Morgunblaðið - 18.09.2021, Qupperneq 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI
Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn
og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.
„The Summer Woman“ eða Sumar-
konan nefnist áður óútgefin smá-
saga eftir bandaríska höfundinn
Tennessee Williams sem nýverið
kom í leitirnar og birt var í nýjasta
eintaki tímaritsins Strand Maga-
zine sem kom út í vikunni. Söguna
skrifaði Williams árið 1952, en hún
endaði í skjalasafni Houghton-
bókasafns Harvard-háskóla.
Í frétt The Guardian um málið
segist Andrew Gulli, útgáfustjóri
Strand Magazine, „ekki hafa hug-
mynd hvers vegna Williams hafi
ekki gefið út jafnfína sögu … Það
er ein af bókmenntalegu ráðgát-
unum sem ég hef velt vöngum yfir“.
Smásagan fjallar um bandarísk-
an háskólamann sem heimsækir
Róm endurtekið á sumrin til að
hitta konu sem hann kynntist fyrst
meðan hún starfaði sem vændis-
kona í borginni. Sagan gerist í kjöl-
far seinna stríðs og eftir því sem
árin líða fer söguhetjan að finna
fyrir vaxandi andúð heimamanna í
garð Bandaríkjamanna.
Í æviminningum sínum fór Willi-
ams fögrum orðum um Ítalíu og
veru sína þar, enda hafi sólin og hit-
inn haft góð áhrif á heilsu hans og
heimamenn tekið honum vel.
Fleiri verk Williams gerast á
Ítalíu, þeirra á meðal leikritið The
Rose Tattoo og skáldsagan The
Roman Spring of Mrs. Stone.
Ástmaður Williams til 14 ára var
Frank Merlo, sem var ættaður frá
Sikileyjum. Robert Bray, stofnandi
Tennessee Williams Annual
Review, segir í samtali við AP að
Williams hafi verið „heillaður af
kynferðislegri útgeislun ungra
ítalskra karlmanna og frelsinu sem
einkenndi sambönd karla á Ítalíu
samanborið við Bandaríkin þar sem
meiri íhaldssemi ríkti“.
Nýfundin smásaga
Williams gefin út
- Gerist í kjölfar seinna stríðs
Ljósmynd/Wikipedia
Skáld Tennessee Williams
Píanóleikararnir Dzintra Erliha frá
Lettlandi og Snorri Sigfús Birgis-
son halda tónleika í Fríkirkjunni í
Reykjavík á morgun, sunnudag, kl.
20. Á efnisskránni verða tónverk
eftir lettnesk og íslensk tónskáld og
mun Erliha flytja tónverk eftir lett-
nesku tónskáldin Luciju Garûta og
Mârîte Dombrovska og einnig mun
hún frumflytja tónverkið Divine
Feminine eftir Sabine Kezbere. Þá
mun Dzintra einnig flytja tónverkið
Sumarið eftir Ragnar Kristin og
nýtt tónverk eftir Snorra Sigfús
Birgisson, Jupiter Conjunct Saturn,
sem flutt verður í fyrsta sinn á
opinberum tónleikum hérlendis.
Snorri mun frumflytja þrjú píanó-
lög eftir Ólaf Óskar Axelsson og
líka tónverkið Glacial Pace sem
Haukur Tómasson samdi fyrir hann
árið 2008. Tónleikunum lýkur á því
að þau Dzintra og Snorri leika fjór-
hent fjórar útsetningar á íslenskum
þjóðlögum eftir Snorra.
Æfing Erliha og Snorri leika fjórhent.
Flytja lettnesk og
íslensk tónverk
Bandaríski
myndlistarmað-
urinn James
Turrell hlýtur
japönsku Premi-
um Imperiale-
listaverðlaunin í
ár fyrir skúlptúr
og í verðlaunafé
100.000 sterlings-
pund, jafnvirði 18
milljóna króna. Þrír aðrir hljóta
verðlaun og sömu upphæð; brasilíski
ljósmyndarinnn Sebastião Salgado,
enski arkitektinn Glenn Murcutt og
franski sellóleikarinn Yo-Yo Ma.
Vegna Covid-19 voru ekki veitt
verðlaun fyrir leiklist, að því er seg-
ir á vef The Art Newspaper.
Fjórir hlutu Premi-
um Imperiale
James Turrell
Ég hafði samband við Iðunni og
hún gaf sér tíma til að svara nokkr-
um spurningum þrátt fyrir að vera
á ferðalagi um Brasilíu.
Það er svo greinilega verið að
vinna með særindi og bata á plöt-
unni, nokkuð sem kemur fram í
formlegri tilkynningu. En hvað var
Iðunn að pæla?
„Í fyrsta lagi vildi ég tjá ákveðna
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Popptónlist er líklega orðum
aukið en platan sem ég ætla
að rýna í hér, Iuvenilis, er
aðgengilegasta verk Iðunnar til
þessa, a.m.k. það sem út hefur
komið. Hún hefur t.a.m. útbúið
hljóðinnstillingu, Nightvision, sem
var frumflutt í Hörpu í júní síðast-
liðnum (sama mánuði og Iuvenilis
kom út). Um var að ræða fjórlaga
verk sem kom út
úr fjórum mis-
munandi hátöl-
urum í fernings-
laga rými ásamt
myndskeiðum.
Tveimur árum
fyrr sýndi hún
vinningsverkið Sunnefu, einnig inn-
setningarverk, byggt á voðalegu
máli Sunnefu Jónsdóttur (f. 1723)
sem var dæmd til drekkingar vegna
blóðskammar. Þetta verk er til á
Bandcamp/Spotify ásamt líka verk-
inu Requiem of Patience.
Iuvenilis er fallegt verk, smá til-
raunakennt og smá ekki. Raftón-
listarskruðn helst í hendur við „lif-
andi“ hljóðfæri, melódíur lifa í sátt
og samlyndi við afstrakt spretti og
röddin er stundum skæld, stundum
hrein eins og lind. Textar á ís-
lensku og ensku og flæðið brotið
upp án aðvörunar og afsakana. Síð-
ustu tvö lögin eru t.d. undurblíð pí-
anóverk, nokkurs konar endastef
eða „coda“.
hluti og í öðru lagi vildi ég kanna
aðra hluti,“ útskýrir hún. „Mér
finnst mörk milli nútímatónlistar-
stefna áhugaverð og velti oft fyrir
mér hvenær popp verður að poppi
og hvenær skrýtið lag verður það
skrýtið að það teljist „tilrauna-
kennt“. Í þessum vangaveltum lenti
ég oft á stað þar sem mér fannst ég
þurfa að skuldbinda mig við tónlist-
arstefnu til að gera plötuna auð-
skiljanlegri. En það var ekki það
sem ég vildi og undir lokin fór mér
að finnast svolítið sport í því að
streitast á móti þörfinni til að
skuldbindast ákveðinni stefnu,
t.a.m. með því að leiða beint úr út-
settum píanóparti, sem minnti mig
á fjórradda kór, yfir í spuna sem ég
átti svo við í eftirvinnslu. Fyrir mér
var mikil frelsun fólgin í þessu,
komandi úr klassísku tónlistarum-
hverfi.“
Iðunn segist aðspurð ekki finnast
hún endilega vera á geiraflakki.
„Það hafði ekki hvarflað að mér,
fyrir mér var þetta sami hluturinn,
þ.e.a.s. tónlistin fyrir plötuna og
hljóðverk fyrir innsetningar. Hvort
tveggja er tónlist, tjáning í gegnum
hljóð, og þess vegna sé ég þetta
sem mismunandi hliðar á sama ten-
ingnum. Þessa dagana vinn ég við
hljóðtækni og -hönnun fyrir tölvu-
leik, sem ég tengi líka við fyrr-
nefndan tening, og er þakklát alla
daga fyrir að fá að vinna með eyr-
unum, það er svo gaman.“
Pistilritari kallar til nöfn eins og
Báru Gísla, Þórönnu Björnsdóttur
og Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, ís-
lenskar konur sem hafa verið að
þenja mörk tón- og hljóðlistar á
undanförnum árum. Finnur Iðunn
sig í þessum hópi?
„Jú, ætli ég finni mig ekki sem
hluta af þeim hópi; íslensk kona að
gera sniðuga tónlist. Það er bara
alltaf auðveldara að vera stoltur af
öðrum en sjálfum sér. En það er al-
veg rétt, íslenskar konur eru að
gera stórmerkilega hluti þegar
kemur að því að skapa frumlega
tónlist og það gerir mig innilega
stolta.“
Eitt orð myndi gerbreyta öllu
Ljósmynd/Antonia Leicht
Iðunn Iuvenilis, sem
er listamannsnafn
Iðunnar Snædísar
Ágústsdóttir, er
ungt og upprennandi
tónskáld sem sinnir
tilrauna- og popptónlist
jöfnum höndum.
»Raftónlistarskruðn
helst í hendur við
„lifandi“ hljóðfæri, mel-
ódíur lifa í sátt og sam-
lyndi við afstrakt spretti
og röddin er stundum
skæld, stundum hrein
eins og lind.
Tveir heimar Iðunn Iuvenilis
starfar í tveimur heimum …
eða kannski bara einum!