Morgunblaðið - 18.09.2021, Page 38

Morgunblaðið - 18.09.2021, Page 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021 80 ÁRA Hafliði Hallgrímsson fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Eftir útskrift frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík árið 1962 stundaði hann framhaldsnám hjá Enrico Mainardi í Róm og í fram- haldinu við Konunglegu akadem- íuna í Lundúnum. Þar hlaut hann verðlaun fyrir framkomu á tón- leikum og einnig Madame Suggia- verðlaunin. Undir lok námsins í Lundúnum sótti Hafliði tíma í tón- smíðum, aðallega hjá sir Peter Maxwell Davies. Hafliði var virkur sem sellóleik- ari og lék með mörgum kammer- hópum og hljómsveitum. Árið 1971 þreytti Hafliði frumraun sína sem einleikari á sviðinu í Wigmore Hall og hlaut hann mikið lof gagn- rýnenda. Árið 1977 var hann skip- aður sólósellóleikari við Skosku kammersveitina og hélt hann þeirri stöðu í sex ár en ákvað þá að leggja stund á tónsmíðar ein- göngu. Hafliði hefur samið á annað hundrað verka af ýmsum stærðum og gerðum; allt frá smáverkum fyrir unga hljóðfæraleikara til óperunnar „Die Wält Der Zwisch- enfälle“ (Heimur atvikanna). Tónverk Hafliða eru reglulega á efnisskrám víða um heim og hafa hlotið verðlaun og viðurkenningar. Má þar nefna fyrstu verðlaun í Alþjóðlegu Viotti-keppninni fyrir verkið VERSE I og önnur verð- laun í Wieniawsky-keppninni í Póllandi fyrir POEMI fyrir fiðlu og strengi. Fyrir POEMI hlaut Hafliði einnig tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 1986. Í nóvember er von á tvöföldum geisladiski sem inniheldur hljóð- ritanir af sellóleik Hafliða, aðal- lega kammerverkum en einnig með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hafliði er giftur Ragnheiði Árnadóttur píanóleikara og búa þau í London. Synir þeirra eru Almar, Andri og Sölvi. Hafliði Hallgrímsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni. 20. apríl - 20. maí + Naut undanfarnir dagar hafa einkennst af vaxandi spennu. Ef þú efast skaltu fá aðra til þess að fara yfir hlutina með þér aftur. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú kemur öllu í verk sem þú ætlaðir þér. Stundum eru svörin fleiri en eitt við einfaldri spurningu. Þú færð hug- ljómun í dag. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú þarft að setjast niður með makanum og ræða hvernig þið ætlið að hafa framtíðina. Þú hefur ekkert að óttast í atvinnumálum. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Rifrildi um fjármuni og eignir er lík- legra en ekki í dag. Ef þú ert á síðasta snúningi þarftu að vinda ofan af þér. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Eitthvað spennandi mun gerast hjá þér í dag og kvöldið verður frábært. Þér verður boðið út að borða og það mun verða eftirminnilegt. 23. sept. - 22. okt. k Vog Nú ríður á að þú sýnir vinnufélögum þínum að þú sért áreiðanleg/ur. Gefðu þér tíma til að kynnast nýjum fjölskyldu- meðlim. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú ert eirðarlaus í dag. Mað- urinn er aldrei of gamall til þess að læra og nýjungum fylgir hressandi blær. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú ert óvenju viðkvæm/ur og þarft því á einveru að halda í dag. Um- hverfi þitt hefur mikil áhrif á þig og þér mun því líða betur þegar allt er í röð og reglu. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þótt aðstæður á vinnustað séu ekki alveg eftir ykkar höfði skuluð þið ekki láta þær ergja ykkur. Tíminn læknar öll sár. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Ef þú takmarkar þig ekki er hætta á því að þú farir út af sporinu og þér takist ekki það sem þú ætlar þér. Taktu upp hollari matarvenjur. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Vertu á varðbergi gegn orkusugum og hlauptu í burtu ef einhver þeirra verður á vegi þínum. Mundu að engin manneskja er annars eign. Salaskóla í Kópavogi. Smám saman jókst mitt starfshlutfall hjá Frí- kirkjunni svo starfið varð svo til fullt starf með öllu sem því fylgir.“ Sigríður jók við menntun sína og lauk prófi í fjölskyldumeðferð- arfræði árið 2011 og var þá til skamms tíma hjá barnavernd Kópa- vogsbæjar. Þá var hún einnig heim- ilisprestur Hrafnistu í Hafnarfirði í nokkur ár samhliða öðrum störfum. „Eftir 20 ára starf hjá Fríkirkj- unni ákvað ég að hreyfa mig til og sótti um starf sóknarprests í Breiðabólstaðarprestakalli. Presta- kallinu tilheyra fimm kirkjur og ein kapella, þ.e. Stórólfshvolskirkja, Breiðabólstaður, Hlíðarendi, Ak- urey og Kross auk Voðmúlastaða- kapellu. Í gegnum starfið hef ég verið svo lánsöm að fá að vera samferða góðu fólki og m.a. hef ég leitt sorgarhópa á vegum Ljónshjarta, nú hjá Sorgarmiðstöðinni í lífsgæðasetri St. Jó.“ Sigríður gerðist félagi í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar 2004 Sigurbjörnssonar biskups 15.10. 2000. Fyrstu árin var hún í 25% starfshlutfalli. „Til að auka við tekj- urnar hljóp ég í forfallakennslu við S igríður Kristín Helgadótt- ir fæddist 19. september 1971 og verður því fimm- tug á morgun. „Ég fædd- ist á Landspítalanum í Reykjavík, foreldrar mínir höfðu þá nýverið flust á suðvesturhornið frá Flateyri við Önundarfjörð. Ég ólst upp í Hafnarfirði en alltaf leið mér best þegar skóla lauk og ég var send með flugi vestur á firði til ætt- menna.“ Á sumrin dvaldi Sigríður á Flat- eyri ýmist hjá móðurbróður sínum og hans konu, Kristjáni Jóhannes- syni og Sigríði Ásgeirsdóttur, eða hjá Margréti Hagalínsdóttur og Leifi Björnssyni. „Krakkarnir á Flateyri voru í íþróttafélaginu Gretti og keppti ég fyrir Grettis hönd á héraðsmótum á Núpi með ágætis árangri. Nálægðin við fjöllin og hlíðina og fjöruna höfðu góð áhrif á barnið sem og gott fólk á Flateyri.“ Sigríður gekk í Engidalsskóla í Norðurbæ Hafnarfjarðar en þegar komið var upp í miðdeild þurftu krakkarnir sem bjuggu norðan megin við Hjallabrautina að fara yf- ir götuna í Víðistaðaskóla. „Mér leið ekki vel í þeim skóla en var dugleg að læra. Ég sótti framhaldsskóla út fyrir Hafnarfjörð, gekk í Kvenna- skólann í Reykjavík og blómstraði þar. Tók að mér formennsku í nem- endafélaginu Keðjunni og útskrif- aðist með einkunnir sem gáfu af sér viðurkenningar. Þaðan lá leiðin í HÍ. Ég ætlaði mér að verða kennari þegar ég yrði eldri en í röðinni við innritun í HÍ beindist athyglin að námslýsingu guðfræðideildarinnar. Ég innritaði mig í guðfræðideild og þar var ég við nám næstu árin sam- hliða því að eignast eiginmann, dæt- ur og heimili. Ég forðaðist náms- lánin, vann með námi í Rúgbrauðs- gerðinni, vaskaði upp og þjónaði ráðamönnum þjóðarinnar til borðs. Áður hafði ég verið í unglingavinn- unni, unnið við ræstingar og fisk- vinnu, allt sem gaf aur í vasann.“ Sigríður var kölluð til starfa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði árið 2000 og hlaut vígslu af hendi herra Karls og gegndi stöðu forseta starfsárið 2020-21. „Mér þykir afar vænt um þann félagsskap, hann er nærandi og góður. Þá þykir mér ekki síður vænt um starf Hjónahelgar á Ís- landi. Við hjónin erum flytjendur á Lútherskri hjónahelgi og höfum eignast góða vini í gegnum það starf, sem snýst um það að gera gott hjónaband betra. Fjölskyldan er ætíð í fyrirrúmi og með henni á ég mínar bestu stundir. Bókmenntir hafa verið mér hug- leiknar frá því ég var barn, ég nær- ist einnig á góðum kvikmyndum og leikhúsi. Tónlist skipar einnig stór- an sess í mínu lífi, ég sótti söngnám í Tónlistarskóla Kópavogs og lærði að beita röddinni hjá Önnu Júlíönu Sveinsdóttur. Í því ferli tók ég þátt í uppfærslu á Töfraflautu Mozarts og söng hlutverk Papagenu. Ég er í kirkjukór Breiðabólstaðarpresta- kalls sem og Kammerkór Rang- æinga. Við hjónin erum dugleg að ferðast um landið og ef við ferðumst erlendis þá eru það skíðaferðirnar Sigríður Kristín Helgadóttir sóknarprestur – 50 ára Fjölskyldan Við brúðkaup Gunnþórunnar og Sæmundar 14. ágúst síðastliðinn á Breiðabólstað. Samferða góðu fólki í starfinu Með ömmustelpunni Sigríður og Eyja Sif í hjónavígslunni. Til hamingju með daginn SMARTLAND SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til 28. september NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt Smartlandsblað föstudaginn 1. október. Í blaðinu verður fjallað um tísku, förðun, snyrtingu, heilsu, fatnað, umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. 1. OKT.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.