar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vel lukkuð 500 manna skrúðganga Bergsins
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
hefur höfðað mál á hendur Arnari
Sigurðssyni, eiganda Santewines
SAS og Sante ehf., til að láta af starf-
semi að viðlögðum dagsektum og til
viðurkenningar á skaðabótaskyldu.
Málið verður þingfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur á þriðjudaginn en fyrir-
svarsmaður stefnanda er Ívar J. Arn-
dal forstjóri ÁTVR.
„Þetta er örþrifaráð,“ segir Arnar.
ÁTVR lagði fram kæru til lögreglu í
lok júlí ásamt því að tilkynna Skatt-
inum meint brot á skatta- og tollalög-
um.
Í stefnunni segir að ekki sé af öðru
að ráða en að persónulegt virðisauka-
skattsnúmer Arnars sé notað vegna
smásöluviðskiptanna. „Arnar hefur
hvorki leyfi til innflutnings áfengis né
heildsölu.“
„Ég náttúrlega sæki um virðis-
aukaskattsnúmer fyrir mitt félag og
fæ því úthlutað frá Skattinum, sem
þeir skrá á forsvarsmann þegar um er
að ræða erlend félög,“ segir Arnar.
„Ég held að Skatturinn sé fullfær um
að sinna eftirliti og innheimtu. Ég sé
ekki alveg hvert er hlutverk ÁTVR í
því sambandi.“
Í kjölfar kæru ÁTVR í júlí lagði
Arnar fram kæru á hendur Ívari fyrir
rangar sakargiftir. Arnar segir að það
mál liggi enn á borði lögreglu. „Öfugt
við ÁTVR sendi ég ekki fyrirmæli til
þeirra og segi að málið sé áríðandi og
þeim beri að bregðast snarlega við.“
Í stefnu ÁTVR segir að hvorki lög-
regla né Skatturinn hafi brugðist við.
„Stefnanda er því nauðugur sá kostur
að höfða mál þetta.“
Arnar segir það greinilegt að
hvorki saksóknari, lögregla, Skattur-
inn né sýslumaður hafi brugðist við
málflutningi ÁTVR. „Myndi maður
ekki aðeins hugsa málið úr því að allir
aðilar telja ekki grundvöll til aðgerða.
Ég á ekkert sérstaklega von á því að
héraðsdómur muni taka vel í þetta,“
segir Arnar.
ÁTVR í hlutverki saksóknara
Með stefnu ÁTVR eru gerðar þrjár
kröfur. Í fyrsta lagi að Arnari verði
gert að láta af þátttöku í smásölu
áfengis, að viðlögðum dagsektum sem
yrðu 50 þúsund krónur.
Þá skal bótaskylda verða viður-
kennd vegna tjóns sem ÁTVR hefur
beðið vegna þátttöku fyrirtækisins í
smásölu áfengi í vefverslun og að
ÁTVR verði dæmd greiðsla fyrir
málskostnað. Með bótaréttinum er
gerð sú krafa að allar tekjur af smá-
sölu áfengis innanlands skuli renna til
ÁTVR í ljósi einkaréttar verslunar-
innar. Í stefnunni segir að Arnar hafi
lýst sölunni sem verulegri og að velta
fyrirtækjanna sé vel á annan milljarð
árið 2021. Arnar segir það vera mjög
sérstakt að ÁTVR telji það vera tjón
fyrir sig ef viðskiptavinir leiti annað.
Þá segir hann það einnig mjög sér-
stakt að ÁTVR krefjist að sektin
renni til þeirra en ekki í ríkissjóð.
„ÁTVR hefur aldrei verið falið neitt
saksóknara hlutverk eða skattayfirlit
eins og þeir eru að stunda.“ Arnar
segir að hann muni að öllum líkindum
fara fram á að málinu verði vísað frá.
ÁTVR höfðar mál á hendur Arnari
- Dagsektir og viðurkenning á skaðabótaskyldu - Þingfest í héraðsdómi á þriðjudag - „Þetta er ör-
þrifaráð“ - Krefjast þess að allar tekjur Sante af smásölu áfengis innanlands skuli renna til ÁTVR
Ívar J.
Arndal
Arnar
Sigurðsson
„Það var ekkert rosalega mikill
eldur þegar að var komið þó þetta
liti mjög illa út. Þannig að það
gekk mjög fljótt og vel að
slökkva,“ segir varðstjóri hjá
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Eldur kom upp í íbúð á annarri
hæð hússins að Bríetartúni 1 á
áttunda tímanum í gærkvöld. Allt
lið slökkviliðsins var sent á vett-
vang og tókst að slökkva eldinn.
Slökkvistarfi lauk um níuleytið í
gærkvöld.
Varðstjóri gat ekki staðfest að
enginn hafi verið í íbúðinni þegar
eldurinn kviknaði en enginn skað-
aðist þó.
Hann segir að líklega hafi
kviknað í út frá hleðslu á raf-
magnshlaupahjóli en lögreglan
mun rannsaka vettvang. Íbúðin er
mjög illa farin eftir eldsvoðann og
er um altjón að ræða.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Bruni Mikill viðbúnaður var í Bríet-
artúni í gærkvöldi. Engan sakaði.
Eldur í
Bríetartúni