Morgunblaðið - 18.09.2021, Side 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*
-�-"%
,�rKu!,
Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Upphafið er í miðjunni/ In Media
Res nefnist einkasýning Huldu
Stefánsdóttur sem opnuð verður kl.
17 í dag, laugardag, í BERG
Contemporary á Klapparstíg 16.
Sýningin er framhald af verkaröð
og bókverki hennar Time Map sem
Space Sisters Press í New York
gaf út í fyrra.
„Time Map er röð minni verka
sem ég byrjaði að vinna árið 2016
og voru upphaflega hugsuð sem
leið til að vinna hratt í gegnum
ákveðnar hugmyndir en varð fljótt
að sjálfstæðri heild sem ég hef
unnið samfellt að síðan ásamt öðr-
um verkum,“ segir Hulda. Þau má
sjá í innri sal, en í framsalnum er
svo ný verkaheild sem unnin eru í
óbeinu framhaldi af þeim. „En
þetta eru allt abstrakt verk, sem
fyrr,“ segir hún.
Space Sisters Press er útgáfu-
fyrirtæki sem helgar sig einkum
útgáfu á bókum og bókverkum um
og eftir konur í samtímamyndlist,
segir Hulda, og var Time Map
kynnt á bókverkamessu Printed
Matter í New York í febrúar sl.
„Covid hefur ekki alveg gefið
okkur besta færið á að kynna þetta
verkefni en við höfum gert hvað við
getum og vonandi kemst ég bráð-
um til New York til að taka þátt í
útgáfuviðburði,“ segir Hulda.
Pælingar um eðli málverksins
Hulda hlaut MFA-gráðu í mynd-
list frá School of Visual Art í New
York og nam listina þar áður í
Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands. Hún hefur að langmestu
leyti helgað sig málverkinu, þótt
ljósmyndir hafi einnig komið við
sögu.
„Í Time Map eru annars vegar
frummyndir verkanna og svo ljós-
ritaðar kópíur. Þetta eru pælingar
um eðli málverksins og ímynd-
arsköpun í samtímanum, end-
urtekningar andspænis því ein-
staka,“ útskýrir Hulda.
En hvaðan kemur titill sýning-
arinnar, Upphafið er í miðjunni?
„Það er ákveðin ögrun fólgin í
þessu og titillinn vísar beint til
míns eigin vinnuferlis sem er eins
og órofin samfella, þar sem eitt
leiðir af öðru og mér finnst aldrei
eins og ég sé að klára eitthvað eitt
eða byrja annað nýtt. Time Map-
verkaröðin heldur áfram og hún
smitar yfir í önnur verk sem ég er
að vinna samhliða.“
Hvar er upphafið?
„Mér þykir áhugavert að velta
fyrir mér hvar upphafið er, eða
hvort það sé yfirleitt til staðar,
einnig í tengslum við þessar áþreif-
anlegu sviptingar sem urðu á til-
veru okkar í heimsfaraldrinum.
Hvernig við höfum nánast haldið í
okkur andanum lengst af og erum
enn að bíða eftir að þessi ógnandi
viðburður klárist og eitthvað annað
ástand hefjist. En erum við ekki í
rauninni alltaf stödd í miðri at-
burðarás? Er upphafspunkturinn
kannski í miðju annarrar atburða-
rásar þar sem þú stígur inn og ert
leiddur áfram?“ segir Hulda. „Mér
fannst þetta eiga vel við sem hugs-
un sem félli að ytra umhverfi og
nálgun við málverkið.“
Eitt leiðir af öðru
- Hulda Stefánsdóttir opnar sýningu
í dag í galleríinu Berg Contemporary
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Upphafspunktur Hulda á einkasýningu sinni í Berg Contemporary sem opnuð verður í dag kl. 17.
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Okkur hefur dreymt um að geta
sýnt þessa mynd í langan tíma,“ seg-
ir Lee Lynch um kvikmyndina Sól-
eyju eftir listakonuna Rósku, sem
þau Lee og eiginkona hans Þorbjörg
Jónsdóttir, systurdóttir Rósku, hafa
unnið hörðum höndum að því að end-
urgera. „Við höfum verið gift í 12 ár
og vorum farin að láta okkur dreyma
um að gera þetta áður en við giftum
okkur. Svo við erum mjög spennt.“
Kvikmyndin Sóley, sem er eina
mynd Rósku í fullri lengd, verður
sýnd í Bíó Paradís annað kvöld,
sunnudaginn 19. september kl. 20.
Sýningin er fyrst og fremst ætluð
þeim sem styrktu verkefnið á Karo-
linafund en Lee vekur athygli á að
einnig verði hægt að kaupa miða á
staðnum.
Sóley er frá 1982 og Róska, sem
varð bráðkvödd árið 1996, leikstýrði
og skrifaði handritið ásamt eigin-
manni sínum Manrico Pavolettoni.
Hún fjallar um unga bóndann Þór
sem fer í ferðalag í leit að hestum
sínum sem hann skuldar dönsku
kirkjunni. Á leið sinni kynnist hann
ýmsum þjóðsagnapersónum, þá sér-
staklega álfkonunni Sóleyju sem
fylgir honum á ferð hans. Haft var
eftir Rósku sjálfri að Sóley fjallaði
um það þegar draumur og veruleiki
mætast og fara saman í ferðalag.
Vonast til að finna negatívuna
Lee segir þau vera ánægð með
ferlið þótt þetta hafi verið talsvert
meiri vinna en þau höfðu gert sér í
hugarlund. „Negatívan er týnd svo
við þurftum að vinna með pósitív-
una, þá einu sem til er, sem er varð-
veitt á Kvikmyndasafni Íslands.“
Þau hafi notað þetta eina eintak af
35 mm filmu, sem er illa farið, í þetta
mikla forvörslu- og hreinsunarstarf.
„Við vonum að við finnum negatív-
una í þessu ferli. Því meira sem við
sýnum myndina því meiri líkur eru á
því að hún finnist. Okkur grunar að
hún sé á Ítalíu svo við vonumst til að
sýna hana líka þar.“
Lee segir Rósku hafa verið meðal
fyrstu kvenna á Íslandi til að skrifa
kvikmyndahandrit og leikstýra.
„Þetta er einstök kvikmynd. Róska
var aðallega myndlistarkona. Hún
gerði nokkrar heimildarmyndir en
þetta var eina leikna myndin í fullri
lengd sem hún gerði. Myndin er
hálf-heimagerð, mjög anti-
Hollywood.“ Margir hafi komið að
gerð myndarinnar á sínum tíma og
því sé ánægjulegt að loksins sé hægt
að sýna hana í meiri gæðum.
Einstök kvikmynd Rósku sýnd
- Lee Lynch og Þorbjörg Jónsdóttir
hafa endurgert kvikmyndina Sóleyju
Stilla Lee Lynch og Þorbjörg Jónsdóttir hafa staðið fyrir söfnun til þess að
geta endurgert kvikmyndina Sóleyju og hefur nú tekist ætlunarverkið.
Hljómsveitin Árstíðir vann nýverið
til verðlauna í alþjóðlegri sönglaga-
keppni sem ber nafnið The John
Lennon Songwriting Contest.
Keppnin var sett á lagginar árið
1997 fyrir tilstuðlan Yoko Ono, í
þeim tilgangi að gefa lagasmiðum
vettvang til að tjá sig og veita þeim
aukin tækifæri til að öðlast viður-
kenningu fyrir tónsmíðar sínar, að
því er fram kemur í tilkynningu.
Lag hljómsveitarinnar, „Heiðin“,
hlaut fyrstu verðlaun í flokki
heimstónlistar og var valið af dóm-
nefnd sem státar af tónlistarfólki á
borð við George Clinton, Prince
Royce, Flea, Litu Ford og Bootsy
Collins.
Ljósmynd/Hörður Sveinsson
Verðlaunaðir Félagarnir í Árstíðum.
Árstíðir hlutu verð-
laun í lagakeppni
Fyrstu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins á yfirstand-
andi starfsári fara fram í Norðurljósum Hörpu á morg-
un, sunnudag, kl. 16. Tónlist eftir argentínska tangó-
meistarann Astor Piazzolla verður þar í brennidepli í
tilefni af því að í ár eru 100 ár liðin frá fæðingu hans.
Flytjendur eru franski bandoneon-leikarinn Olivier
Manoury og Kordo-kvartettinn, en hann skipa þau
Vera Panitch og Páll Palomares á fiðlu, Þórarinn Már
Baldursson á víólu og Hrafnkell Orri Egilsson á selló. Á
efnisskránni eru mörg af þekktustu verkum Piazzolla,
svo sem Adiós Nonino, Escualo, Four for tango og La
muerte del ángel.
„Astor Piazzolla var einkasonur ítalskra innflytjenda
til Argentínu. Hann hóf ungur að spila á bandoneon,
einkennishljóðfæri argentínska tangósins, og aðeins 15
ára gamall fékk hann í sæti í einni vinsælustu tangó-
sveit þess tíma. Tekjurnar gerðu honum kleift að sækja
tónsmíðatíma hjá þekktasta tónskáldi Argentínu,
Alberto Ginastera, sem kynnti honum samtímatónskáld
eins og Bartók, Stravinskíj og Ravel. Síðar lærði hann
tónsmíðar í París hjá hinni virtu Nadiu Boulanger. Í
kjölfarið samdi og útsetti Piazzolla mikinn fjölda
tangótónverka undir sterkum áhrifum frá bæði djassi
og klassískri tónlist og skapaði þannig það sem kallað
hefur verið hinn nýi tangó,“ segir í tilkynningu.
Í vetur verður boðið upp á fimm tónleika á vegum
Kammermúsíkklúbbsins. Árgjald klúbbsins, sem veitir
aðgang að öllum tónleikunum, er 15.500 kr. Meðan hús-
rúm leyfir fást miðar á staka tónleika í miðasölu Hörpu
á 3.900 kr. Nánari upplýsingar á kammer.is.
Leika Piazzolla í Hörpu
Samstarf Olivier Manoury og Kordo-kvartettinn.