Morgunblaðið - 18.09.2021, Page 20
ELDGOSIÐ Í GELDINGADÖLUM 6 MÁNAÐA20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021
Morgunblaðið/Eggert19. mars
Sex mánuðir eru á morgun frá því
að eldgosið í Geldingadölum hófst
að kvöldi 19. mars. Það eru 185
dagar að báðum dögum meðtöldum
og gosið það lengsta á þessari öld.
„Þetta hafa verið mjög áhuga-
verðir sex mánuðir,“ segir Þorvald-
ur Þórðarson, prófessor í eldfjalla-
fræði við HÍ. Segja megi að tveimur
stigum í gosinu sé lokið og það
þriðja nýhafið.
Það fyrsta var þegar gosopin
voru að opnast. Því lauk þegar
virkni hætti í öllum gígum nema
gíg númer 5 sem enn gýs. Við tók
annað stig sem var til loka ágúst.
Þá fór að gjósa undan norðvest-
urbarmi gígsins og sprautaðist
kvikan út. Einnig braust kvikan
upp í gegnum gígvegginn innan-
verðan og bjó til mjög fallega
hraunfossa. Óafgösuð kvika fór út í
hraunbreiðuna í Geldingadölum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon20. mars 5. apríl
Hálft ár frá upphafi jarð-
eldanna í Geldingadölum
- Gosið gengið í gegnum marga fasa - Gígurinn ruddi sig
Þar komu fram ný annars stigs gíg-
op þegar kvikan í hraunbreiðunni
fór að afgasast á laugardaginn var,
braust í gegnum hraunskorpuna og
myndaði kvikuhveri. Á sama tíma
virtist gosið pumpa bæði afgasaðri
og óafgasaðri kviku út í hraun-
geymi beint suður af gígnum þar
sem greina má dyngjulögun. Und-
anhlaup kom þaðan á þriðjudag og
hraunbylgjan óð niður í Nátthaga.
„Það hafa verið að minnsta kosti
sextán fasar í gosinu og tugir ef
ekki hundruð hrina,“ segir Þor-
valdur. Fasar eru tímabil þegar
virkni í gígnum er mjög svipuð.
„Til dæmis var nokkuð samfelld
kvikustrókavirkni snemma á stigi
tvö. Svo fór hún að koma í hrinum
þótt hver hrina væri stutt og bara
nokkrar mínútur á milli. Seinna
kom tímabil þegar hrinur voru
lengri og lengra á milli þeirra.“
Yfirborðsvirkni í eldstöðinni lá
niðri í á níunda sólahring í byrjun
mánaðarins og hófst aftur 11. sept-
ember. „Gígopið stíflaðist. Fram-
leiðnin er það lítil að það tók kvik-
una þetta langan tíma að finna sér
aðra leið,“ segir Þorvaldur.
Hann segir mikið af afgasaðri
kviku efst í gosrásinni. Hún kólnar
og stífnar þannig að erfiðara verð-
ur að færa hana til. Þorvaldur telur
alveg mögulegt að gosrásin stíflist
aftur.
„Ef gosið heldur áfram tel ég að
þarna myndist hrauntjörn sem get-
ur orðið á stærð við Geldingadali.
Hún mun þá miðla kviku um hraun-
pípur eða rásir að virkum vaxtar-
svæðum á jöðrum hraunsins.“
Gosið í Geldingadölum er í ætt
við eldri gos á Reykjanesskaga sem
mynduðu hádyngjur. Sum stóðu ár-
um saman. gudni@mbl.is