Morgunblaðið - 18.09.2021, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
A
llt á þetta upphaf sitt í
því að við Jónas R. tón-
listarmaður vorum í
reiðtúr í Húnavatns-
sýslu fyrir margt löngu
og fengum lánaðan hvor sinn hestinn
hjá Ægi í Stekkjadal, en hann var að
dingla sér með okkur. Ég fékk tröll-
vaxinn hest sem heitir Glotti frá
Stekkjadal, en Jónas fékk Fjarka,“
segir Magnús Kjartansson tónlist-
armaður og hestamaður þegar hann
rifjar upp sín fyrstu kynni af hest-
inum Fjarka, en öldungurinn sá fagn-
aði í sumar 25 ára afmæli heima í
haganum græna hjá Magnúsi og
Sirrý konu hans í Grímsnesinu.
„Við vorum í þessum reiðtúr að
ríða út á sandinn og yfir ósinn frá
Þingeyrum, riðum um söguslóðir
hálshöggna fólksins, Agnesar og
Friðriks. Okkur Jónasi líkaði svo vel
við lánshestana að ég sóttist eftir því
að fá Glotta keyptan og Jónas vildi
kaupa Fjarka. Hrossaræktandinn
vissi alveg hvað hann var að gera,
þetta eru slóðir sem voða gaman er
að ríða um á hestum og fátt sem get-
ur farið úrskeiðis. Kaupin voru gerð
en þegar í bæinn kom þá réð ég lítið
við Glotta, hann var mjög stór og
sterkur. Ég leitaði hjálpar og þegar
Magnús Lárusson þorði ekki á Glotta
öðruvísi en inni í stíu, þá hringdi ég í
Ægi í Stekkjadal og sagði farir mínar
ekki sléttar. Ég var enn innan skila-
tíma svo Glotti fór aftur heim norður
í land. Ári síðar fékk ég annan hest
frá Ægi sem ég á enn í dag, sá heitir
Leikur og er alveg yndislegur hestur
og hefur reynst okkur hjónum
ofboðslega vel.“
Mikill sprengikraftur
Það næsta sem gerist í sögunni
af því hvernig Fjarki varð hestur
Magnúsar er að það kom einhver órói
í Fjarka hjá Jónasi og Helgu konu
hans, en þau gerðu þá kröfu að þau
gætu bæði riðið öllum sínum hestum.
„Ég fékk því Fjarka lánaðan hjá
þeim og tveimur eða þremur árum
síðar bauð ég í hann og það var geng-
ið að því. Það var mikill sprengi-
kraftur í þessum hesti, maður fékk að
kyssa mölina aðeins og hann losaði
sig líka við Sirrý af bakinu. En svo
datt allt í dúnalogn og nú get ég sett
hvern sem er á hann, líka barnabörn-
in mín, því ég treysti Fjarka vel fyrir
þeim. Öllum er óhætt á honum. Það
er svo merkileg að það náðist allt í
einu samningur milli mín og Fjarka
og hann hefur staðið síðan,“ segir
Magnús, sem um það leyti sem hann
eignaðist Fjarka fór að leiðsegja uppi
á fjöllum í hestaferðum.
„Ég vann fyrir Íshesta og hafði
alltaf mína eigin hesta með mér. Í
þessum ferðum fengum við Fjarki
aldeilis að eiga tíma saman við hinar
ólíkustu aðstæður eins og gengur á
fjöllum, slíkt hristir vel saman hest
og mann. Sérstaklega þegar maður
er hátt í tvo mánuði á baki samfellt.
Þarna myndaðist djúpstætt traust á
milli okkar Fjarka, sem ríkir enn.“
Sterkar taugar og kjarkur
Þegar Magnús er spurður út í
persónuleika Fjarka nefnir hann
fyrst að hann sé stoltur hestur.
„Hann er alveg til í að fá að ráða
ef hann kemst upp með það. Hann er
mjög sjálfstæður, en hann er yndis-
legur í allri umgengni, bæði á húsi og
hér heima við, alveg dauðspakur.
Hann er með sterkar taugar og
kjarkmikill og það er hægt að beita
honum hvar sem er. Ég man eftir því
þegar við hér í Vesturbænum í
Grímsnesi komum eitt sinn ríðandi á
kjörstað á Borg, þá var þar kona sem
gaf sig á tal við mig og fór að hæla
hestinum sem ég var á, honum
Fjarka. Hún var voðalega hrifin af
honum og talaði vel um hann. Þetta
er mjög hestglögg kona og því var
þetta augnablik og lofið eitthvað sem
allir hestamenn elska að heyra um
sína reiðskjóta.“
Ljóst er að Fjarki er endingar-
góður, þeir eru ekki margir hestarnir
sem enn eru í notkun og í góðu formi
25 vetra.
„Við höfum farið með hestana
okkar reglulega í læknisskoðun þar
sem farið er yfir það helsta, tennur,
liðamót og fleira, og Fjarki hefur allt-
af fengið fína einkunn út úr því. Ég er
ekkert að leggja á hann ógurlegar
þolreiðar, því ég ber mikla virðingu
fyrir aldri og hæfni, en það er gaman
og þægilegt að fara stutta túra og í
rólegheitum á Fjarka gamla. Hann
var fjórgangshestur fram til tvítugs
en þá fór hann að verða aðeins hlið-
gengur, enda kominn á þann aldur að
hann var farinn að hlífa sér.“
Ekki enn tilbúinn til að kveðja
Óhjákvæmilegt er að vinátta
myndist á milli manns og hests sem
hafa fylgst að í svo langan tíma sem
raun ber vitni, og Magnús á ekki erf-
itt með að lýsa sambandinu á milli
þeirra Fjarka.
„Svona skepna er uppspretta
endalausra minninga. Það á hest-
urinn með öðrum vinum manns, að
maður á með honum fjölda minninga
úr ólíkustu kringumstæðum sem
maður náði að leysa úr, af því maður
var á góðum hesti. Þetta eru sterkar
tilfinningar eftir langa samveru og
tryggðin mikil, ég er ekki enn tilbú-
inn til að láta hann frá mér yfir í sum-
arhaga í draumalandinu. Hann hefur
gert mikið fyrir mig; erfiðað, borið
mig í löngum ferðum í alls konar und-
irlagi. Hestarnir kenna manni líka
svo margt, þeir kunna margt sem er
svo gaman að læra. Þeir kunna vel á
landið og færið, hvar borgar sig til
dæmis ekki að fara. Þeir lesa fífu og
allskonar merki í landinu sem segir
að ekki sé rétt að ríða yfir. Þeir hafa
vit fyrir manni með næmi sínu. Hann
Fjarki hefur tamið mig jafnvel meira
en ég hann. Þar er fegurðin í sam-
bandinu.“
Þá hlógu þau öll að mér
Eðli málsins samkvæmt eru
minningarnar margar frá langri sam-
veru og ein þeirra nokkuð skondin og
eftirminnileg.
„Það var stundin þegar ég rugl-
aðist á hestum, á ferð yfir Kjöl. Þar í
hestahópnum var einn mjög líkur
Fjarka, í eigu Hjalta á Kjóastöðum,
og þau tóku eftir því að ég tók rangan
hest, Hjalti, Ásgeir gamli á Kaldbak
og fleira fólk, en sögðu ekkert. Svo
var strunsað af stað og ég byrjaði að
væla: „Hvað hefur komið fyrir
Fjarka minn? Hann er ekki eins og
hann á að vera.“ Þá hlógu þau öll að
mér,“ segir Magnús og gleðst yfir
minningunni.
„Ég vil nota tækifærið og senda
kveðju fyrir hönd Fjarka í Stekkjadal
á æskuslóðir hans. Hann biður að
heilsa öllum jafnöldrum sínum fjór-
fættum og líka ræktanda.
Þeir tveir Magnús nýtur hvíldarstundar með Fjarka gamla. Á Löngufjörum Magnús og Fjarki sælir á mjúkum sandi. Vinir Magnús og Fjarki hafa farið saman í margar hestaferðir.
Ég fékk aðeins að kyssa mölina
„Hann Fjarki hefur tamið
mig jafnvel meira en ég
hann. Þar er fegurðin í
sambandinu,“ segir
Magnús Kjartansson um
samband sitt við öldung-
inn Fjarka, reiðhest hans
sem fagnaði tuttugu og
fimm ára afmæli í sumar.
Öðlingur Tvær af afastelpum Magnúsar, Björk og Rósa, í fullkominni slökun með Fjarka á björtum sumardegi.
Kjósum frelsi
sante.is