Morgunblaðið - 18.09.2021, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021
Það hefur farið
óskaplega í taugarnar
á mér að heyra þuli,
frétta- og íþrótta-
fréttamenn tala um
Ólympíu„mót“ fatl-
aðra. Þess vegna sendi
ég línu á RÚV og sak-
aði þá um að tala niður
þessa leika. Ég fékk
svar frá þeim og út-
skýringin var þessi:
„Alþjóðaólympíuhreyfingin óskaði
eftir því að nafninu Ólympíuleikar
fatlaðra eða The Olympic Games for
the disabled yrði, til aðgreiningar
frá Ólympíuleikunum, breytt og hef-
ur nafnið Paralympic Games verið
notað síðan. Á sama hátt breytti
Íþróttasamband fatlaðra sinu nafni
á leikunum úr Ólympíuleikar fatl-
aðra í Ólympíumót fatlaðra og var
það gert að ósk Íþrótta-
og ólympíusambands
Íslands.“
Hvað er í gangi? Það
var verið að breyta
nafninu á ensku! Við
keppumst við að nota
íslensk orð til að málið
verði ekki tómar slettur
og íslenska þýðingin Ól-
ympíuleikar fatlaðra
skilur fullkomlega á
milli leika heilbrigðra
og fatlaðra.
Orðið „mót“ hefur lægri
merkingu
Þetta eru heimsleikar með lág-
mörkum sem fólk frá öllum löndum
heims keppist við að ná og fatlaðir
sýna aðdáunarverðan kjark, ein-
ungis með því að opinbera fyrir
heiminum fötlun sína eða van-
skapnað. Þetta eru þeirra Ólympíu-
leikar.
Ég get ekki séð að erlendum að-
ilum komi við eða að það skipti þá
máli hvernig við þýðum yfir á okkar
tungu. Því skora ég á íþrótta-
samband fatlaðra að upphefja merk-
ingu ,,mótsins“ og breyta íslenskri
þýðingu á nafni leikanna í Ólympíu-
leikar fatlaðra.
Ólympíu„mót“ eða –„leikar“ fatlaðra
Eftir Bryndísi
Svavarsdóttur
Bryndís Svavarsdóttir
»Ég get ekki séð að
erlendum aðilum
komi við eða að það
skipti þá máli hvernig
við þýðum yfir á okkar
tungu. – Opið bréf til
Íþróttasambands fatl-
aðra.
Höfundur er prestur og
skemmtiskokkari.
bryndissvavars@gmail.com
Þegar þungar byrðar og vonleysi,
máttleysi og þreyta á hugann leita
veit ég fátt ef nokkuð betra en að fá
að horfa upp í himininn og þiggja
þannig guðlegan hreinsandi og upp-
örvandi mátt kærleikans sem gleður
og endurnærir svo að tónar tilver-
unnar taka að verða töfrandi á nýjan
leik.
Guð er nefnilega ekki eitthvert
órætt ósýnilegt óréttlátt afl. Hann
er andi sem klæddist mannlegu
holdi sem gæðir orðið lífi. Jesús var
nefnilega sendur með erindi kær-
leikans, fyrirgefningar, sannleika,
réttlætis og friðar, ljóssins, fegurðar
og fagnaðar til okkar svo við kæm-
umst af. Þrátt fyrir stundlega
dimmu og depurð, vonbrigði og
skugga.
Besta gjöf Guðs er einmitt hann
sjálfur. Því enginn á meiri kærleika
en þann að leggja líf sitt í sölurnar
fyrir vini sína. Hvað þá svo þeir fái
lifað um eilífð.
Enginn síðasti neysludagur
Sú gjöf Guðs sem kærleikur hans
er og umhyggja fyrir okkur rennur
ekki út og hefur engan síðasta
neysludag. Okkar er
bara að þiggja daglega
og fara vel með. Hann
gefur okkur nýja von
með hverjum deginum
og hefur heitið því að
yfirgefa okkur aldrei.
Tilboð hans um ei-
lífa samfylgd fer að
vísu ekki um með há-
vaða eða látum en hef-
ur lifað með sínum
hljóðláta hætti kyn-
slóð eftir kynslóð.
Ekki af því að við séum svona flink í
að höndla sannleikann og bera trúna
áfram. Heldur af því að trúfesti hans
við okkur hefur varað frá kyni til
kyns og mun gera allt til enda ver-
aldar.
Fingrafar Guðs
Fegurðin býr þar sem
fyrirgefning, réttlæti og
friður faðmast. Feg-
urðin er fingrafar Guðs í
þessum heimi, og þú þar
með talið.
Fögnum því, gleðj-
umst og þökkum í auð-
mýkt því við eigum lífið
fram undan. Njótum
stundarinnar í ljósi ei-
lífðarinnar og ævinnar í
ljósi lífsins sem er í eðli
sínu gott. Þrátt fyrir oft á tíðum
stundlegar, algjörlega óviðunandi og
óþolandi aðstæður og hremmingar
hjá allt of mörgum á ævinnar göngu.
Biðjum fyrir okkur sjálfum og ekki
síður hvert fyrir öðru og ástandinu í
heiminum. Lítum í eigin barm og
leitumst við að horfa í augu náungans
með friðarins augum kærleika Guðs.
Veljum lífið og kjósum hina him-
nesku sítengingu náðar og mis-
kunnar Guðs, kærleika og friðar.
Með samstöðu-, kærleiks- og frið-
arkveðju.
– Lifi lífið!
Horfðu til himins
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
» Sú gjöf Guðs sem
kærleikur hans er og
umhyggja fyrir okkur
rennur ekki út og hefur
engan síðasta neyslu-
dag. Okkar er bara að
þiggja og fara vel með.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Hinn 31. ágúst skrif-
aði ég grein í Frétta-
blaðið undir fyrirsögn-
inni: „Verður
fjármálaráðherra til-
nefndur til Nób-
elsverðlauna í hag-
fræði?“
Tilefnið var að ráð-
herrann hafði sett
fram þá kenningu í um-
ræðuþætti á Hring-
braut að „annaðhvort verður at-
vinnustigið að flökta eða virði
gjaldmiðilsins“. M.ö.o.: Ef gjaldmið-
illinn getur ekki flökt og sveiflast að
vild stjórnvalda eða Seðlabanka væri
það ógnun við tryggt atvinnustig.
Fyrir mér voru þetta öfugmæli og
falsrök og vitnaði ég til þess að allar
aðrar ríkisstjórnir Evrópu – smárra
landa sem stórra, líka smáríkja með
mjög brothætt hagkerfi – og þá um
leið allir þeirra bestu hagfræðingar,
efnahagsvísindamenn og gengissér-
fræðingar teldu einmitt það gagn-
stæða; sterkur og stöðugur gjald-
miðill og allsherjar stöðugleiki og
fyrirsjáanleiki, ásamt lágvöxtum,
tryggði atvinnustig og velferð betur
en nokkuð annað.
Bjarni Ben. stóð sem sagt einn og
einangraður úti í horni með sínar
kenningar og var niðurstaða mín sú
að Bjarni væri fjarri
því að vera séní í gjald-
miðla-, gengis- og at-
vinnumálum og ætti
hvorki tilnefningu til
Nóbelsverðlauna né
neinn annað heiður
skilinn vegna þessara
kenninga sinna.
3. september stígur
svo Ragnar Önund-
arson fram á sviðið hér
í Morgunblaðinu,
hvattur af Bjarna eða
að eigin frumkvæði, og
skrifar grein (andsvar?) undir fyr-
irsögninni: „Sveigjanlegt gengi er
jafnaðartæki“.
Ragnar er fróður og vel að sér um
þessi mál, fagmaður, og hans inn-
legg í þessa umræðu að því leytinu
til gott. Hann greinir stöðuna með
krónuna sem gjaldmiðil og sveigj-
anlegt gengi rétt og vel.
Það sem hann er í raun að segja er
að það er hægt að búa til svikamyllu
með krónunni, svo hlutirnir séu
nefndir sínum réttu nöfnum, þannig
að hægt er að flytja peninga og fjár-
muni, tekjur og gjöld, eignir og
skuldir, fram og til baka, norður og
suður, og hirða stórfellda fjármuni
af „sjálftökufólkinu“, sem Ragnar
kallar svo, nánast með því að stjórn-
völd veifi hendi.
„Sjálftökufólkið“ sem Ragnar
kallar svo er mest verkafólk og aðrir
launþegar þannig að ekki hljómar
þetta vel fyrir þá og ekki felst mikill
heiðarleiki í þessum krónu- og geng-
isleik gagnvart þeim. Núll.
Spyrja verður hér tvenns: 1. Hver
er þá raunverulegur heiðarleiki
Bjarna Ben. gagnvart verkalýð og
launafólki landsins? 2. Hvernig í
ósköpunum má það vera að for-
ystumenn ASÍ, VR, Eflingar, BSRB
og annarra launþegasamtaka hafa
ekki fyrir löngu áttað sig á þessari
svikamyllu og hafnað grundvelli
hennar; íslensku krónunni.
„Kaupmáttur rýrnaði gjarnan um
ca 15% þegar svona „snúningur“
(með krónunni og genginu) var tek-
inn á þjóðinni,“ segir Ragnar rétti-
lega. „Allir nema sjálftökufólkið
(launþegar landsins) missa kaup-
mátt, líka öryrkjar og aldraðir, sem
engar óraunhæfar launahækkanir
fengu (í gengissveiflu).“ Góð grein-
ing hjá Ragnari.
Kjarninn í máli Ragnars er sá að
„sjálftökufólkið“ (launþegar lands-
ins) knýi ávallt fram óraunhæfar
launahækkanir þannig að eina svar
stjórnvalda og útflutnings-
atvinnuvega geti verið að hirða
þessar launahækkanir að hluta eða
öllu leyti, jafnvel meir, af þeim aftur
með krónunni.
Annar eins heiðarleiki og annað
eins siðferði segi ég nú bara!
Reyndar er það rétt að forysta
launþega hefur oft og endurtekið
knúið fram meiri launahækkanir en
efni stóðu til en þá verður að spyrja
af hverju.
Svarið er að þessir samningar og
þessi samskipti milli launþega, at-
vinnuveitenda og stjórnvalda eru
orðin hreinn skrípaleikur; launþeg-
ar heimta meira – og knýja það fram
– en aflaga er hjá atvinnuvegunum
af því að þeir vita að þetta verður
tekið aftur af þeim, meira eða
minna, með gengi krónunnar.
Eru menn hér í sandkassaleik?
Aftur að spurningunni um at-
vinnuöryggi og viðurkenndri hag-
fræðilegri aðferðafræði þar, sem all-
ar aðrar evrópskar þjóðir skilja og
fylgja, án tillits til flokka eða póli-
tískrar stefnu:
1. Til að skapa atvinnu og störf
þarf að örva og hvetja brautryðj-
endur, nýsköpunarfólk og atvinnu-
rekendur til að fjárfesta og byggja
upp atvinnurekstur í mestum mögu-
legum mæli.
2. Ef þessir aðilar hafa stöðugan
og öruggan rekstrargrundvöll, góð-
an og langan fyrirsjáanleika og lág-
marksfjármagnskostnað, ársvexti
kannski 1-2%, þá er sá grundvöllur
og hvatning komin sem best og mest
getur örvað þetta fólk og þar með
tryggt atvinnutækifæri og flest
möguleg störf.
Önnur aðferðafræði, einkum sú
sem byggist á „sveigjanlegu gengi“,
er svikul hentistefna siðlausra og
skammsýnna stjórnmálamanna.
Ragnar er sannfærður um að
„sjálftökufólkið færi sínu fram, ekk-
ert mundi breyta því“, ef evra væri
tekin upp. Þetta er auðvitað hrika-
legur áfellisdómur yfir öllu því
margvíslega fólki sem stýrir laun-
þegasamtökum landsins.
Þetta að miklu leyti ágæta og
klára fólk myndi auðvitað skilja að
ef laun þess væru stöðug og trygg,
líka verðlag, ef eignir og skuldir
væru í öruggri höfn, ef hægt væri að
taka lán til íbúðakaupa með 1% árs-
vöxtum og önnur lán kannski með
2% vöxtum, þá yrði hagvöxtur og af-
koma atvinnuveganna að ráða för
um launahækkanir.
Við skulum treysta okkur sjálfum
og forystu atvinnulífsins til að vinna
af skynsemi, fyrirhyggju og ábyrgð
ef við fáum réttan grundvöll til þess.
Hann fæst með evru!
Sveigjanlegt gengi er siðlaus svikamylla
Eftir Ole Anton
Bieltvedt » Önnur aðferðafræði,
einkum sú sem
byggist á „sveigjanlegu
gengi“, er svikul henti-
stefna siðlausra og
skammsýnna stjórn-
málamanna.
Ole Anton Bieltvedt
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu-
maður og stjórnmálarýnir.
Síðustu misseri
hafa verið mikill
rússíbani fyrir fram-
haldsskólanema og
hafa áhrif og áskor-
anir Covid-19-
faraldursins tekið á.
Samvinna ríkisins
með stjórnendum
framhaldsskólanna og
hagsmunasamtökum
eins og Sambandi ís-
lenskra framhaldsskólanema hefur
þó skilað sér í nokkuð vel heppn-
uðu skólaári miðað við aðstæður,
og nýjustu fréttir um afléttingar
benda til þess að hlutirnir geti
snúið aftur í fyrra horf.
En á meðan menntakerfið tókst
á við faraldurinn áttu sér stað aðr-
ar breytingar, sem ekki var jafn
mikil umræða um, en munu hafa
töluverð áhrif á framtíð mennta-
kerfisins. Síðustu ár hafa ríkið, at-
vinnulífið, sveitarfélög og hags-
munasamtök staðið fyrir því að
styrkja ímynd og aðsókn í iðn- og
verknám, og jafna stöðu þess við
bóknám. Ráðist hefur verið í
breytingar til þess að gera iðn- og
verknám aðgengilegra og skilvirk-
ara, og auka framtíðarmöguleika
iðn- og verkmenntaðra. Á síðasta
ári gerðu mennta- og menningar-
málaráðuneytið, Samtök iðnaðarins
og Samband íslenskra sveitarfé-
laga sáttmála um eflingu starfs- og
iðnmenntunar, þá sérstaklega með
kynningum á náminu fyrir nem-
endum á grunnskólastigi.
Auk þess var frumvarp Lilju
Daggar Alfreðsdóttur samþykkt
fyrr á árinu, sem gerir iðn- og
verkmenntuðum kleift að fara
beint í háskóla án þess að þurfa að
klára bóklegt stúdentspróf, og nú í
lok sumars var sett ný reglugerð
um vinnustaðanám og rafræn fer-
ilbók tekin í notkun, sem mun
stórbæta vinnustaðanám iðn- og
verknema.
Við erum strax farin að upp-
skera, en aðsókn í iðnnám hefur
stóraukist. Til að mynda þurfti
Tækniskólinn að vísa um 700 um-
sækjendum frá í sumar. Meirihluti
þessara umsækjenda
var iðn- og verknem-
ar, og flestum þeirra
var ekki hægt að
koma fyrir annars
staðar í því námi sem
þeir kusu sér. Inn-
viðir okkar í iðn- og
verknámi eru
sprungnir. Nú þegar
gott verk hefur verið
unnið við að auka eft-
irspurn, tryggja nem-
um starfssamninga og
greiða aðgengi að háskólanámi
þurfum við að ráðast í að fjárfesta
í innviðum okkar í iðn- og verk-
námi.
Aukin útgjöld ríkissjóðs eru
ekki eina leiðin til þess að ná
þessu markmiði, heldur má líka
skipta kökunni betur í fjárveit-
ingum í framhaldsskólum landsins
svo stærra hlutfall fari í iðn- og
verknám. Þó svo að hver iðnnemi
sé dýrari fyrir ríkissjóð en hver
bóknemi, þá er efnahagslegi og
samfélagslegi kostnaðurinn við að
hægja á og hindra menntun iðn-
og verknema mun meiri. Lilja
Dögg Alfreðsdóttir og núverandi
ríkisstjórn hafa unnið gott verk í
málefnum iðn- og verknema og
eiga þau hrós skilið, en verkið er
þó ekki fullunnið. Sú ríkisstjórn
sem tekur við verður að halda
áfram, fjárfesta í innviðum fram-
haldsskólanna, búa til skólaplássin
og sjá til þess að iðn- og verknem-
ar hafi aðgang að sömu tækifær-
um og bóknemar.
Eftir Júlíus Viggó
Ólafsson
Júlíus Viggó Ólafsson
» Sú ríkisstjórn sem
tekur við verður að
halda áfram, fjárfesta í
innviðum framhalds-
skólanna, búa til skóla-
plássin og sjá til þess að
iðn- og verknemar hafi
aðgang að sömu tæki-
færum og bóknemar.
Höfundur er forseti Sambands ís-
lenskra framhaldsskólanema.
Iðnnámið er
sprungið