Morgunblaðið - 18.09.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.09.2021, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Samtök at- vinnulífsins hafa lagt mat á ýmis stefnumál þeirra flokka sem í framboði eru og mælast með fylgi sem talandi er um. Meðal þess sem tekið er fyrir eru skattar og efna- hagsmál og í því sambandi vekja samtökin athygli á því hvar Ísland stendur í sam- anburði við önnur ríki OECD, enda hlýtur það að vera meðal þess sem horfa þarf til. Í samanburði á skatt- tekjum hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu hér á landi og í öðrum ríkjum OECD má sjá að skattar eru háir hér. Meðaltal OECD- ríkjanna árið 2019 var 25% en 33% hér á landi. Einungis eitt ríki, Svíþjóð, er með hærra hlutfall og munaði þar aðeins einu prósenti. Nor- egur, sem er engin skattap- aradís, er fjórum prósentum undir Íslandi, með 29%. Í Bretlandi er hlutfallið 27% og 24% í Þýskalandi. Gæti ekki Ísland sett sér það markmið að komast niður í meðaltal OECD-ríkjanna, eða jafnvel að stíga aðeins varfærið skref á borð við það að koma hlutfallinu niður í það sem Norðmenn búa við? Væri ekki sjálfsagt að reyna að ná samstöðu um hóflegt markmið af þessu tagi hér á landi? Annað sem sjá má í um- fjöllun Samtaka atvinnulífs- ins er samanburður á sam- keppnishæfni skattkerfis ríkja og er sá samanburður fenginn frá Tax Foundation fyrir árið 2020. Í þeim sam- anburði er horft til fleiri þátta en aðeins þess hve mik- ið hið opinbera tekur til sín, einfaldleiki skattkerfisins skiptir meðal annars máli. Þar lendir Ísland í 30. sæti af 36 mögulegum. Ítalía nýtur þess vafasama heiðurs að sitja á botninum, en Eist- land, Lettland og Nýja- Sjáland þykja með sam- keppnishæfustu skattkerfin. En jafnvel Svíþjóð, sem trón- ir á toppnum þegar kemur að skatttekjum sem hlutfalli af landsframleiðslu, er í 7. sæti á þessum lista. Augljóst er að Ísland getur líka gert bet- ur í þessum efnum og ætti að stefna að því að vera meðal efstu þjóða. Því miður er það svo, þeg- ar horft er á mat Samtaka at- vinnulífsins á stefnu stjórn- málaflokkanna, að líkurnar eru litlar á því að Ís- land þokist í rétta átt á þessum sam- anburðarlistum á næsta kjörtíma- bili. Einungis tveir flokkar af níu leggja áherslu á að lækka skatta, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur. Flokkur fólks- ins, Framsóknarflokkurinn, Píratar og Viðreisn eru sagð- ir hlutlausir hvað þetta varð- ar og Samfylking, Sósíal- istaflokkurinn og Vinstri græn eru sögð vilja hækka skatta. Engum kemur á óvart að þessir þrír vilji hækka skatta, en miðað við málflutning Pírata og Við- reisnar má telja hæpið að setja þá flokka ekki með skattahækkunarflokkunum þó að skattgreiðendur hljóti að vonast til að mat SA sé rétt. Skattar hafa þokast niður á síðustu árum, eftir að vinstri stjórnin sem stór- hækkaði skatta fór frá völd- um árið 2013. Sjálfstæð- isflokkurinn leggur áherslu á þetta og birti meðal annars skattareiknivél í gær til að sýna fram á breytingarnar fyrir einstaklinga. Hjá fyrir- tækjum hefur breytingin sömuleiðis verið í rétta átt þegar horft er til trygginga- gjalds, sem réttilega er þyrnir í augum flestra sem reka fyrirtæki. Þar hefur þó gengið hægt og enn hefur ekki verið undið ofan af þeim gríðarlegu skattahækkunum sem vinstri stjórn Samfylk- ingar og VG stóð fyrir. Miklu skiptir þegar flokk- arnir setjast niður að kosn- ingum loknum og ræða stjórnarsamstarf að skatta- mál verði ofarlega á baugi. Útgjaldakröfur og loforð um aukin framlög til ýmissa verðugra mála eru iðulega í forgrunni og hafa verið það um of, eins og sjá má af þeim háu sköttum sem Íslend- ingar greiða miðað við þær þjóðir sem við berum okkur almennt saman við. Nú skipt- ir máli að þeir flokkar sem tala fyrir skattalækkunum, sem og þeir sem leggja ekki sérstaka áherslu á þær en hafa engu að síður skilning á því að skattar verði að vera hóflegir til að atvinnulíf dafni, taki höndum saman um að laga stöðu Íslands í þessum efnum. Íslendingar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að greiða hærri skatta en nær allar aðrar þjóðir. Ísland ætti að setja sér markmið um að lækka á lista yfir skattheimtu sem hlutfall af landsframleiðslu} Skattar þurfa að lækka É g varð virkilega undrandi og ef satt skal segja döpur þann 7. september þegar ég opnaði Stundina og sá fyrirsögnina „Tillögur Flokks fólksins í skattmálum kosta ríkissjóð á annan hundrað milljarða.“ Ég róaðist þó fljótlega þegar ég las greinina enda fullyrðingar um kostnað upp á hundruði milljarða ekki fengnar úr til- lögum Flokks fólksins. Það kemur mér yf- irleitt ekki á óvart að lesa óvandaða og falska umfjöllun um mál Flokks fólksins, en mín reynsla af fréttum Stundarinnar hefur hing- að til verið jákvæð. Því vil ég trúa, að hér hafi einungis verið um misskilning að ræða sem ég finn mig knúna til að leiðrétta. Í grein Stundarinnar er ýjað að því að tillögur Flokks fólksins myndu ganga langt með að setja ríkissjóð á hausinn. Vísað er í svör fjármálaráðherra við fyrirspurn um hvað það myndi kosta að hækka skattleysismörk upp í 350.000 kr. á mánuði með flatri hækkun á alla launaþega. Flokkur fólksins hefur aldrei lagt fram slík- ar tillögur. Aldrei! Við höfum alla tíð talað um að taka upp fallandi per- sónuafslátt sem myndi tryggja láglaunafólki 350.000 kr. skattleysismörk með tilfærslu innan skattkerfisins. Há- launafólk myndi hafa lægri persónuafslátt en láglauna- fólk hærri. Persónuafslátturinn myndi þannig tryggja láglaunafólki 350.000 kr. skattleysismörk, en eftir því sem tekjur aukast lækka skattleysismörk viðkomandi. Í einföldu máli vill Flokkur fólksins lækka persónuafsláttinn hjá þeim sem hafa háar tekjur en hækka hann hjá þeim sem eru með tekjur undir meðallaunum. Með þessari tilfærslu í skattkerfinu er hægt að hækka skattleysismörk hjá þeim sem hafa lægstu launin. Hægt að taka utan um þá sem eru múraðir inn í rammgerðum fátæktargildrum og það án þess að kostn- aður ríkissjóðs við slíka aðgerð sé ríkissjóði kostnaðarsöm. Þessi aðgerð myndi t.d. lækka skatta hjá lágtekjufólki töluvert meira en nýja lágtekjuskattþrepið sem rík- isstjórnin kynnti í lok ársins 2019 og hælir sér hvað mest af. Skattalækkun sem skilaði fátæku fólki aðeins nokkur þúsund krónum á mánuði. En það sem daprara er það skilað þeim ríku því sama og kostaði ríkissjóð vel yfir 20 milljarða króna. Flokkur fólksins hefur margoft rætt um og einnig mælt fyrir málinu á Alþingi, margoft skrifað greina- gerðir um það og fengið sérfræðinga til að vinna skýrslur því samhliða. Allt þetta er sjáanlegt á heima- síðu Alþingis, althingi.is Það er virkilega miður að fréttamaður Stundarinnar dragi fram kostnaðartölur vegna einhvers allt annars en Flokkur fólksins leggur til. Þess vegna finn ég mig knúa til að leiðrétta þennan leiða misskilning. ingasaeland@althingi.is Inga Sæland Pistill Til þess fallið að misskilja Höfundur er formaður Flokks fólksins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is L ítil breyting hefur orðið á hlutföllum kynjanna inn- an starfsgreina hér á landi og hið sama má segja ef litið er á kynjahlutföllin eftir at- vinnugreinum. Þetta kemur skýrt fram í nýlegri rannsókn á kyn- bundnum launamun sem Hagstofan gerði fyrir forsætisráðuneytið, þar sem því er haldið fram að kynja- skipting starfa skýri að miklu leyti þann launamun sem er enn til staðar á kynskiptum vinnumarkaðinum. Þar kemur til að mynda fram að konur voru innan við 10% iðn- aðarmanna og véla- og vélgæslufólks árið 2019 og hef- ur hlutfall þeirra lækkað síðan 1991. Hlutfall kvenna á meðal skrif- stofufólks var hins vegar um 80%. Ennfremur má sjá að aukin menntun kvenna hefur ekki dregið jafn mikið úr launamuninum og e.t.v. mætti búast við. Sýnt hefur verið fram á við launasamanburð að með- allaun eru að jafnaði lægri á þeim námssviðum sem konur sækja í. Aukinn hlutur kvenna Í árlegri menntatölfræði OECD, Education at Glance, sem út kom sl. fimmtudag kemur enn og aftur fram að munur á milli kynjanna hvað varðar nám á fram- halds- og háskólastigi er mikill á Ís- landi. Fram kemur m.a. að í fyrra var hlutfall kvenna á Íslandi á aldr- inum 25-34 ára með háskólamenntun að baki 47% og hafði aukist úr 42% á tíu árum. Hlutfall karla með há- skólamenntun var 31% á seinasta ári og hafði það hlutfall hækkað úr 26% árið 2010. Í skýrslu OECD segir að konur í aðildarlöndunum séu að jafnði með 76-78% af launum karla óháð menntun en bilið þó minnkað um tvö prósentustig frá 2013. Forsætisráðuneytið og Reykja- víkurborg boðuðu til fundar á al- þjóðlega jafnlaunadeginum í gær þar sem sjónum var beint að jafn- launakerfum, jafnlaunavottun og rætt var um fyrrnefnda rannsókn á kynbundnum launamun. Niðurstaða hennar er sú að launamunur karla og kvenna hefur farið hægt minnk- andi frá 2008. Óleiðréttur launamun- ur minnkaði úr 20,5% í 12,6% og leið- réttur launamunur hefur dregist saman úr 6,4% í 4,1% Kynjagjáin sker bæði menntun og störf Morgunblaðið/Kristinn Iðnnám Í nýrri úttekt OECD kemur fram að hlutfall kvenna við nám í iðn- og verkgreinum er víða lágt og er það lægst á Íslandi af Norðurlöndunum. Munurinn milli kynja sem leggja stund á starfsnám á framhalds- skólastiginu er enn mjög mikill á Íslandi körlum í hag skv. árlegri menntatölfræði OECD, Education at Glance, sem birt var sl. fimmtu- dag. Hlutfall kvenna í starfsnámi hér á landi er með því lægsta sem finnst meðal 40 OECD-landa sem samanburðurinn nær til en starfs- námið er þó víðast hvar mjög kynjaskipt. Hlutfall kvenna í iðn- og verkgreinum á framhaldsskóla- stigi er um 33% á Íslandi skv. OECD, sem byggir samanburðinn á tölum frá 2019. Þetta er þó nokkur aukning frá árinu 2016 þegar 26% kvenna stunduðu starfsnám hér á landi. Hlutfall kvenna í iðn- og verkgreinum á Íslandi er hið lægsta á Norðurlöndunum, það er tæp 40% í Noregi, 41% í Svíþjóð, 43% í Danmörku og 54% í Finn- landi samkvæmt tölfræði OECD. Verulegur kynjamunur kemur einnig í ljós á vinnumarkaði ef bor- in er saman þátttaka kynjanna sem eru við störf í upplýsinga- og samskiptatækni í löndum Evrópu. Eurostat, hagstofa Evrópusam- bandsins, birti í vikunni saman- burð sem leiðir í ljós að í fyrra voru karlar 83% þeirra sem störf- uðu í upplýsinga- og sam- skiptatækni í löndum Evrópusam- bandsins. Hér á landi var hlutfall karla í þessum greinum 71% og kvenna 29%. Mun hærra hlutfall karla starfar í þessum greinum í Noregi (85%) og Svíþjóð (75,5%) svo dæmi séu nefnd. Um 60% allra þeirra sem starfa í upplýsinga og samskiptatækni- greinum hér á landi eru á aldrinum 15 til 34 ára. Aðeins um þriðjungur í löndum ESB sem starfa í þessum greinum er eldri en 35 ára. Mikill kynjamunur er á fag- sviðum háskólamenntunar í OECD- löndunum skv. tölfræði OECD. Einna minnstur er þó munurinn á milli kynja sem sækja í nám á sviði náttúruvísinda, stærðfræði og töl- fræði. Að meðaltali voru konur 52% nýnema í þessum greinum og hefur þeim fjölgað lítilsháttar í nokkrum löndum, þ.á m. á Íslandi, sem fara í slíkt nám en karlar eru aftur á móti ríkjandi í upplýsinga- og samskiptatækninámi (70%) og í verkfræðigreinum (61%). Þriðjungur í starfsnámi konur SAMANBURÐUR OECD OG EUROSTAT Á NÁMI OG STÖRFUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.