Morgunblaðið - 18.09.2021, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021
Ríkisstjórn Frakklands hefur kallað
sendiherra sína heim frá Bandaríkj-
unum og Ástralíu til þess að mótmæla
samningi landanna tveggja sem hall-
ar á Frakka. Emmanuel Macron, for-
seti Frakklands, gaf út fyrirmælin í
kjölfar þess að ríkisstjórn Ástralíu
hætti við að kaupa kjarnorkuknúna
kafbáta af Frakklandi og keypti
bátana frekar af Bandaríkjunum.
Jean-Yves Le Drian, utanríkisráð-
herra Frakklands, sagði í yfirlýsingu
að sendiherrarnir tveir skuli yfirgefa
ríkin strax en ákvörðunin er for-
dæmalaus.
Samningar Frakklands og Ástralíu
höfðu verið í bígerð frá árinu 2016 og
hljóðuðu upp á 37 milljarðar evra, eða
um fimm og hálf billjón krónur.
„Við höfðum komið upp sambandi
við Ástralíu sem var byggt á trausti,
þetta traust hefur verið svikið,“ sagði
Le Drian.
„Hnífstunga í bakið“
Leiðtogar Bandaríkjanna, Bret-
lands og Ástralíu tilkynntu í vikunni
að þeir hygðust mynda með sér nýtt
bandalag til að styrkja flotagetu sína
á Indlandshafi og Kyrrahafi. Felur
bandalagið meðal annars í sér að
Ástralir fá kjarnorkuknúna kafbáta,
en stjórnmálaskýrendur segja
bandalaginu beint gegn uppgangi
Kínverja.
Le Drian sagði hegðun Ástrala
vera óviðunandi og lýsti ákvörðuninni
sem „hnífstungu í bakið“. Frakkar
voru ekki upplýstir af bandalaginu
fyrr en nokkrum klukkutímum áður
en það var tilkynnt.
Marise Payne, utanríkisráðherra
Ástralíu, sagðist í yfirlýsingu skilja
vonbrigði Frakklands og vonast eft-
iráframhaldandi samstarfi við ríkið.
Kalla sendiherra heim
- Ástralar hættu við kaup á kjarnorkuknúnum kafbátum af
Frökkum - Samningar hljóðuðu upp á 37 milljarð evra
Fyrstu réttarhöldin hófust í Vín-
arborg í gær í skaðabótamálum sem
höfðuð voru vegna kórónuveiru-
faraldurs á skíðasvæðum í Týról í
Austurríki í febrúar á síðasta ári.
Um er að ræða mál, sem höfðað
var fyrir hönd Siegelinde Schopf og
Ulrich, ekkju og sonar Hannes
Schopf, sem lést eftir að hafa smitast
af kórónuveirunni í Ischgl snemma á
síðasta ári.
Mæðginin höfuðu málið gegn
austurríska ríkinu og krefjast 100
þúsund evra í bætur, jafnvirði rúmra
15 milljóna króna fyrir að bregðast
ekki í tæka tíð við upplýsingum um
að faraldurinn væri að breiðast út á
skíðasvæðunum.
Alls hafa yfir þrjátíu skaðabóta-
mál verið höfuð vegna kórónu-
veirusmits á skíðasvæðunum í Aust-
urríki en yfir sex þúsund manns frá
45 löndum telja sig hafa smitast
þarna af Covid-19, flestir í Ischgl.
Óháð sérfræðinganefnd kannaði út-
breiðslu smitsins í Týról og var
skýrsla hennar birt í október sl. Þar
sagði að stjórnvöld á staðnum hafi
brugðist of seint við eftir að íslensk
stjórnvöld vöruðu þau við smitinu
þann 5. mars eftir að margir greind-
ust smitaðir við komuna til Íslands.
Réttarhöld hafin vegna
smits á skíðasvæðum
- Þúsundir smituðust í Ischgl í Týról
Grænmetið, sem var til sýnis á blómasýningu
á Englandi í gær, var engin smásmíði. Kál-
hausarnir voru risavaxnir, gúrkurnar á
stærð við lambalæri og graskerin þurfti að
flytja á hjólbörum. Garðyrkjumaðurinn Peter
Glazebrook hreppti fyrstu verðlaun í sér-
stakri keppni risagrænmetisins með þessum
lauk, sem vegur 7,05 kíló.
AFP
Risavaxið
grænmeti
á sýningu
Georgíska skákkonan Nona Gapr-
indashvili, hefur stefnt Netflix og
krefur streymisveituna um fimm
milljónir Bandaríkjadala, sem gera
rúmlega 642 milljónir íslenskra
króna.
Ástæðu kærunnar má rekja til
þáttanna The Queen‘s Gambit, sem
byggja á samnefndri skáldsögu, og
framleiddir voru fyrir streymisveit-
una.
Telur Gaprindashvili sjónvarps-
efnið gefa ranga mynd af henni og
gera lítið úr afrekum hennar. Fyrir
utan að henni hafi verið lýst sem
rússneskri, þá sé það einnig rangt
að hún hafi aldrei mætt karlkyns
mótleikara, sem á að vera haldið
fram.
Í kærunni segir að Gaprindashvili
hafi leikið gegn tugum karlkyns
skákmanna, þar af mörgum af þeim
færustu í heimi, og unnið fjölda
þeirra. Þykir henni birtingarmynd
sín í þáttunum bera vott um kven-
fyrirlitningu.
Bera virðingu fyrir henni
Í yfirlýsingu Netflix kemur fram
að mikil virðing sé borin fyrir skák-
konunni og hennar stórkostlega fer-
ils en þó telja þeir kröfu hennar frá-
leita og ekki byggja á neinum
grunni. Mun streymisveitan verja
mál sitt til hins ýtrasta.
Gaprindashvili fæddist árið 1941
og hefur leikið skák frá 13 ára aldri.
Hún varð heimsmeistari kvenna tví-
tug og varði þann titil alls fjórum
sinnum, áður en hún missti hann ár-
ið 1978 til Maia Chiburdanidze. Hún
varð einnig fyrst kvenna til að
hljóta stórmeistaratitilinn í skák.
hmr@mbl.is
Stefnir Netflix
fyrir fúlgur fjár
- Segir þættina fara með rangt mál
AFP
Skákmeistari Nona Gabrindashvili
var lengi heimsmeistari kvenna.